Bendisprófið 1. dagur

Stutta útgáfan 😉
Stafalogn var vel fram yfir hádegi.
OF fór upp á efra bílastæði og gékk í átt að Borgarhólum. Einn hundur náði einkunn, en það var Pointerinn Vatnsenda Bjartur sem náði 3.einkunn og þar af leiðandi besti hundur prófs í OF.

UF fór á „pallinn“ og gékk niður á svæðið við Lyklafell. Lognið var aðeins að setja strik í reikninginn en upp úr kl 14 fór aðeins að koma smá andvari.
2 hundar náðu einkunn, en það voru Pointerinn Langelandsmoens Black Diamond sem náði 1.einkunn og Bretoninn Hrímlands KK Bella sem náði 3.einkunn.
Vel gert 🙂 Til hamingju einkunnarhafar og takk fyrir daginn öll.
Þakkir fá dómararnir Guðjón og Svafar.
Nýr dagur á morgun.
Nokkrar myndir:

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.