Annar dagur Bendisprófs Vorstehdeildar

Það var UF flokkur í dag, og við fórum upp á línuveginn við Lyklafell þegar þokan gaf sig aðeins. Veðrið var skyn og skúrir og mátulegur vindur. Tókum í stórum dráttum hring upp undir Gumma Bogg og svo utan um Lyklafell og aftur í vestur. Eitthvað sást af fugli, en svosem aldrei nóg. Flestir hundar fengu séns á fugli en það var bara einn sem náði að nýta sér tækifærið og það var Hlaðbrekku Irma sem náði 3. einkunn.
Við óskum Stefan Marshall og Irmu til hamingju 🙂
Síðast en alls ekki síst var pointerinn Langlandsmoens Black Diamond valinn besti unghundur prófs yfir báða daga samanlagt.
Þökkum þáttakendum og dómara fyrir daginn.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.