Belcando prófið 26-27 júní

Styrktaraðilar: Belcando, Vínnes Famous grouse og JS Ljósasmiðjan

Sækipróf Vorstehdeildar verður haldið þann 26. og 27. júni. Prófað verður í unghundaflokki og opnum flokki, prófsvæðið verður á Hafravatnsvæðinu.
Dómarar verða Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson, einnig sem fulltrúi HRFÍ. Prófstjóri er Ólafur Ragnarsson.

Styrktaraðilar prófsins eru Belcando www.vet.is sem gefa fóður, Vínnes styrkir okkur með Famous grouse og JS ljósasmiðja https://velaverkjs.is sem skaffa veitingar.

Sameiginleg æfing deildanna verður á föstudaginn 18 júní. Æfingin eru kjörið tækifæri fyrir nýbyrjendur jafnt sem lengra komna að taka þátt, einnig er frjálst að mæta og horfa á.  Æft verður í frjálsri leit, spori og vatni.

Deildin mun skaffa máva, en aðra bráð verður fólk að koma með sjálft.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi æfingarnar eða prófið er hægt að hringja í
Guðni 8699974
Óli 8957263 
Unni 8667055

Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.is og muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjald er 6400kr fyrir einn dag og 9600kr fyrir tvo daga.
Síðasti skráningardagur er 20.júní á miðnætti.
Tiltaka verður við skráningu: Veiðiprófsnúmer: 502107 Ættbókarnúmer hunds. Eigandi hunds. Nafn leiðanda. Í hvaða flokk er verið að skrá og hvaða dag.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.