Hlynur Þór Haraldsson látinn

Vinur okkar margra og vinur deildarinnar, Hlynur Þór Haraldsson lést á heimili sínu þann 2. september síðastliðinn í faðmi fjölskyldunnar eftir hetjulega og undir lokin erfiða baráttu við krabbamein.

Hlynur var um tíma í stjórn Vorstehdeildar og sinnti hann stjórnarstörfum af alúð og miklum áhuga. Hlynur hafði búið um tíma með fjölskyldu sinni í Noregi síðustu árin en flutti heim með fjölskyldunni fyrir jólin í fyrra.

Hlynur var einlægur aðdáandi Vorsteh hunda og átti hann þrjá slíka undir lokin. Þrátt fyrir að Hlynur væri hættur í stjórn var hann mjög bóngóður ef stjórn leitaði hjálpar hans, bæði fyrir og eftir hans stjórnarsetu. Hann fór alltaf beint í verkefnin sem hann tók að sér og kláraði þau fljótt og örugglega.

Við hjá Vorstehdeild sendum fjölskyldu Hlyns og aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Úför Hlyns fer fram í dag kl.15:00 og má sjá beint steymi frá athöfninni hér á þessari slóð https://www.youtube.com/watch?v=K72uI4oBbr0

Þeim sem vilja minnast Hlyns er bent á söfnunarreikning fjölskyldunnar sem er: 0370-22-037502 Kt: 310885-8199

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.