Langar þig til að verða hundaþjálfari fyrir standandi fuglahunda?

Til stendur ef næg þátttaka fæst að bjóða upp á hundaþjálfaranám með Matthias Westerlund frá Hundaskólanum Vision í Svíþjóð. Námið er um 60 klukkustundir ásamt heimaverkefnum. Fyrri hlutinn væri 3 dagar í október nk. og síðan tveir dagar í febrúar 2023. Þess á milli vinna þátttakendur verkefni. Námskeiði er bæði bóklegt og verklegt. Gerð er krafa að þátttakendur hafi reynslu af þjálfun og veiðum með standandi fuglahunda og að hafa tekið þátt í prófum. Fjöldi nemenda í hóp er 6 -10 manns. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn á hvern þátttakenda verði í kringum 85.000.- Námskeiðið fer fram á ensku. Að námskeiðnu loknu eiga þátttakendur að vera í stakk búnir til að halda námskeið fyrir byrjendur með standandi fuglahunda og lengra komna. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eða hafa einhverjar spurningar eru vinsamlega beðnir um að senda póst á vorsteh@vorsteh.is fyrir 10. maí nk.

Áhugasamnir eru hvattir til að kynna sér skólann m.a. á Face Book er hann undir nafninu
Hundskolan Vision og heimasíða skólans er https://www.hundskolanvision.se

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.