Lokadagur hjá Norðanhundum í dag, 1. maí.

Í dag var lokadagur í prófi Norðanhunda og þá var komið að keppnisflokk. Þrjú sæti náðust í dag og áttu Enskir Setar daginn. 1. sæti Steinahlíðar Atlas, eigandi Hallur Lund. 2. sæti Rjúpnasels Orka, eigandi Eyþór Þórðarson og 3. sæti Rjúpnabrekku Miro eigandi Kristinn Einarsson. Dómarar dagsins voru Einar Örn Rafnsson og Kjartan Lindböl.

Óskum Norðanhundum til hamingju með glæsilegt próf. En þetta var síðasta próf vorsins og nú snúum við okkur að sækiprófum, en fyrsta sækipróf sumarsins verður 25 – 26 júní á vegum Vorstehdeildar.

Einar, Kristinn og Miro, Hallur og Atlas, Eyþór og Orka og Kjartan

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.