Hvílum heiðarnar.

Nú er kominn sá tími árs að við hættum að fara upp á heiði að æfa, rjúpan er farin að para sig og undirbúa varp og öll viljum við að það takist sem best svo nóg verði af fugli í haust. Þannig að nú snúum við okkur að sækiæfingum og vatnavinnu,(þegar hitastigið hækkar aðeins) og almennum hlýðni æfingum. Einnig er vert að minnast á að nú fara rollur með lömb á heiðarnar og geta verið á ólíklegustu stöðum, lítið gat á girðingu getur verið nóg til að fé sleppi út.  Við viljum góðfúslega benda ykkur á að fara varlega því hundur sem fer í fé getur lent í verulegum vandræðum.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.