Fyrsti dagurinn í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Fyrsti dagurinn af þremur í Áfangafellsprófi Fuglanundadeildar var í dag. Það er skemmst frá því að segja að snögghærði Vorsteh-inn Veiðimela Cbn Klemma og Brynjar Sigurðsson lönduðu 2. einkunn í alhliðaprófi í unghundaflokki og Klemma einnig besti hundur in unghundaflokki. Í opnum flokk fékk Bretoninn Bylur og Stefán Karl 1. einkunn og valinn besti hundur í opnum flokki, einnig fengu Bretoninn Tindur og Eydís Elva 2. einkunn, í opnum flokki. Ensku settrarnir Blökk og Dreki fengu bæði 2. einkunn í opnum flokki.

Brynjar og Veiðimela Klemma ásamt dómara prófsins
Leiv Jonny Weum og prófstjórunum Friðriki og Örnu

Stefán og Bylur ásamt Guðjóni dómara og prófstjórunum Friðriki og Örnu
Eydís og Tindur
Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.