





Vorstehdeild heldur ársfund 25.mars kl 19:30 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Hefðbundin aðalfundarstörf. Kosning í stjórn (3 laus sæti til tveggja ára). Heiðrun stigahæstu hunda. Önnur mál.
Stigakeppni Vorstehdeildar 2018 er haldin ár hvert. Stigahæsti hundur í KF var Veiðimela Jökull með 41 stig. Stigahæsti hundur í OF var Veiðimela Jökull með 26 stig. Og það er skemmst frá því að segja að Veiðimela Jökull sigrar einnig … Halda áfram að lesa
Um helgina fór fram Norðurljósasýning HRFÍ. Í snögghærðum Vorsteh var það Rugdelias ØKE Tiur sem sigraði og varð besti hundur tegundar. Hann náði svo líka þeim árangri að verða Norðurljósameistari. Tiur fór svo í úrslit í Grúbbu 7 … Halda áfram að lesa
Alltaf gaman að því þegar hundar og hundafólk rata í blöðin og hvað þá félagar okkar og tegundin 🙂 Kjartan Antonsson og Eydís Gréta Guðbrandsdóttir veittu Kristínu blaðamanni á MBL viðtal og afraksturinn er HÉR 🙂 Hægt er að hægri klikka á … Halda áfram að lesa
Um síðustu helgi fór fram Winter Wonderland sýning HRFÍ Á föstudeginum var hvolpasýning, og í Strýhærðum Vorsteh varð besti hvolpur sýningar Ice Artemis Djörf 🙂 Sjá nánar HÉR Á laugardag urðu úrslitin í Snögghærðum Vorsteh þannig að besti hundur tegundar varð Rugdelias … Halda áfram að lesa
Í dag kvaddi Veiðimela Karri þennan heim eftir veikindi 🙁 Karri var orðinn veiðimeistari og vann sér einmitt inn seinna meistarastigið sitt á haustprófi Vorstehdeildar nú fyrr í haust. Við vottum Pétri Alan samúð okkar á erfiðum tímum.
Gaman að segja frá því að íslenskur hundur Ice Artemis Freyja er í Strýhærða Vorsteh liðinu í NM Lavland um næstu helgi. Lárus Eggertsson ræktaði Freyju undan Yrju og Krageborg Mads. Við sendum góða strauma í strýhærða liðið og höldum … Halda áfram að lesa
Bendispróf Vorstehdeildar var haldið 5-7 oktober 2018. Frábær skráning var í prófið eða 62 skráningar. Dómarar voru Per Olai Stömner og Glenn Olsen ásamt Guðjóni Arinbjarnar og svo Pétri Alan sem leysti Guðjón af á síðasta degi í UF/OF. Prórstjóri var … Halda áfram að lesa
ATH ! Bendisprófið verður sett kl 9 á laugardaginn við Skálafells afleggjarann.
Bendispróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 5-7 okt, eða næstu 3 daga. Prófið verður sett alla dagana kl 9 í Sólheimakoti, nema annað verði auglýst hér á Vorsteh.is Hundar í Keppnisflokki og Opnum flokki skaffa sjálfir rjúpu til prófs. 62 skráningar … Halda áfram að lesa