Greinasafn eftir: admin
Nýjar húfur Vorstehdeildar.
Það eru komnar nýjar Vorsteh – húfur. Verð aðeins 1.000.- krónur Verða til sölu í Bendi, í æfingagöngum. Styrktarðili er Famous Grouse umboði á Íslandi.
Bendisprófið – skráningu líkur á morgun miðvikudag, 23.sept.
Minnum á að síðasti skráningardagur í Bendisprófið sem verður 2-4 október er á morgun miðvikudaginn 23.sept. Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 eða í síma 588-5255 (opið kl. 10-15). Prófnúmer er 501510. Einnig er hægt … Halda áfram að lesa
Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið – árangur Vorsteh-hunda.
Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið var haldið dagana 12.-14 september. Fimm Vorsteh-hundar voru skráðir til leiks, í unghundaflokki voru það Veiðimela, Jökull, Ciara og Karri. Í keppnisflokki voru það Heiðnabergsbræðurnir Gleypnir og Bylur. Á fyrsta degi náði enginn Vorsteh-hundur … Halda áfram að lesa
Alþjóðleg sýning HRFÍ 19.september.
Snögghærður Vorsteh – úrslit. Tíkur. Unghundaflokkur. Veiðimela Krafla, Excellent, meistaraefni, 1. sæti.ofl. Besta tík, ísl. meistarastig, CACIB, BOB og BIG-3 Veiðimela Freyja. Excellent, meistaraefni og 2. Sæti í ofl. og 2 besta tík tegundar. Opinn flokkur. Fjallatinda Nala – … Halda áfram að lesa
Bendispróf Vorstehdeildar 2.- 4. október.
Bendispróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 2.-4. október. Föstudaginn 2.október verður unghundaflokkur og opinflokkur. Laugardaginn 3.október verður unghundaflokkur og opinflokkur. Sunnudaginn 4.október verður keppnisflokkur. Dómarar í prófinu koma frá Noregi og eru þeir Rune Nedreboe og Rune Mikalsen. Prófsjórar eru þeir … Halda áfram að lesa
Royal Canin próf FHD í Áfangafelli 12. – 14. september
Þátttökulisti alla dagana nema annað sé tekið fram Unghundaflokkur: Vindølas Ta-Kria Enskur setter Veiðimela Jökull … Halda áfram að lesa
Ice Artemis Freyja
Ice Artemis Freyja býr í Noregi, eigandi hennar er Monica Sawicz, þær stöllur eru búnar að fara í fimm sækipróf í sumar og landa 1.einkunn í þeim öllum og fengu fullt hús stiga í síðasta prófinu eða 20 stig. Ræktandi … Halda áfram að lesa
Royal Canin prófið FHD í Áfangafelli 12-14. sept.
Nú styttist í Royal Caninprófið/Áfangafellsprófið margrómaða sem haldið er á heiðunum við Blöndulón. Prófið er víðfrægt fyrir töluvert magn af rjúpu, frábært einkunnahlutfall og skemmtilega samveru í Áfangafellsskálanum. Royal Caninprófið verður haldið dagana 12.-14. September (athugið laugardag, sunnudag og mánudag) … Halda áfram að lesa
ISFtCh Zeta
Veiðimeistarinn ISFtCh Zeta er farin á hinar eilífu veiðilendur. Zeta eignaðist sjö hvolpa m.a. SCh CIB Zetu Jöklu og SCh CIB Zetu Krapa. Zeta átti farsælan ferli í veiðiprófum, sýningum og við veiðar. Við færum Steinari og Jónínu okkar innilegustu … Halda áfram að lesa
ISVCH Ljóssins Björt Skotta.
Íslenski veiðimeistarinn ISVCH Ljóssins Björt Skotta er farin á hinar eilífu veiðilendur. Skotta gaf okkur efnilega vorsteh-hunda inn í íslenska stofninn eins og Heiðnabergs Gátu, Byl og Gleipni. Við færum Jóni Hákoni okkar innilegustu samúðarkveðjur.



