





Undanfarnar vikur hafa vorsteh-eigendur í Noregi litið til Íslands með nýtt blóð í huga og eftir skoðun hafa þeir planað sæðingar með sæði úr ISCh C.I.B. Esjugrundar Stíg. Stígur hefur margsannað sig, bæði á veiðiprófum með frábærum árangrum og er … Halda áfram að lesa
Stjórn Vorstehdeildar mun halda félagsfund um tillögur veiðiprófsreglugerðarnefndarinnar á breytingum á veiðiprófsreglum fyrir tegundarhóp 7. Fundurinn verður haldinn kl. 20:00 í Sólheimakoti þriðjudaginn 13. nóvember 2012 Efni fundarins: 1. Breyting á veiðiprófsreglum 2. Önnur mál Félagsmenn deildarinnar eru hvattir til … Halda áfram að lesa
Minnum menn og konur á neyðarkall björgunarsveitanna. Styrkjum þetta góða málefni.
Veiðihundar verða sýndir laugardaginn 17. nóv. og byrjar vorstehtegundin kl. 09:48 Fimm snögghærðir vorstehhundar verða sýndir og einn strýhærður Dómari er John Walsh Sjá nánar á www.hrfi.is
Stjórn Vorstehdeildar óskar félagsmönnum deildarinnar og öllum veiðimönnum góðra stunda við veiðar með hundum sínum og félögum. Minnum á sportlegar og hóflegar veiðar. Fuglahundadeild heldur enn eitt árið myndasamkeppni um bestu myndina af veiðum í haust með fuglahundum. Sjá nánar … Halda áfram að lesa
Keppnisflokkur var haldinn í dag í blíðskaparveðri norðan megin og ofan við bílastæði Gumma Bogg í átt að Borgarhólum . Allir hundanna sem tóku þátt höfðu möguleika á fugli en því miður náðist ekki fuglavinna og sæti í dag. Þetta … Halda áfram að lesa
Efri mynd: Gleipnir sækir rjúpu Það var Heiðnabergs Gleipnir von Greif sem stóð uppi sem Besti hundur í opnum flokki í dag með 2. einkunn í opnum flokki. Fallegt veður var og höfðu allir hundar möguleika á fugli og sumir … Halda áfram að lesa
Í gær kvaddi veiðimeistarinn Spyrna fuglahundasportið eftir stutt veikindi. Hún greindist með bráða lifrarsýkingu fyrir stuttu og fór á nýjar veiðilendur í gær. Spyrna var ávallt meðal toppanna í veiðiprófum og á glæsilega árangra úr veiðiprófum eins og sjá má … Halda áfram að lesa
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 17. -18. nóvember 2012 Skráningarfresti lýkur föstudaginn 19. október 2012. Sjá nánar á www.hrfi.is