





Þriðjudagskvöld kl.19 verða sækiprófsæfingar á Suðurnesjum. Það eru Suðurnesjamenn sem halda þessar æfingar við Snorrastaðatjarnir. Fljótlega eftir að keyrt er inn á Grindavíkurafleggjarann kemur skilti sem á stendur Seltjörn og aflegjari á hægri hönd. Til að komast að Snorrastaðatjörnum skal … Halda áfram að lesa
Fram að sækiprófinu í júní verða æfingar eftirfarandi: Þriðjudaga kl. 19 á suðurnesjum Fimmtudaga kl. 19, mæting við Sólheimakotsafleggjarann Nánar verður auglýst fyrir hverja æfingu.
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands var haldinn í gærkvöldi á Grand Hótel. Samtals mættu 103 félagsmenn á Akureyri og Reykjavík. Ýmsar lagabreytingar voru bornar fram og kosið var í nefndir og ráð. Í stjórn HRFÍ voru þrír nýjir aðilar í framboði og … Halda áfram að lesa
Minnum á aðalfund Hundaræktarfélags Íslands í kvöld miðvikudaginn 23. maí kl. 20 á Grand Hótel Reykjavík og á Akureyri. Í framboði til stjórnar eru þau Ólafur E. Jóhannsson fyrrum formaður FHD, Delía Howser, retrieverdeild og Guðmundur A. Guðmundsson fyrrum formaður … Halda áfram að lesa
Æfingar fyrir sækiprófin sem haldin verða í sumar verða á fimmtudögum kl. 19, a.m.k. til að byrja með. Lárus Eggertsson stýrir æfingunni á fimmtudaginn og mæting er við Sólheimakotsafleggjarann. Allir velkomnir og hafið með ykkur bráð eða dummy
Mjög góð mæting var á kynningu Svafars Ragnarssonar fuglahundadómara á sækiprófum sem haldið var í Sólheimakoti á uppstigningardag. Svafar kynnti framkvæmd prófa og æfingar fyrir þau. Æfingar verða fram á prófi og verða kynntar hér á síðunni.
Nú á fimmtudaginn 17. maí (uppstigningardag) kl. 16 verður kynning á sækiprófum og æfingum fyrir þau í Sólheimakoti. Svafar Ragnarsson fuglahundadómari kynnir hvernig sækipróf fer fram sem og æfingarnar sem verða í hverri viku fram að prófi FHD (23/6) og … Halda áfram að lesa
Stjórn Vorstehdeildar kom saman á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund og skipti með sér verkum sem hér segir Gunnar Pétur Róbertsson, formaður Guðjón Snær Steindórsson, varaformaður Kristjón Jónsson, ritari Lárus Eggertsson, gjaldkeri Pétur Alan Guðmundsson, gagnavörður Stjórn óskar eftir starfskröftum … Halda áfram að lesa
Viljum minna fuglahundamenn og konur á að stuttu eftir síðustu prófin hvílum við rjúpurnar á heiðinni fram á haustið og snúum okkur að vatna- sæki- og hlýðniþjálfun. Innan skamms verður kynnt tilhögun æfinga fyrir alhliðaprófin.
Þessar glæsilegu húfur sem eru merktar www.vorsteh.is þ.e. deildinni okkar eru seldar til styrktar starfinu þ.e. fyrir heimasíðuna, verðlaun, ofl. ofl. Verðið er aðeins kr. 1500.- stk. og geta menn sent póst á laruseggertsson@gmail.com varðandi upplýsingar og kaup á húfunum. … Halda áfram að lesa