





Það var ISCh. C.I.B. Rugdelias Lucienne sem var besti hundur tegundar í snögghærðum vorsteh á sumarsýningu HRFÍ um helgina og var hún jafnframt í öðru sæti í tegundarhópnum. Úrslit voru eftirfarandi: Ungliðaflokkur Rakkar: Stangarheiðar Bogi: Excellent, meistaraefni, Ísl. meistarastig, besti … Halda áfram að lesa
Meistarastigssýning Hundaræktarfélags Íslands verður 2-3. júní að Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík Fuglahundar (tegundarhópur 7) verða á sunnudeginum 3. júní Hringur 4. Dómari Sean Delmar Tími: Tegund (fjöldi) 09:00 Írskur setter (4) 09:16 Enskur setter (2) 09:24 Vorsteh, snöggh. (6) … Halda áfram að lesa
Í kvöld verður farið hnitmiðað í vatnavinnu þar sem fugli verður kastað frá bát og líkt eftir prófi. Einnig er stefnt að því að fara í leita/sækja og spor. Þeir sem tök hafa á eru beðnir um að hafa með … Halda áfram að lesa
Þriðjudagskvöld kl.19 verða sækiprófsæfingar á Suðurnesjum. Það eru Suðurnesjamenn sem halda þessar æfingar við Snorrastaðatjarnir. Fljótlega eftir að keyrt er inn á Grindavíkurafleggjarann kemur skilti sem á stendur Seltjörn og aflegjari á hægri hönd. Til að komast að Snorrastaðatjörnum skal … Halda áfram að lesa
Fram að sækiprófinu í júní verða æfingar eftirfarandi: Þriðjudaga kl. 19 á suðurnesjum Fimmtudaga kl. 19, mæting við Sólheimakotsafleggjarann Nánar verður auglýst fyrir hverja æfingu.
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands var haldinn í gærkvöldi á Grand Hótel. Samtals mættu 103 félagsmenn á Akureyri og Reykjavík. Ýmsar lagabreytingar voru bornar fram og kosið var í nefndir og ráð. Í stjórn HRFÍ voru þrír nýjir aðilar í framboði og … Halda áfram að lesa
Minnum á aðalfund Hundaræktarfélags Íslands í kvöld miðvikudaginn 23. maí kl. 20 á Grand Hótel Reykjavík og á Akureyri. Í framboði til stjórnar eru þau Ólafur E. Jóhannsson fyrrum formaður FHD, Delía Howser, retrieverdeild og Guðmundur A. Guðmundsson fyrrum formaður … Halda áfram að lesa
Æfingar fyrir sækiprófin sem haldin verða í sumar verða á fimmtudögum kl. 19, a.m.k. til að byrja með. Lárus Eggertsson stýrir æfingunni á fimmtudaginn og mæting er við Sólheimakotsafleggjarann. Allir velkomnir og hafið með ykkur bráð eða dummy
Mjög góð mæting var á kynningu Svafars Ragnarssonar fuglahundadómara á sækiprófum sem haldið var í Sólheimakoti á uppstigningardag. Svafar kynnti framkvæmd prófa og æfingar fyrir þau. Æfingar verða fram á prófi og verða kynntar hér á síðunni.
Nú á fimmtudaginn 17. maí (uppstigningardag) kl. 16 verður kynning á sækiprófum og æfingum fyrir þau í Sólheimakoti. Svafar Ragnarsson fuglahundadómari kynnir hvernig sækipróf fer fram sem og æfingarnar sem verða í hverri viku fram að prófi FHD (23/6) og … Halda áfram að lesa