





Skráðir eru 13 hundar í veiðiprófið næstkomandi laugardag og verða 6 hundar í UF og 7 hundar í OF. Pétur Alan mun dæma UF og Egill Bergmann OF. Mæting er í Sólheimakot á laugardaginn kl. 8.30. Allar nánari upplýsingar veitir … Halda áfram að lesa
Alfred Ørjebu kemur frá Þrándheimi en hefur búið í Vadsø frá 1975, vinnur hjá náttúrufræðistofnun Noregs (SNO) á heiðum uppi sem og á og við vötn yfir sumartímann. Hann hefur umsjón með umferð og rándýrum í Varangerþjóðgarðinum og laxaeftirliti í … Halda áfram að lesa
Á næsta opna húsi sem haldið verður laugardaginn 10. mars mun Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ halda fyrirlestur um skyndihjálp hunda. Fyrirlesturinn hefst kl. 9.30 og verður bakkelsi á boðstólnum. Að fyrirlestri loknum verður spjallað og spekúlerað … Halda áfram að lesa
Æfingagöngur deildanna byrja í þessari viku og verða á þriðjudögum og fimmtudögum. Farið verður frá Sólheimakotsafleggjaranum kl. 18. Reynt verður að hafa vana menn til að leiðbeina nýliðum. Allir velkomnir með eða án hunda. Minnum einnig á opnu hús deildanna … Halda áfram að lesa
Laugardaginn 3. mars verður opið hús í Sólheimakoti frá kl. 10 til uþb 12 Spjall um þjálfun og allt sem við kemur fuglaveiðihundum. Eftir opna húsið verður farið út að þjálfa og leiðbeina þeim sem þess óska. Kaffi og meðlæti. … Halda áfram að lesa
Kaldaprófið verður haldið helgina 13-15 apríl í Eyjafirði. Á föstudegi og laugardegi verður prófað í UF og OF en á sunnudeginum verður KF. Það verða tveir erlendir dómarar Glenn Olsen og Cato Jonassen (kynning kemur von bráðar) prófstjóri er Kristinn … Halda áfram að lesa
Úrslit hunda á alþjóðlegri sýningu HRFÍ í Klettagörðum má sjá á meðfylgjandi myndum. Besti hundur í snögghærðum Vorsteh: Heiðnabergs Bylur von Greif Besti hundur í strýhærðum Vorsteh: Stormur Því miður náðu hvorki Bylur né Stormur sæti í úrslitum í tegundarhópnum. … Halda áfram að lesa
Í dag var alþjóðleg hundasýning HRFÍ í dag. Helstu úrslit eru meðfylgjandi en frekari úrslit og myndir koma síðar. Hvorki snögghærður né strýhærður vorsteh náðu sætum í tegundarhópnum.
Bestu hundar tegundar í snögghærðum og strýhærðum Vorstehhundum á sýningunni um helgina hljóta glæsilega verðlaunabikara og fóður frá Belcando (Vetis) styrktaraðila Vorstehdeildar. Sjá nánar um Belcando á www.vet.is Einnig verða í þriðja skipti veittir Berettubikararnir fyrir bestu snögghærðu tíkina og … Halda áfram að lesa