Stutt Dómarakynning fyrir vorpróf Vorstehdeildar.

Rune Nedrebö
Ég heiti Rune Nedrebö er 46 ára og hef veitt síðan ég var 11 ára.
Er með eigin rekstur. Ég keypti fyrsta snögghærða Vorsteh hundinn minn 2002, og síðan þá hef þjálfað og leitt 8 snögghærða til 1 verðlaun í opnum flokki,  þar á meðal
veiðimeistaran NJCH Årdalen’s Revolution sem upphafið á ræktuninni Tveragga.
Ég hef dæmt í fimm ár.  Dæmt norska derbýið, semifinal og einnig norska meistaramótið.

Rune Nedrebo

Kjell Otto Hansen
Hi, my name is Kjell Otto Hansen, married and have one son. Turning 60 later this test.
Working as a leading operator for Hydro Aluminium in Sunndalsøra.
I’v been hunting with dogs since early 80’s, mainly with gordon and english setters. Have been a judge since 96. Have been lucky to judge the finals in the Norwegian Championship twice. Have two english setters, one 3 years old who was in the norwegian derby final in 2016. I’v also have a 9 month old who is looking very promesing.
Looking forward to judge your dogs
Kjell Otto
Guðjón Arinbjörnsson
Þekkja allir, skotheldur 😉
Gauji
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stutt Dómarakynning fyrir vorpróf Vorstehdeildar.

Aðalfundur Vorstehdeildar 2018

Vorstehdeild heldur aðalfund 19.mars kl 20 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kosning í stjórn (2 laus sæti til tveggja ára).
Heiðrun stigahæstu hunda.
Reglur stigakeppninar 2018 kynntar.
Önnur mál.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar 2018

Norðurljósasýning HRFÍ úrslit

.facebook_1520265354217 Gáta Hera og Mjölnir
Um helgina var haldin Norðurljósasýning HRFÍ og gerðu Vorstehhundar gott mót þar.

Snögghærður:
Hvolpar voru sýndir á föstudeginum og var útkoman úr því frábær, allir fengu þeir heiðursverðlaun:
Hvolpaflokkur 4-6 mán – rakkar
Röðin er þessi,
Fjallatinda Hugo
Fjallatinda Freyr
Fjallatinda Stormur
Hvolpaflokkur 4-6 mán – tíkur
Fjallatinda Ýrr
Fjallatinda Daniella
Ýrr besti hvolpurinn og fór áfram í úrslit, en fékk ekki sæti þar.

Ungliðaflokkur rakkar
Rugdelias OKE Tiur  Excelent 1.sæti ungliðaflokki ,Besti rakki, BOB, ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig, besti rakki og hundur tegundar.
Sångbergets Jökulheima Laki,  Excelent 2.sæti í ungliðaflokki.
Meistaraflokkur
Veiðimela Jökull, Excelent, CK, 1.sæti meistaraflokki, CACIB, 2. besti rakki.

Tíkur
Vinnuhundaflokkur
Heiðnabergs Gáta von Greif  Excelent, íslenskt meistarastig, CACIB, Besta tík, BOS.

Tiur sem er ungliði, varð besti hundur tegundar, ótrúlegur árangur, fór þá áfram bæði í úrslitin um besta ungliða sýningar og einnig  um besta hund í Tegundarhóp 7.  Hann fékk ekki sæti þar, en engu að síður mjög flottur árangur hjá svona ungum hundi. Til hamingju Gréta og Kjartan 🙂
Gáta náði að verða fullcertuð fyrir Íslenska og Alþjóðlega meistaratitilinn og fær þær nafnbætur þegar HRFI og FCI eru búin að afgreiða umsóknirnar, en fyrir er Gáta veiðimeistari 🙂 Vel gert og til hamingju Jón Hákon 🙂

Strýhærður:

Vinnuhundaflokkur
Rakkar
Ice Artemis Mjölnir, Excelent, íslenskt meistarastig, CACIB, Besti rakki og BOS
GGsef, Excelent, meistara efni, V-CACIB

Tíkur
Vinnuhundaflokkur
Munkefjellets Mjöll, Excelent, íslenskt meistarastig, V-CACIB

Meistaraflokkur
Ice Artemis Hera, Exelent, íslenskt meistarastig, CACIB, BOB, besta tík og besti hundur tegundar.
Hera fór svo í úrslit í Tegundarhóp 7 og náði þar 4.sæti !!  Glæsilegt og til hamingju Sigurður Arnet Vilhjálmsson 🙂
Flottur árangur hjá þeim strýhærðu 🙂

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn, vel gert 🙂

Birt með fyrirvara um villur ..

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósasýning HRFÍ úrslit

Endurskoðun Veiðiprófsreglna

Vorsteh 1
Í ár fer fram endurskoðun Veiðiprófsreglna.  Félagsmenn geta sent inn tillögur og ábendingar á póstfangið endursk.veidiprofsreglna.2018@gmail.com  fyrir 1. mars 2018.

Endurskoðunarnefnd veiðiprófa.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Endurskoðun Veiðiprófsreglna

Dagskrá Veiðiprófa 2018

Þetta ættu að vera endanlegar dagsetningar fyrir 2018.
PS. Uppfærsla frá FHD og Vorstehdeild og IRSK er í skjalinu.

Veiðipróf tumbnail 2018

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Veiðiprófa 2018

Stigakeppni, reglur 2018

ATH. Þessar reglur tóku smávægilegum breytingum á Ársfundi deildarinnar og samþykktar þannig. Þær eru réttar undir „Deildin/Stigakeppni“


 

Hér eru reglurnar sem keppt verður eftir í Stigakeppni Vorstehdeildar 2018, með þeim fyrirvara að einhverjar breytingatillögur verði ekki samþykktar á aðalfundi.

Stigakeppni Vorstehdeildar á árinu 2018

 

Eftir árið eru stigahæstu hundar í Keppnisflokk, Opnum flokk og Unghundaflokk heiðraðir, einnig er stigahæsti hundur „Over All“ heiðraður.

 

Af gefnu tilefni er það að sjálfsögðu þannig að til að fá skráð stig í t.d. OF stigakeppninni þarf að taka þátt í OF og fá stigin þar.

Eins er það þannig að til að taka þátt, og fá skráð stig í KF stigakeppninni verður að taka þátt í KF og fá stigin þar.

Eins er það þannig að til að taka þátt, og fá skráð stig í UF stigakeppninni verður að taka þátt í UF og fá stigin þar.

 

Ef ekki er tekið þátt, eða skorað, í neinum heiðarprófum/veiðiprófum/sækiprófum þá er hægt að fá skráð sýningarstigin í keppnina með eftirfarandi hætti.
(ATH. Stigagjöfin er samkvæmt Stigatöflu Vorstehdeildar)

Hundur sem er sýndur í UF og fær Excelent fær stigið sitt skráð í UF stigakeppnina. Hundur sem er sýndur í OF, og fær Excelent,  fær stigið sitt skráð í OF stigakeppnina.

Hundar sem sýndir eru í  Vinnu/veiðihundaflokki, öldung, meistara, fá stigið sitt skráð í þá flokka stigakeppninar sem þeir hafa skorað í á heiðinni í veiðiprófi, en að hámarki 2 flokka.
Ef hundur tekur þátt í þrem flokkum (hefur skorað stig í þrem flokkum, þ.e. UF, OF og KF) þá getur hann valið í hvaða tveim stigakeppnum sýningarstigið er sett inn.

A.T.H. Hundar sem taka  þátt í UF, OF og KF taka með sér sýningarstig í að hámarki tvo flokka samanber hér að ofan.

Eins er það með sækiprófin, stig sem fengin eru þar telja í einhverjum tveim stigakeppnum sem tekið er þátt í ( UF, OF eða KF ) samanber sýningarstig.

Hundur sem tekur einungis þátt í sækiprófum fá stigin sín skráð í þá keppni sem sækiprófsflokkurinn segir til um. Þ.e. ef hundur er í UF flokki í sækiprófi fara stigin í UF Stigakeppnina og ef hann er að sama skapi í OF á sækiprófi fara stigin í OF stigakeppnina.

Sem dæmi: Hundur sem tekur þátt í OF á sýningu/sækiprófi og keppir í KF á heiðaprófi tekur sýningarstigið/sækiprófsstigið sitt með sér í KF stigakeppnina. Hann getur svo tekið þátt í OF í öðru prófi og tekið sama sýningarstigið/sækiprófsstigið sitt með sér í OF stigakeppnina.

En það er ekki allt búið … þetta sýningarstig/sækiprófsstig gæti þá talið „tvöfalt“ í OA stigakepninni, þar sem allir flokkar sem hundurinn hefur tekið þátt í eru lagðir saman.

 

Til að útskýra stigahæsta hund OA þá gæti það til dæmis verið hundur sem byrjar í UF, færist svo upp í OF á miðju ári og endar kannski í KF, fær stig í öllum flokkum sem leggjast saman, en þá telja sýningarstig/sækiprófsstig að hámarki tvisvar, samaber hér að ofan.

Stigin þurfa ekki að koma úr mörgum flokkum, því hundur í KF gæti hæglega verið með flestu stigin OA úr þeim eina flokki.

 

Þetta er kannski augljóst, en rétt að hafa þetta á blaði sem nákvæmast. Ef álitamál koma upp á miðju tímabili úrskurðar stjórn.

 

Ef tveir eða fleiri eru jafnir að stigum eftir árið í UF stigakeppni eru þeir báðir viðurkenndir sem stigahæsti hundur í UF 1-2….eða 1-3 … eða … 1-4

Sama með OF, KF og OA.

 

Munum að þetta er gert til gamans og til þess að skapa skemmtilega stemmningu í kring um þetta frábæra sport og fá fólk og hunda til að taka þátt í veiðiprófum, sækiprófum og sýningum 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigakeppni, reglur 2018

Veiðipróf 2018 – Dagskrá

Stjórn HRFí var að samþykkja veiðiprófadagskrá fyrir árið 2018 sem má sjá hér að neðan.
Þetta er vinnuplagg, en ætti að halda að mestu. Nú er bara að haka við í dagatalið og taka frá helgarnar og vera með 🙂
Veiðipróf 2018 logo

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf 2018 – Dagskrá

Nýir innfluttir Vorsteh hvolpar

Það er gaman að segja frá því að í haust voru fluttir inn tveir hvolpar, annar frá Svíðjóð en hinn frá Noregi.
Við fögnum þessum innflutningi innilega og frábært að fá svona flotta hvolpa úr frábærum skandinavískum blóðlínum 🙂

Frá Svíþjóð kom Sångbergets Jökulheima Laki og eru eigendur Unnur A. Unnsteinsdóttir, Einar Örn Rafnsson og Pétur Alan Guðmundsson.
Frá Noregi kom Rugdelias ØKE Tiur. Eigendur eru Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Kjartan Antonsson.

Ræktendur Laka eru Anna Fors Ward hjá Fors Ward Hund & Jakt ásamt Lennart Olafsson,
http://www.forswards.se/sangbergets-kennel/.
Hann er fæddur 25. mars 2017
Faðir Laka er SECh Burviks Bruno og móðir SECh SEJCh Vildskinnets Victoria.
Faðir Burviks Bruno,  er SEJCh FICh SECh Åslifjellet´s Bhh Balder og móðir hans er SECh Fjällspirans Troja.
Vildskinnets Viktoria er undan SECh Ormkullens Hugo-Boss og SEJCh SECh Vildskinnets Aquila.
Anna Fors ræktandi Laka hefur ræktað fjöldann af meisturum á veiðiprófum og sýningum og er margverðlaunuð fyrir ræktun sína í Svíþjóð, en hún er einnig dómari og hundaþjálfari.
Myndirnar af Laka tók Pétur Alan

Ræktendur Tiur eru Tore Kallekleiv og Anne Grete Langeland frá Rugdelias í Noregi, sem er okkur íslendingum að góðu kunn.
http://www.rugdelias.com/
Tiur er fæddur 06.03.2017
Faðir Tiur er Fi Uch FJW-09 Everest v d Stroomdrift  og móðir Rugdelias TLF Khaleesi.
Everest v d Stroomdrift er svo undan INTCh INTJCh Voss Du Pied Du Mont og C.I.B. VDHCh NLCh Bora von Hirschgraben
Rugdelias TLF Khaleesi er undan SECh Frio De Valcreole og Int N Se UCh N JCh WW-10 NordV-10 NV-06, -08, -09, -10 UGPVinner -06 Rugdelias Nmj Lucilla
Rugdelias hafa ræktað frá 1979 og er margverðlaunuð ræktun í Noregi,  og þau hafa ræktað marga meistara bæði á sýningum og í veðiprófum.

Hamingjuóskir til eigenda, með óskir um gott gengi á næstu árum 🙂

Hér eru svo nokkrar myndir af nýbúunum og fjölskyldum 😉 Smella á til að stækka…

Tiur4

Rugdelias ØKE Tiur

laki2

Sångbergets Jökulheima Laki

Tiur2

Tiur sigraði hvolpasýninguna í Noregi

laki3

Falleg mynd af Laka með rjúpu.

tiur og mamma

Tiur með mömmu sinni

laki1

Laki virðulegur

Tiur3

Tiur flottur

Everest

Everest pabbi Tiur

Laki pabbi

Bruno pabbi Laka

Laki mamma

Victoria móðir Laka

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýir innfluttir Vorsteh hvolpar

Bendisprófið 2017 – Úrslit

Fyrri dagur Vorsteh Bendis prófs.

Þrír hundar með einkunn í dag. Dagfinnur og Kolka 1 einkunn Björgvin og Blökk 2 einkunn og Friðrik og Jökull 2 einkunn.

E4C789CA-8E79-48D1-A720-FF95568A5B62

 

Seinni dagur Vorsteh Bendis prófs

Vatnsenda Karma og Haukur Reynisson 1 einkunn í UF og GG Sef og Guðni Stefánsson 1 einkunn í OF Veiðimela Jökull og Friðrik Friðriksson 2 einkunn og Lalli og Mjölnir 3 einkunn. Rjúpnabrekku Toro í UF og Kristinn Þór Einarsson 2 einkunn.

 

Keppnisflokkur:

Gáta 1 sæti.Með meistarstigi. Kolka 2 sæti Þoka 3 sæti í Keppnisflokk í dag

 

47E255E1-F1E5-409C-8FB2-BE2D7D5EDD88

 

 

Til hamingju allir sem einn!

 

Stjórn Vorstehdeilar vill þakka dómurum, prófstjóra, þátttakendum og styrktaraðilunum Bendi, Famous Grouse og Fresco!

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendisprófið 2017 – Úrslit

Úrslit úr Arion prófi DESÍ

Núna um helginar var haldið Arion prófi DESÍ
Dómari Roy Allan Skaret
Fimm hundar af níu fengu einkunn fyrri daginn
Úrslit 30.09
UF
Rjúpnabrekku Toro 2. Einkunn
Rjúpnabrekku Black með 1. Einkunn og besti hundur prófs
OF
Rjúpnasels Skrugga 3. Einkunn
Rjúpnasels Rán 2. Einkunn
og GG Sef 2. Einkunn og besti hundur prófs

Úrslit 01.10
Það voru 8 hundar sem byrjuð daginn og 8 hundar lönduðu einkunn
UF
Rjúpnabrekku Miro – 3. einkunn
Rjúpnabrekku Black – 3. einkunn
Vatnsenda Karma – 2. einkunn
Rjúpnabrekku Toro – 1. einkunn og besti hundur prófs
OF
Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku – 2. einkunn
Rjúpnasels Skrugga – 2. einkunn
Ice Artemis Mjölnir – 2. einkunn
Rjúpnases Rán – 1. einkunn og besti hundur prófs
Við óskum öllum einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn ?

Birt með fyrirvara um villur.B1A5A48B-3429-44A5-9392-AD21AC763684 227F6747-9C6A-4AA5-9011-42940B71BFA9

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr Arion prófi DESÍ