Fyrsta haustprófið um helgina

Ágætis þáttaka er í fyrsta haustpróf ársins.  Alls eru fimm hundar skráðir í opinn flokk en ekki náðist lágmarks þáttaka í unghundaflokk og fellur hann því niður.  Prófið verður haldið sunnudaginn 2. sept.

Prófstjóri er Sigurður Ben Björnsson og dómarar verða þeir Guðjón Arinbjarnarson og Svafar Ragnarsson.  Fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjarnarson.

Eftirtaldir hundar eru skráðir:

Opinn flokkur:
Weimaraner    Bláskjárs Skuggi
Pointer              Vatnsenda Kara
Pointer              Vatsenda Kjarval
Breton                XO
Vorsteh           Heiðnabergs Gáta von Greif

Prófið verður sett stundvíslega kl. 11:00 í Sólheimakoti.  Áhugasömum er bent á að þeim er velkomið að ganga með prófinu og fylgjast þannig með framvindu mála.

Það lítur út fyrir spennandi próf því að þó nokkuð hefur sést af rjúpu undanfarið

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta haustprófið um helgina

Úrslit alþjóðlegrar sýningar HRFÍ

Heiðnabergs Bylur von Greif. Besti snögghærði Vorstehhundurinn í dag og annar besti hundurinn í tegundarhópi 7.  Dómari Rita Reyniers og sýnandi Guðrún Hauksdóttir

Úrslit sýningarinnar í snögghærðum Vorsteh voru eftirfarandi:

Ungliðaflokkur Rakkar:

Stangarheiðar Bogi, IS16401/11 Excellent, meistaraefni, BHT-4

Opinn flokkur rakkar:

Heiðnabergs Boði, IS13146/09 Excellent, meistaraefni, BHT-2

Vinnuhundaflokkur rakkar:

Heiðnabergs Bylur von Greif, IS14609/1, Excellent, meistaraefni, BHT-1 (Besti karlhundur tegundar)

Ísl.meistarastig, CACIB (alþjóðlegt meistarastig) BOB (Besti hundur tegundar) TH-2 (tegundarhópur 7- 2. sæti)

Meistaraflokkur rakkar:

IsCh Zetu Krapi, IS10952/07: Mætti ekki

ISCh Högdalias Ymir, excellent, meistaraefni, BHT-3

Ungliðaflokkur tíkur:

Kópavogs Arí, IS16031/11, Excellent, Ulfl.-1

Unghundaflokkur tíkur:

Kópavogs Dimma, IS16032/11, Very Good, Uhfl.-1

Vinnuhundaflokkur tíkur:

Gruetjenet’s G-Ynja, IS14197/10, Very Good, Vhfl.-1

Meistaraflokkur tíkur:

C.I.B. ISCh Rugdelias Qlm Lucienne, IS13560/09, Mætti ekki.

Vorsteh strýhærður,

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða tíkur:

Ice Artemis Aska, IS17102/12.  Mætti ekki.

Stjórn Vorstehdeildar óskar Jóni Garðari og fjölskyldu til hamingju með Byl  sem og öðrum með flotta árangra.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit alþjóðlegrar sýningar HRFÍ

Fyrsta haustprófið á fjalli – skráningarfrestur

Skráningarfrestur í fyrsta haustprófið á fjalli rennur út um helgina.

Í þessu fyrsta prófi verða dæmdir unghunda- og opinn flokkur.

Dómarar verða Guðjón Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson.

Hægt verður að skrá á skrifstofu HRFÍ til og með föstudagsins  24. ágúst á skrifstofutíma kl.  9-13

Einnig er hægt að skrá til og með sunnudagsins 26. ágúst en þá verður að senda í tölvupósti (hrfi@hrfi.is), upplýsingar um prófnúmer, nafn hunds og ættbókarnúmer sem og nafn leiðanda í prófinu og hvaða flokk taka á þátt í.  Einnig skal innan sama frests millifæra á reikning Hundaræktarfélags Íslands:

0515-26-707729  kt. 680481-0249  kr. 4500.- fyrir hvern hund. Sendið kvittun á hrfi@hrfi.is

Prófnúmer er 501209

Athugið að mögulegt er að opinn flokkur fari fyrir ofan girðingu og er von á sauðfé þar og er það á ábyrgð eigenda hunda sem þátt taka.

Frekari upplýsingar veitir prófstjóri, Sigurður Benedikt Björnsson í s: 660-1911

Minnum á æfingagöngurnar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 frá Sólheimakotsafleggjaranum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta haustprófið á fjalli – skráningarfrestur

Æfingagöngur þriðjudaga og fimmtudaga

Hittingur verður við Sólheimakotsafleggjarann kl. 18  þriðjudaga og fimmtudaga og farið að æfa þaðan.  Óvíst er hvenær vanir menn verða til aðstoðar en menn geta hist og farið að æfa saman í það minnsta.  Bendum á að sauðfé er fyrir ofan girðingu.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur þriðjudaga og fimmtudaga

Úrslit seinni dags ProPac sækiprófs Vorstehdeildar

Í dag var seinni dagur sækiprófs Vorstehdeildar.   Milt veður var og lítill vindur í byrjun en hægur andvari er leið á daginn.  Í lok dags voru grillaðar pylsur fyrir verðlaunaafhendingu.  Úrslit dagsins voru:

Unghundaflokkur:

Háfjalla Parma: 1. einkunn og besti unghundur

Opinn flokkur:

Þúfa: 1. einkunn og besti hundur í opnum flokk

Bláskjárs Skuggi: 1. einkunn

Zetu Jökla: 2. einkunn

Tveir unghundar mættu ekki og aðrir fengu ekki einkunn.

Besti unghundur helgarinnar var Háfjalla Parma og besti hundur í opnum flokki var Bláskjárs Skuggi og fengu þau farandbikara gefna af stjórn Vorstehdeildar, til varðveislu í eitt ár.

Snati.is umboðsaðili ProPac hundafóðurs veitti vegleg verðlaun í prófinu, umboðsaðili Famous Grouse whiskey gaf bestu hundum og dómara Black Grouse og Veiðiheimur gaf eigendum bestu hunda gæsaveiðileyfi. Er styrktaraðilum þakkað kærlega fyrir þeirra hlut í prófinu.

Vorstehdeild þakkar starfsmönnum prófs, þeim Svafari Ragnarssyni dómara, Agli Bergmann og Þorsteini Friðrikssyni starfsmönnum sem og Gunnari Pétri Róbertssyni og Lárusi Eggertssyni prófstjórum kærlega fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu hundasportsins.

Deildin þakkar leiðendum drengilega framkomu og óskar einkunnahöfum til hamingju með árangrana.

Minnum á að æfingagöngur byrja strax í næstu viku fyrir haustprófin. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum og verða auglýstar betur síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit seinni dags ProPac sækiprófs Vorstehdeildar

Úrslit fyrri dags ProPac sækiprófs Vorstehdeildar

Mjög góð stemmning var á fyrri degi sækiprófs Vorstehdeildar.  Þoka var í byrjun dags og mjög hægur andvari en bætti aðeins í vind er líða tók á daginn sem betur fer þar sem sólin skein og heitt var á hunda og menn.  Svafar Ragnarsson dómari dæmdi bæði unghunda og opinn flokk.  Úrslit urðu eftirfarandi:

Unghundaflokkur:

Háfjalla Parma: 1. einkunn  og besti unghundur.  Eigandi Kristinn Einarsson/Leiðandi Daníel Kristinsson

Holtabergs Atlas: 2. einkunn.  Eigandi og leiðandi, Gunnlaugur Már Briem

Opinn flokkur:

Bláskjárs Skuggi: 2. einkunn og besti hundur í opnum flokki.  Eigandi og leiðandi,  Arnar Hilmarsson

C.I.E. ISCh. Zetu Jökla: 2. einkunn. Eigandi og leiðandi, Pétur Alan Guðmundsson

Yrja: 3. einkunn. Eigandi og leiðandi, Lárus Eggertsson

Þúfa: 3. einkunn. Eigandi og leiðandi, Guðjón Sigurður Arinbjörnsson

Aðrir fengu ekki einkunn.  Stjórn Vorstehdeildar óskar einkunnahöfum til hamingju, þátttakendum þökkuð drengileg þátttaka og starfsmönnum prófs er þakkað sérstaklega fyrir frábært sjálfboðastarf.  Styrktaraðilarnir, Pro Pac og Famous Grouse fá þakkir fyrir gjafir og verðlaun.

Eftir prófið var grillveisla í boði Vorstehdeildar.

Mæting sunnudagsmorgun, annan dag prófs hefur verið seinkað um klukkustund og er mæting kl. 09:30 við Hvaleyrarvatn.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit fyrri dags ProPac sækiprófs Vorstehdeildar

Góð skráning í ProPac sækiprófið um helgina

Góð skráning er í sækipróf Vorstehdeildar sem haldið verður næstu helgi.  Styrktaraðilar prófsins eru snati.is  umboðsaðili ProPac hundafóðurs og Innnes umboðsaðili Famous Grouse whiskey.

Prófstjórar eru Gunnar s:  893-3123 og Lárus s: 861-4502

Dómari er Svafar Ragnarsson og fulltrúi HRFÍ Egill Bergmann

Prófið verður sett við Hvaleyrarvatn kl. 09:00 báða dagana,  mæting kl. 08:30   Áhorfendur velkomnir.

Frekari upplýsingar um framkvæmd prófsins verða sendar til þátttakenda.

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í hvorum flokk báða dagana auk þess sem besti hundur helgarinnar i hvorum flokk fær farandbikar veittan af stjórn Vorstehdeildar.

Þáttakendur eru eftirfarandi:

Laugardagur 18. ágúst

Unghundaflokkur:

Háfjalla Askja……………………………………..Enskur seti

Háfjalla Parma……………………………………Enskur seti

Háfjalla Týri……………………………………….Enskur seti

Holtabergs Atlas…………………………………Vizsla

Opinn flokkur:

Þúfa………………………………………………….Írskur seti

Bláskjárs Skuggi………………………………….Weimaraner

Huldu Lennox of Weimar……………………..Weimaraner

C.I.E. ISShCh SLOCh Vadászfai Oportó……Ungversk Vizsla

Yrja………………………………………………….Vorsteh, strýhærður

Kragborg Mads…………………………………..Vorsteh, strýhærður

C.I.B. ISChEsjugrundar Stígur……………….Vorsteh, snögghærður

Heiðnabergs Gleipnir von Greif……………..Vorsteh, snögghærður

C.I.B. ISCh Zetu Jökla………………………….Vorsteh, snögghærður

Sunnudagur 19. ágúst

Unghundaflokkur:

Háfjalla Askja……………………………………..Enskur seti

Háfjalla Parma……………………………………Enskur seti

Háfjalla Týri……………………………………….Enskur seti

Holtabergs Atlas…………………………………Vizsla

Opinn flokkur:

Þúfa………………………………………………….Írskur seti

Bláskjárs Skuggi………………………………….Weimaraner

Kragborg Mads…………………………………..Vorsteh, strýhærður

C.I.B. ISCh Esjugrundar Stígur………………Vorsteh, snögghærður

Heiðnabergs Gleipnir von Greif……………..Vorsteh, snögghærður

C.I.B. ISCh Zetu Jökla………………………….Vorsteh, snögghærður

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Góð skráning í ProPac sækiprófið um helgina

Sækiæfingar þriðjudag og fimmtudag fyrir prófið næstu helgi

Vorstehdeild minnir á sækiæfingarnar þriðjudag og fimmtudag. Æfingarnar eru ætlaðar sérstaklega fyrir þá sem taka þátt í prófinu um næstu helgi en áhugasömum er frjálst að fylgjast með og taka þátt í æfingunum ef tími gefst til.  Æfingarnar og prófið verða við Hvaleyrarvatn kl. 19:00.  Farið er inn Kaldárselsveg og beygt upp til hægri gegnt nýja hesthúsahverfinu hjá hestamannafélaginu Sörla.

Hægt er að hafa samband við prófstjóra Lárus í s: 861-5402 eða Gunnar í s: 893-3123 til að fá frekari upplýsingar. Þátttökulistin í prófinu verður settur á heimasíðuna eins fljótt og unnt er.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiæfingar þriðjudag og fimmtudag fyrir prófið næstu helgi

Skráningafrestur fyrir sækipróf rennur út 12 ágúst

Kragborgs Mads

Skráningafrestur fyrir sækiprófið (alhliða) rennur út á miðnætti sunnudaginn 12 ágúst.

Skráning fer fram á heimasíðu HRFÍ

Stefnum á að hafa þetta 2ja daga próf ef næg þátttaka næst.

Prófsvæðið er við Hvarleyrarvatn í Hafnarfirði. Miklar líkur eru að við getum notað aðstöðuna (bústað) hjá Jóni Hákoni.

Dómari er Svafar Ragnarsson og prófstjórar eru Lárus Eggertsson S: 861-4502 og Gunnar Róbertsson S:893-3123

Það verður æfing á morgun fimmtudag (9 ágúst) og svo þriðjudag og fimmtudag í næstu viku stundvíslega kl 19:00 við Hvarleyrarvatn.

 

ISFtCh Esjugrundar Spyrna

 

Annað:

Heyrst hefur að haustpróf Vorstehdeildar verði líklega haldið í Borgarfirði 28-30 september.

Hafa stjórnarmenn lagt mikla vinnu í að skoða svæðið og gistiaðstöðu fyrir komandi próf.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningafrestur fyrir sækipróf rennur út 12 ágúst

Æfingar fyrir sækipróf

Æfingar fyrir sækipróf Vorstehdeildar sem haldið verður 18. og 19. ágúst byrja strax eftir Verslunarmannahelgi og verða kynntar nánar er nær dregur.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingar fyrir sækipróf