Staðfest eftir sónar að hvolpar eru væntanlegir undan Töfra Heklu og Hogdalia´s Ýmir
Sjá nánar undi „vorstehhundurinn“ og „væntanleg got“
Kveðja Vorstehdeild
Staðfest eftir sónar að hvolpar eru væntanlegir undan Töfra Heklu og Hogdalia´s Ýmir
Sjá nánar undi „vorstehhundurinn“ og „væntanleg got“
Kveðja Vorstehdeild
Okkur vantar myndir fyrir bækling sem við erum að láta gera fyrir Vorsteh helgina í Garðheimum þann 28-29 maí. Ef þú átt flottar veiðimyndir og líka fjölskyldumyndir sem mega fara í þennan bækling þá endilega sendu okkur myndir á diverss@mi.is
Einnig vantar hunda til að sýna á þessari flottu kynningu fyrir tegundina okkar.
Hlökkum til að heyra frá ykkur
Sjá nánar í auglýsingu neðar á síðunni!
Kveðja Vorstehdeild
Verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 18. maí kl. 20:00
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir
síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning formanns HRFÍ og annarra stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál
Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á,
fimm virkum dögum fyrir aðalfund.

Esjugrundar Spyrna Mynd: Pétur Alan
Vorsteh helgi verður í garðheimum helgina 28-29 maí kl 13-17 báða dagana. Við óskum eftur myndum af Vorsteh í veiði, með bráð, á standi og einnig fjölskyldumyndir, þeir sem luma á myndum sendið á okkur sem allra fyrst á diverss@mi.is. Einnig óskum við eftir frábæru fólki með okkur í bása til að sýna sína hunda. Þeir sem vilja vera með er bent á að tala við Gunnar s:893-3123Við viljum líka sjá konur í hópnum og hvetjum við allar konur að stíga fram og vera með þessa helgi. Okkur vantar hunda til að skiptast á að sitja þarna. Einnig er öll hjálp vel þegin við að setja upp sýningarbás. Við verðum með stórt og gott pláss og verður einn af okkar styrktaraðilum með kynningu á sýnu fóðri en það er BELCANDO fóður. Við verðum með veiðivörur frá HLAD EHF og þökkum við þeim fyrir stuðningin.Eins og áður hefur komið fram hvetjum við alla sem einn að sýna sína hunda og sjá aðra og allir Vorsteh eigendur hvattir til að vera með. Frábært tækifæri til að kynna tegundina og sinn hund. Garðheimar munu auglýsa þennan viðburð í blöðum þannig að við verðum tilbúin að taka á móti fullt af fólki með flottum bækling með myndum frá ykkur/okkur öllum.
Með fyrirfram þakkir fyrir frábærar myndir og góða hjálp
Kveðja Vorstehdeild
Mynd: Pétur Alan
Í kvöld kom vaskur hópur með hunda sína í fyrstu sporaæfinguna sem Albert stjórnaði. Var þetta fjölbreyttur hópur af hundum, mönnum og konum. Virkilega gaman að sjá svona marga flotta hunda mætta á svæðið og er greinilega mikill áhugi hjá fólki að ná góðum árangri með sýna hunda í alhliðaveiðiprófinu í Júní. Alls komu 9 hundar. Minnum á æfinguna á fimmtudag á sama tíma og sama stað!
Kveðja Vorstehdeild
Mynd: Pétur Alan

Hér sést nett sporavinna:) Mynd fengin af Vorstehklúbb á facebook
Við viljum minna á sporaæfingu með verður í kvöld mánudag 16.05.11. Albert Steingrímsson hundaþjálfari mun kenna verklega blóðsporaþjálfun. Höfuðáhersla er á hunda sem eru um og yfir 2ja ára aldurinn. Æfingar fyrir yngri hunda eru á fimmtudögum. Hefst æfingin kl 20:00 og er hittingur við Sólheimakostsafleggjarann. Allir velkomnir og muna að taka með sér 1000 kr. Þetta er byrjunin á æfingum sem eru sérstaklega ætluð þeim sem ætla að taka þátt í alhliðaveiðiprófum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Kveðja Vorstehdeild
Ársfundur Vorstehdeildar verður haldinn þriðjudaginn 28 febrúar 2023 kl 19.30 á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 108 Reykjavík.
Dagskrá;
Skýrsla stjórnar starfsárið apríl 2022 – febrúar 2023.
Reikningar deildarinnar
Kosning stjórnar
Heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2022.
Önnur mál
Bendum áhugasömum á að öll sæti í stjórn eru laus.
Fyrstir deildarfundur nýrrar stjórnar var á miðvikudagskvöldið síðastliðið og var ágætis mæting 15 manns.
Var farið yfir víðan völl og mörg mál voru rædd þar á meðal var ný stjórn kynnt, einnig var óskað eftir góðu fólki í nefndir og enn vantar fólk í eftirfarandi nefndir: Veiðiprófs, göngu og æfinganefnd, Sýningarnefnd, Ritnefnd, Siðanefnd og að lokum Veiðiprófareglunefnd. Þeir sem hafa áhuga er bent að hafa samband við Gunnar í S:893-3123.
Einnig var heimasíðan rædd og eru smá breytingar væntanlegar á næstu vikum á útliti hennar. Gagnagrunnur ræddur o.fl. Fundarstjóri var Guðjón Arinbjarnarson.
Hlakkar nýrri stjórn Vorstehdeildar að vinna með Vorsteheigendum og vonum við að sem flestir geti hjálpað til við að mynda sterkar og góðar nefndir innan deildarinnar.
Minni á Karratalningu á morgun laugardag, sjá auglýsingu neðar á síðunni.
Kveðja Vorstehdeild

ISFtCh Esjugrundar Spyrna
Vorstehdeild vill benda fuglahunda eigendum að nú fer rjúpan og aðrir fuglar að verpa og viljum við biðja menn og konur að gefa þeim frið uppá heiðinni og snúa sér að æfingum sem ekki styggja fuglana. Vinsamlegast farið ekki fyrr en um ca.miðjan ágúst aftur að æfa uppá heiði.
Viljum við ítreka að EKKI styggja fuglana okkar!
Gangi ykkur vel í sumar og Vorstehdeild vill þakka fyrir veturinn sem var að líða og hlakkar okkur mikið til að vinna með fuglahundum og mönnum næsta vetur.
Kveðja Vorstehdeild

Mynd: Sæþór
Laugardaginn 14. maí verður Karratalning í Úlfarsfelli. Talning þessi hefur verið gerð í samráði við Ólaf K Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun undanfarin ár. Mæting er í skógarreitinn í vestanverðu fellinu kl. 14.00 og eru allir velkomnir. Að talningu lokinni þá er ætlunin að hittast heima hjá Agli og Möggu í Helguhlíð og grilla. Hver og einn taki með sér eitthvað á grillið og eitthvað til að væta kverkarnar. Nánari upplýsingar veitir Egill Bergmann í síma 898 8621.
Kveðja Vorstehdeild