Vorstehdeild HRFÍ
Header

Author Archives: admin

Aðalfundur Vorstehdeildar 2018

mars 6th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar 2018)

Vorstehdeild heldur aðalfund 19.mars kl 20 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kosning í stjórn (2 laus sæti til tveggja ára).
Heiðrun stigahæstu hunda.
Reglur stigakeppninar 2018 kynntar.
Önnur mál.

Norðurljósasýning HRFÍ úrslit

mars 5th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Norðurljósasýning HRFÍ úrslit)

.facebook_1520265354217 Gáta Hera og Mjölnir
Um helgina var haldin Norðurljósasýning HRFÍ og gerðu Vorstehhundar gott mót þar.

Snögghærður:
Hvolpar voru sýndir á föstudeginum og var útkoman úr því frábær, allir fengu þeir heiðursverðlaun:
Hvolpaflokkur 4-6 mán – rakkar
Röðin er þessi,
Fjallatinda Hugo
Fjallatinda Freyr
Fjallatinda Stormur
Hvolpaflokkur 4-6 mán – tíkur
Fjallatinda Ýrr
Fjallatinda Daniella
Ýrr besti hvolpurinn og fór áfram í úrslit, en fékk ekki sæti þar.

Ungliðaflokkur rakkar
Rugdelias OKE Tiur  Excelent 1.sæti ungliðaflokki ,Besti rakki, BOB, ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig, besti rakki og hundur tegundar.
Sångbergets Jökulheima Laki,  Excelent 2.sæti í ungliðaflokki.
Meistaraflokkur
Veiðimela Jökull, Excelent, CK, 1.sæti meistaraflokki, CACIB, 2. besti rakki.

Tíkur
Vinnuhundaflokkur
Heiðnabergs Gáta von Greif  Excelent, íslenskt meistarastig, CACIB, Besta tík, BOS.

Tiur sem er ungliði, varð besti hundur tegundar, ótrúlegur árangur, fór þá áfram bæði í úrslitin um besta ungliða sýningar og einnig  um besta hund í Tegundarhóp 7.  Hann fékk ekki sæti þar, en engu að síður mjög flottur árangur hjá svona ungum hundi. Til hamingju Gréta og Kjartan :-)
Gáta náði að verða fullcertuð fyrir Íslenska og Alþjóðlega meistaratitilinn og fær þær nafnbætur þegar HRFI og FCI eru búin að afgreiða umsóknirnar, en fyrir er Gáta veiðimeistari :-) Vel gert og til hamingju Jón Hákon :-)

Strýhærður:

Vinnuhundaflokkur
Rakkar
Ice Artemis Mjölnir, Excelent, íslenskt meistarastig, CACIB, Besti rakki og BOS
GGsef, Excelent, meistara efni, V-CACIB

Tíkur
Vinnuhundaflokkur
Munkefjellets Mjöll, Excelent, íslenskt meistarastig, V-CACIB

Meistaraflokkur
Ice Artemis Hera, Exelent, íslenskt meistarastig, CACIB, BOB, besta tík og besti hundur tegundar.
Hera fór svo í úrslit í Tegundarhóp 7 og náði þar 4.sæti !!  Glæsilegt og til hamingju Sigurður Arnet Vilhjálmsson :-)
Flottur árangur hjá þeim strýhærðu :-)

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn, vel gert :-)

Birt með fyrirvara um villur ..

 

Endurskoðun Veiðiprófsreglna

febrúar 16th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Endurskoðun Veiðiprófsreglna)

Vorsteh 1
Í ár fer fram endurskoðun Veiðiprófsreglna.  Félagsmenn geta sent inn tillögur og ábendingar á póstfangið endursk.veidiprofsreglna.2018@gmail.com  fyrir 1. mars 2018.

Endurskoðunarnefnd veiðiprófa.

 

Dagskrá Veiðiprófa 2018

febrúar 12th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Veiðiprófa 2018)

Þetta ættu að vera endanlegar dagsetningar fyrir 2018.
PS. Uppfærsla frá FHD og Vorstehdeild og IRSK er í skjalinu.

Veiðipróf tumbnail 2018

Stigakeppni, reglur 2018

janúar 29th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Stigakeppni, reglur 2018)

ATH. Þessar reglur tóku smávægilegum breytingum á Ársfundi deildarinnar og samþykktar þannig. Þær eru réttar undir „Deildin/Stigakeppni“


 

Hér eru reglurnar sem keppt verður eftir í Stigakeppni Vorstehdeildar 2018, með þeim fyrirvara að einhverjar breytingatillögur verði ekki samþykktar á aðalfundi.

Stigakeppni Vorstehdeildar á árinu 2018

 

Eftir árið eru stigahæstu hundar í Keppnisflokk, Opnum flokk og Unghundaflokk heiðraðir, einnig er stigahæsti hundur „Over All“ heiðraður.

 

Af gefnu tilefni er það að sjálfsögðu þannig að til að fá skráð stig í t.d. OF stigakeppninni þarf að taka þátt í OF og fá stigin þar.

Eins er það þannig að til að taka þátt, og fá skráð stig í KF stigakeppninni verður að taka þátt í KF og fá stigin þar.

Eins er það þannig að til að taka þátt, og fá skráð stig í UF stigakeppninni verður að taka þátt í UF og fá stigin þar.

 

Ef ekki er tekið þátt, eða skorað, í neinum heiðarprófum/veiðiprófum/sækiprófum þá er hægt að fá skráð sýningarstigin í keppnina með eftirfarandi hætti.
(ATH. Stigagjöfin er samkvæmt Stigatöflu Vorstehdeildar)

Hundur sem er sýndur í UF og fær Excelent fær stigið sitt skráð í UF stigakeppnina. Hundur sem er sýndur í OF, og fær Excelent,  fær stigið sitt skráð í OF stigakeppnina.

Hundar sem sýndir eru í  Vinnu/veiðihundaflokki, öldung, meistara, fá stigið sitt skráð í þá flokka stigakeppninar sem þeir hafa skorað í á heiðinni í veiðiprófi, en að hámarki 2 flokka.
Ef hundur tekur þátt í þrem flokkum (hefur skorað stig í þrem flokkum, þ.e. UF, OF og KF) þá getur hann valið í hvaða tveim stigakeppnum sýningarstigið er sett inn.

A.T.H. Hundar sem taka  þátt í UF, OF og KF taka með sér sýningarstig í að hámarki tvo flokka samanber hér að ofan.

Eins er það með sækiprófin, stig sem fengin eru þar telja í einhverjum tveim stigakeppnum sem tekið er þátt í ( UF, OF eða KF ) samanber sýningarstig.

Hundur sem tekur einungis þátt í sækiprófum fá stigin sín skráð í þá keppni sem sækiprófsflokkurinn segir til um. Þ.e. ef hundur er í UF flokki í sækiprófi fara stigin í UF Stigakeppnina og ef hann er að sama skapi í OF á sækiprófi fara stigin í OF stigakeppnina.

Sem dæmi: Hundur sem tekur þátt í OF á sýningu/sækiprófi og keppir í KF á heiðaprófi tekur sýningarstigið/sækiprófsstigið sitt með sér í KF stigakeppnina. Hann getur svo tekið þátt í OF í öðru prófi og tekið sama sýningarstigið/sækiprófsstigið sitt með sér í OF stigakeppnina.

En það er ekki allt búið … þetta sýningarstig/sækiprófsstig gæti þá talið „tvöfalt“ í OA stigakepninni, þar sem allir flokkar sem hundurinn hefur tekið þátt í eru lagðir saman.

 

Til að útskýra stigahæsta hund OA þá gæti það til dæmis verið hundur sem byrjar í UF, færist svo upp í OF á miðju ári og endar kannski í KF, fær stig í öllum flokkum sem leggjast saman, en þá telja sýningarstig/sækiprófsstig að hámarki tvisvar, samaber hér að ofan.

Stigin þurfa ekki að koma úr mörgum flokkum, því hundur í KF gæti hæglega verið með flestu stigin OA úr þeim eina flokki.

 

Þetta er kannski augljóst, en rétt að hafa þetta á blaði sem nákvæmast. Ef álitamál koma upp á miðju tímabili úrskurðar stjórn.

 

Ef tveir eða fleiri eru jafnir að stigum eftir árið í UF stigakeppni eru þeir báðir viðurkenndir sem stigahæsti hundur í UF 1-2….eða 1-3 … eða … 1-4

Sama með OF, KF og OA.

 

Munum að þetta er gert til gamans og til þess að skapa skemmtilega stemmningu í kring um þetta frábæra sport og fá fólk og hunda til að taka þátt í veiðiprófum, sækiprófum og sýningum :-)

Veiðipróf 2018 – Dagskrá

desember 7th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf 2018 – Dagskrá)

Stjórn HRFí var að samþykkja veiðiprófadagskrá fyrir árið 2018 sem má sjá hér að neðan.
Þetta er vinnuplagg, en ætti að halda að mestu. Nú er bara að haka við í dagatalið og taka frá helgarnar og vera með :-)
Veiðipróf 2018 logo

Nýir innfluttir Vorsteh hvolpar

nóvember 30th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Nýir innfluttir Vorsteh hvolpar)

Það er gaman að segja frá því að í haust voru fluttir inn tveir hvolpar, annar frá Svíðjóð en hinn frá Noregi.
Við fögnum þessum innflutningi innilega og frábært að fá svona flotta hvolpa úr frábærum skandinavískum blóðlínum :-)

Frá Svíþjóð kom Sångbergets Jökulheima Laki og eru eigendur Unnur A. Unnsteinsdóttir, Einar Örn Rafnsson og Pétur Alan Guðmundsson.
Frá Noregi kom Rugdelias ØKE Tiur. Eigendur eru Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Kjartan Antonsson.

Ræktendur Laka eru Anna Fors Ward hjá Fors Ward Hund & Jakt ásamt Lennart Olafsson,
http://www.forswards.se/sangbergets-kennel/.
Hann er fæddur 25. mars 2017
Faðir Laka er SECh Burviks Bruno og móðir SECh SEJCh Vildskinnets Victoria.
Faðir Burviks Bruno,  er SEJCh FICh SECh Åslifjellet´s Bhh Balder og móðir hans er SECh Fjällspirans Troja.
Vildskinnets Viktoria er undan SECh Ormkullens Hugo-Boss og SEJCh SECh Vildskinnets Aquila.
Anna Fors ræktandi Laka hefur ræktað fjöldann af meisturum á veiðiprófum og sýningum og er margverðlaunuð fyrir ræktun sína í Svíþjóð, en hún er einnig dómari og hundaþjálfari.
Myndirnar af Laka tók Pétur Alan

Ræktendur Tiur eru Tore Kallekleiv og Anne Grete Langeland frá Rugdelias í Noregi, sem er okkur íslendingum að góðu kunn.
http://www.rugdelias.com/
Tiur er fæddur 06.03.2017
Faðir Tiur er Fi Uch FJW-09 Everest v d Stroomdrift  og móðir Rugdelias TLF Khaleesi.
Everest v d Stroomdrift er svo undan INTCh INTJCh Voss Du Pied Du Mont og C.I.B. VDHCh NLCh Bora von Hirschgraben
Rugdelias TLF Khaleesi er undan SECh Frio De Valcreole og Int N Se UCh N JCh WW-10 NordV-10 NV-06, -08, -09, -10 UGPVinner -06 Rugdelias Nmj Lucilla
Rugdelias hafa ræktað frá 1979 og er margverðlaunuð ræktun í Noregi,  og þau hafa ræktað marga meistara bæði á sýningum og í veðiprófum.

Hamingjuóskir til eigenda, með óskir um gott gengi á næstu árum :-)

Hér eru svo nokkrar myndir af nýbúunum og fjölskyldum 😉 Smella á til að stækka…

Tiur4

Rugdelias ØKE Tiur

laki2

Sångbergets Jökulheima Laki

Tiur2

Tiur sigraði hvolpasýninguna í Noregi

laki3

Falleg mynd af Laka með rjúpu.

tiur og mamma

Tiur með mömmu sinni

laki1

Laki virðulegur

Tiur3

Tiur flottur

Everest

Everest pabbi Tiur

Laki pabbi

Bruno pabbi Laka

Laki mamma

Victoria móðir Laka

 

Bendispróf Vorstehdeildar – skráning hafin !!

september 25th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeildar – skráning hafin !!)

33761514590_5e29b74b91_o

Bendispróf Vorstehdeildar verður haldið 6-8. október.
Prófað verður í UF og OF alla dagana í blönduðu partýi og einnig verður keppt í KF alla daga.
Stefnt verður að því að það verði gott veður og fullt af fugli 😉
Skráning er hafin og stendur til mánudagsins 2.okt. kl 23:59
Nánari upplýsingar um skráningu eru HÉR
Dómarar eru Geir Henning Ström og Robert Brenden frá Noregi, og Guðjón Arinbjörnsson frá Íslandi.
Guðjón verður einnig fulltrúi HRFÍ.
Prófstjóri er Gunnar Pétur Róbertsson.
Prófnúmer er 501712

Prófið verður á SV horninu og sett í Sólheimakoti kl. 9:00 … nema annað verði auglýst t.d. vegna veðurs.

Föstudaginn 6.okt dæmir Geir UF/OF en Robert og Guðjón dæma KF.
Laugardaginn 7.okt dæmir Robert UF/OF en Geir og Guðjón dæma KF.
Sunnudaginn 8.okt dæmir Guðjón UF/OF en Robert og Geir dæma KF.

Hér er stutt kynning á dómurunum á ensku og norsku:
Geir Henning Ström
Vinterjakt

A bit of information about myself.
My name is Geir Henning Strøm and I have just become 50 years old and live in Trondheim.
Cohabitant with Hilde but has no children. Working as charterer in logistics company DB Schenker
I have been an active football player for many years. And I have been interested in dogs since the beginning of the 80’s when a relative got a KV. Currently having two KV dogs, and expects number three to be in place during the next year.
Has been on the board locally for 6 years, and is now almost finished year 2 in the central board of NVK. I am an educated instructor for hunting dogs, as well as hunting trial judge for retriving and field.
Look forward to seeing your dogs and judging them.
 MVH
Geir Henning Strøm

Robert Brenden
Robert Brenden

CV

 

Robert Brenden (44) fødd 07.02.1973

PB 484

6853 SOGNDAL

Gift med Marita Lorentzen Brenden

5 barn fra 1-14år

 

Jeg bor i Sogndal på Vestlandet i Norge med min familie. Her har vi store muligheter for jakt og fiske og friluftsliv som er vår interesse. Jeg jakter så mye jeg kan på fugl og hjort, men liker også fiske på laks, sjøfiske og ørretfiske i fjellvann o0g bekker. Er veldig interessert i hund og skaffet min første hund i 1991, en strihåret vorsteher, 6 år gammel. I 1993 kom min første valp, en korthåret vorsthehund, Stanglifjellets Janko og etter det har det blitt nermere 20 hunder. Har et veldig fokus på å avle på jaktlyst og viltfinneregenskaper på ES og KV og har et stort nettverk i Europa og importerer fortløpende nye blodslinjer.

 

Her er en oversikt over meritter jeg har oppnådd i min tid som oppdretter og hundefører siden 1994.

 

Kennel Sognexpressen, privat kennel og oppdrett.

 • Har hatt Årets Vorstehund i Norge 4 av 15 siste år
 • Deltatt i nermere 20 NM og over 15 NM-Lag
 • Gull i NM Lag Vinter x 2, Gull i NM Lag Lavland, Bronse i NM-Vinter, Sølv i NM-Lag Vinter, Bronse i NM-Lag Lavland og 4plass NM-Skog
 • Har hatt Årets avlsdyr i Sverige i 2005,2006,2007 og 2008
 • Vant Norges Cupen i 2006 som den mestvinnenede hund i Norge med NJCH Kvitnykens ATP Nikita. (Utdelt 2011)
 • Vart nr 2 i Norgescupen med KV Stanglifjellets Janko i 2003 og nr 2 i 2010 med Sognexpressens ACP Tiara
 • Fikk oppdretterprisen i 2002 for oppdrettet av vinner av Norsk Derby. Norges første vorsteher som vant ND noen sinne. Etter importert blod fra Italia
 • Er oppdretter av Norges første korthåret vorsteher som vinner Forus Open 2015, Sognexpressen’s Nikita. Etter importert blod fra Serbia.
 • Vinner av Arctic Cup med ES Ulrich 2015
 • Oppdretter av Nr 2 i Artic Cup 2016, Sognexpressens Sikka,
 • Nr 2 i Sør Norsk Unghundmesterskap 2017
 • Har ført fram 5 jaktchampioner der 4 er av egen eierskap
 • Representert det Norske landslaget i flere VM for kontinentale hunder og i praktisk jakt og tok Sølv i VM St. Hubertus Lag og Bronse i VM Individuelt St.Hubertus i Italia i 2015.
 • Har i dag 6 stk Vorstehere, 3 stk Engelsksettere og 2 stk strihåret Dachs i kennelen.
 • 3 nye ES er på vei inn fra Serbia nå i slutten av 2017.

 

Frivilligt organisasjonasarbeid

Norsk Vorstehhundklubb

 • Æresmedlem i NVK
 • Distriktskontakt 1996-2002
 • Styremedlem 2002-2013
 • Nestleder siden 2008
 • Jaktrådsleder siden 2006, ansvar uttak NM-Lag, alle kåringer i klubben
 • Gullmerke i NVK og tildelt 2 vorstehhundstatuetter

 

NjFF, Sogn og Fjordane

 • Fylkesstyremedlem
 • Kontaktperson Fuglehunder/Jakt
 • Terrengansvarlig
 • 2004-2007

 

Luster Jakt og Fiskelag

 • Styremedlem
 • Leder jakthunder
 • Samlinger og prøver
 • 2004-2006

 

FKF

 • Styremedlem/vara 2012-2016

NKK

 • Utdannet Autorisert Jaktprøvedommer i 2015.


Guðjón Arinbjörnsson
Gauji

Þennan meistara þekkja allir  :-)
 Flott próf og frábærir dómarar,  verum með og eigum skemmtilega helgi með hundunum okkar og félögum :-)

bendir-logo-260

Skráning í veiðipróf

september 25th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Skráning í veiðipróf)

Til að skrá sig í veiðipróf þá ert hægt að hringja á skrifstofu HRFÍ í síma 588-5255 og gefa upp kortanúmer eða senda póst á hrfi@hrfi.is

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

 • Fullt nafn hunds
 • Ættbókarnúmer
 • Nafn móður
 • Nafn Föður
 • Nafn leiðanda
 • Nafn Eiganda
 • Prófnúmer ( 501712 )

Hægt er að millifæra á reikning HRFÍ og setja nafn hunds í skýringu. Þá þarf einnig að senda afrit af millifærslunni á hrfi@hrfi.is

Rknr. HRFÍ

515-26-707729

Kt. 680481-0249

Verðskrá HRFÍ er eftirfarandi:

 1. dagur – 5.000.-
 2. dagar – 7.500.-
 3. dagar – 10.000.-

Áfangafell úrslit

september 25th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Áfangafell úrslit)

Áfangafell 2017

Núna um helgina var Áfangafellsprófið hjá FHD. Fín þáttaka var í prófinu og góð stemmning.
Dómarar voru Per Tufte , Pål Aasberg og Svafar Tagnarsson
Úrslit:

Föstudagur 22.09
UF
Rjúpnabrekku Toro ( ES ) 2. eink og Besti hundur prófs í UF
OF
Gagganjunis Von (ÍS) 2. eink. og Besti hundur prófs í OF
KF
1. Sæti Mario (ES)
2 sæti . Hafrafells Hera (ES)

Laugardagur 23.09
OF
ISCh Veiðimela Jökull (Vorsteh) 3. einkunn í opnum flokki og Besti hundur prófs í OF
Aðrir náðu ekki einkunn í unghunda né opnum flokki.
KF
1. sæti Heiðnabergs Bylur von Greif (Vorsteh)
2 sæti Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Vorsteh)

Dómararnir völdu síðan besta hund prófs í opnum flokki eftir fyrstu tvo dag prófs og var það Gagganjunis Von sem hlaut þau verðlaun ?

Sunnudagur 24.09
UF
Rjúpnabrekku Toro (ES) 2. einkunn
OF
Bylur (Breton) og Veiðimela Jökull (Vorsteh)  með 2. einkunn
KF
1 sæti. Midtvejs Assa (Breton)
2 sæti. Fóellu Kolka (Breton)

Skemmtilegt að sjá hvernig Keppnisflokkurinn skiptist milli tegunda :-) Á föstudeginum var það Enskur Setter sem réð ríkjum, á laugardeginum var það Vorsteh sem átti sviðið, og á sunnudeginum stóðu Breton uppi sem sigurvegarar.
Við óskum öllum sætis og einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn :-)

Birt með fyrirvara um villur.