Skráning hafin í Líflands sækiprófið

Líflands Sækipróf Vorstehdeildar verður haldið 24 og 25. júní.
Dómari verður Walter Annfinn Paulsen.
Prófstjórar verða Friðrik Þór Hjartarsson og Arna Ólafsdóttir.
Fulltrúi HRFÍ verður Guðni Stefánsson
Flokkar: Unghunda- og Opinn flokkur báða daga.
Staðsetning: Hólmsheiði.
Einnig verður valinn besti hundur prófs sem fær glaðning frá Famous Grouse og fóðurpoka frá Líflandi.

Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.is og muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjaldið er 7100 kr fyrir einn dag og 10.600 kr fyrir báða dagana.
Skráningarfrestur rennur út að miðnætti 21. júní. Greiða þarf um leið og skráning fer fram svo skráning sé gild.

Við skráningu þarf að koma fram:
– Prófnúmerið 502306
– Ættbókarnúmer hunds
– Nafn eiganda
– Nafn leiðanda
– Sá flokkur og dagur sem hundur á að vera skráður

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.