Kaldaprófið 13-15 apríl

ISFtCh Esjugrundar Spyrna

Kaldaprófið verður haldið helgina 13-15 apríl í Eyjafirði. Á föstudegi og laugardegi verður prófað í UF og OF en á sunnudeginum verður KF. Það verða tveir erlendir dómarar Glenn Olsen og Cato Jonassen (kynning kemur von bráðar)  prófstjóri er Kristinn Ingi Valsson. Í álíka stóru og umsvifamiklu prófi sem Kaldaprófið er þá þarf að vera yfir aðstoðarprófstjóri sem er eins og í fyrra Hrafn Jóhannesson.

Kaldaprófið er orðið að margra mati skemmtilegasta próf vetrarins þar sem alltaf hefur verið mikið af fugli og skemmtileg stemmning á meðal manna og hunda. Eins og undanfarin ár þá verður farið í heimsókn í Bruggsmiðjuna og mönnum gefin næring í fljótandi formi. Karra Kalda Cup heldur svo áfram en það var Hrímþoku Sally Vanity sem vann Karran eftirsótta í fyrra.

Búið er að taka frá þá bústaði sem voru í boði, sem þýðir að það eru laus pláss fyrir 10-12 manns. Kostnaði við gistingu verður haldið í algjöru lágmarki eða um 8-12.000 kr pr/man fyrir 3 nætur og topp aðstöðu. Skráning þarf að gerast sem allra fyrst og verður frestur gefin til miðvikudagsins 7.mars. Ef mikil eftirspurn verður í gistinguna þá verður stuðst við ”fyrstur kemur fyrstur fær”.  Skráning berist prófstjóra á kvalsson@hotmail.com. Þeir sem skrá verður gefin upp endanlegur kostnaður að frestinum loknum og beðnir um að borga, eða þá geta menn bakkað út. Gistingin fæst ekki endurgreidd, nema að einhver komi og fylli í skarðið. Þessi stutti frestur er að ósk Sportferða og prófstjóra. Við vonumst við til að menn séu búnir að læra það að það þarf ekki að vera hræddur og bíða fram á síðustu stundu að skrá sig í Kaldaprófið, því það er alltaf allt frábært fyrir norðan!

Eins og undanafarin ár þá gilda ákveðnar reglur um hunda á svæðinu sem verðurað fara eftir. Hundarnir mega aldrei vera lausir, hvorki úti, né inni í húsunum.

Við öll húsin er heitur pottur og grill, fyrir utan alla aðra hefbundna sumarbústaðaaðstöðu að sjálfsögðu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega prófi sem hefur hingað til boðið uppá þægilegt magn af fugli og fjölda skemmtilegra atvika mega gjarnan senda tölvupóst á prófstjóra prófsins á kvalsson@hotmail.com eða í síma 8479039 nema að ef menn ætla að kvarta, þá er það bara tölvupóstur sem gildir.

Koma svo karlar og konur, ungir og eldri, fjölmennum á Ytri Vík og höfum gaman.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.