Dómarakynning fyrir veiðipróf Vorstehdeildar 30.3-1.4.2012

Alfred Ørjebu kemur frá Þrándheimi en hefur búið í Vadsø frá 1975,  vinnur hjá náttúrufræðistofnun Noregs (SNO) á heiðum uppi sem og á og við vötn yfir sumartímann.

Hann hefur umsjón með umferð og rándýrum í Varangerþjóðgarðinum og laxaeftirliti í ám og vötnum.

Alfred veiði rjúpur, skógarfugla, héra, refi, sel og dádýr. Hann hefur verið dómari síðan 1984 en síðari ár hefur veiði haft nokkurn forgang fram yfir veiðipróf. Eftir að hafa veitt með hundi í fjölda ára er samvinna manns og hunds nokkuð sem hann telur einna mest virði.  Eðlislægir veiðieiginleikar og samvinna eru náðargjöf og þá sérstaklega á skógarveiðum.  Alfred veiðir í  6-7 vikur á hverju hausti, bæði virka daga sem helgar og lítur á það sem sannkallað frí.

 

Þetta er í fyrsta skipti sem Alfred kemur til Íslands og hefði hann gjarnan viljað stoppa hér lengur, en í febrúar fram til maí er mjög erilsamt í vinnunni hjá honum og þá sérstaklega í öllu varðandi ref og honum viðkomandi.  Hann veit að mikið er af ref hér og hefði gaman af því að sjá til þeirra segir hann.  Alfred Ørjebu hlakkar mikið til að sjá nýja hunda í nýju umhverfi. Alfred mun dæma með íslenskum dómara í prófinu.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.