Frábær skráning í Vorstehprófið

Unghundaflokkur verður skipaður fimm hundum hvorn dag og níu hundar eru skráðir í opinn flokk föstudag og tíu laugardag.  Átta hundar eru síðan skráðir í keppnisflokk og vonandi nást nýir hundar inn í flokkinn í prófinu.  Það er enginn vorstehhundur skráður í unghundaflokkinn en þess má geta að Heiðnabergsgotið er nýkomið upp í opinn flokk og skilar sér vel inn í þann flokk á þessu prófi með tíu skráningar.

Dómarar eru Alfred Örjebu, Guðjón Arinbjörnsson og Pétur Alan Guðmundsson

Prófstjóri er Lárus Eggertsson s: 861-4502 og fulltrúi HRFÍ er Pétur Alan Guðmundsson

Prófið verður sett kl. 09:00 alla dagana í Sólheimakoti en húsið opnar kl. 08:30.  Afhending einkunna og umsagnareyðublaða í lok hvers dags verður einnig í Sólheimakoti og er reiknað með þátttakendum þangað.

Áhorfendur eru velkomnir í prófinu hvort sem er hluta þess eða allt en bent á að vera klætt eftir spánni og jafnvel með nesti ef ganga á með allt prófið.

Styrktaraðilar prófsins eru Famous Grouse og Belcando sem veita verðlaun fyrir bestu hunda í UF og OF báða dagana og 1-3. sæti í KF.

Vorstehdeild óskar þátttakendum góðs gengis um helgina en þeir eru sem hér segir:

Unghundaflokkur 30. mars

Vatnsenda Kara – IS15062/10, pointer

Vatnsenda Kjarval – IS15067/10, pointer

Vatnsenda Muggur – IS15068/10, pointer

Snjófjalla Hroki – IS15087/10, enskur seti

Háfjalla Kata – IS16117/11, enskur seti

Opinn flokkur 30. mars

Esjugrundar Stígur – IS09779/06, vorsteh snöggh.

Gruetjenet’s G-Ynja – IS14197/10, vorsteh snöggh.

Zetu Jökla – IS10950/07, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Freyja von Greif – IS14608/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Gáta von Greif – IS14606/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Bylur von Greif – IS14609/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Gná – IS14605/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Gleipnir von Greif – IS14611/10, vorsteh snöggh.

Midtvejs Assa – IS15695/11, Breton

Unghundaflokkur 31. mars

Vatnsenda Kara – IS15062/10, pointer

Vatnsenda Muggur – IS15068/10, pointer

Gagganjunis Von – IS16232/11, írskur seti

Snjófjalla Hroki – IS15087/10, enskur seti

Háfjalla Kata – IS16117/11, enskur seti

Opinn flokkur 31. mars

Esjugrundar Stígur – IS09779/06, vorsteh snöggh.

Gruetjenet’s G-Ynja – IS14197/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Freyja von Greif – IS14608/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Gáta von Greif – IS14606/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Bylur von Greif – IS14609/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Gná – IS14605/10, vorsteh snöggh.

Heiðnabergs Gleipnir von Greif – IS14611/10, vorsteh snöggh.

Midtvejs Xo – IS12265/08, Breton

Elding – IS13226/09, enskur seti

Kaldalóns Doppa – IS10990/07, enskur seti

Keppnisflokkur 1. apríl

Högdalia’s Ymir – IS11911/08, vorsteh snöggh.

Esjugrundar Stígur – IS09779/06, vorsteh snöggh.

Gruetjenet’s G-Ynja – IS14197/10, vorsteh snöggh.

Barentsvidda’s B Hardy Du Cost’ Lot – IS12968/09, pointer

Zetu Jökla – IS10950/07, vorsteh snöggh.

Dímon – IS05904/00, vorsteh snöggh.

Esjugrundar Spyrna – IS09782/06, vorsteh snöggh.

Elding – IS13226/09, enskur seti

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.