Liðakeppni fuglahunda

 

ISFtCH Dímon og Jón Garðar

 

Um næstu helgi verður haldin liðakeppni fuglahunda og fer hún fram laugardaginn 5. maí. Mæting er í Sólheimakoti kl.9.30.  Styrktaraðilar liðakeppninnar eru snati.is og sportvörugerðin.is.

Keppnin fer fram með svipuðu sniði og í fyrra þ.e 3. hundar í liði og má hafa einn til vara. Farið verður í grundvallaratriðum eftir veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundarhóp 7.

Allir aldurshópar af tegundarhópi 7 eru gjaldgengir. Keppt verður eftir keppnisflokks fyrirkomulagi með útsláttar fyrirkomulagi þó með nokkrum undantekningum og á léttari nótunum.

Eina brottrekstrarsök hunds úr keppninni er ársargirni og önnur slík óáran.Engin hjálpartæki við stýringu á hundi eru leyfð en persónuleg hjálpartæki leiðanda eru í lagi.

Atriði sem telja: Fuglavinnur, veiðivilji, eiginleikar til að finna fugl, notkun á ytri aðstæðum og hraði. Annars er það bara úrskurðaraðilanna að meta niðurstöðurnar. Ein nýbreytnin þetta árið er að hvert lið þarf að útnefna skyttu liðsins.

Nú er um að gera að drífa sig af stað og safna liði og melda sig í þessa „ keppni“.

Móttaka skráninga: Svafar S:8609727, Þorsteinn s:8930228 og Bragi s: 8562024

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.