Aðalfundur HRFÍ í kvöld miðvikudag kl.20

Minnum á aðalfund Hundaræktarfélags Íslands í kvöld  miðvikudaginn 23. maí kl. 20 á Grand Hótel Reykjavík og á Akureyri.  Í framboði til stjórnar eru þau Ólafur E. Jóhannsson fyrrum formaður FHD, Delía Howser, retrieverdeild og Guðmundur A. Guðmundsson fyrrum formaður Retrieverdeildar og núverandi stjórnarmaður deildarinnar.

Sjá nánar í tilkynningu HRFÍ hér fyrir neðan. Mætum öll og sýnum félaginu okkar og tilvonandi stjórnarmönnum stuðning.

Nánar um lagabreytingartillögur og önnur mál má sjá á heimasíðu HRFÍ sem og ársskýrslu stjórnar HRFÍ:  www.hrfi.is

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands
í Reykjavík og á Akureyri

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 23. maí kl. 20:00 og á Akureyri gegnum fjarfundabúnað, á vegum Svæðafélags Akureyrar.
Á Akureyri verður fundurinn haldinn á verkstæðinu Bútur, Draupnisgötu 9 og hafa félagsmenn á þeim fundi kosningarétt.
Aðrir sem búa út á landi geta óska eftir að fylgjast með fundinum með fjarfundabúnaði en þeir hafa ekki kosningarétt.

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda
og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram
til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál

Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár
sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.