Úrslit sækiprófs FHD í dag 23. júní

Það var afar góður dagur í sækiprófi FHD í dag.  Sumarblíða og frábær frammistaða hjá hundum og leiðendum.  Gaman að sjá hvað æfingar undanfarið hafa skilað sér og gríðarlega góð samstaða og hugur í fólki í prófinu var í dag.

Úrslit voru eftirfarandi:

Unghundaflokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 20 stig):

Mads, strýhærður Vorsteh.  20 stig – 1. einkunn og besti hundur í unghundaflokki

Fjóla, vizsla.  18 stig –  1. einkunn

Lennox, weimaraner. 14 stig –   3. einkunn

Frida, weimaraner.  12 stig – 0. einkunn

Opinn flokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 30 stig):

Skuggi, weimaraner.  28 stig – 1 einkunn og besti hundur í opnum flokki

Yrja, strýhærður vorsteh. 26 stig – 1 einkunn

Jökla, snögghærður vorsteh. 26 stig – 2. einkunn

Taso, weimaraner. 24 stig – 2. einkunn

Silva, weimaraner. 23 stig – 2. einkunn

Til hamingju með glæsilegan árangur einkunnahafar í dag.

Svafari Ragnarssyni dómara, Agli Bergmann fulltrúa HRFÍ, Hauki Reynissyni prófstjóra, Þorsteini Friðrikssyni og Jóni Garðari Þórarinssyni aðst0ðarmönnum,  eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra vinnu í dag. Einnig Atla Ómarssyni fyrir lán á báti.

Úrslitin verða færð í gagnagrunninn innan skamms þar sem útlistanir á hverjum lið fyrir sig koma fram.

 

 

 

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.