Fréttatilkynning frá prófstjóra / Breyting á dómara í keppnisflokk

Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast frá prófstjóra í prófinu um helgina:

Sælir.

Í dag bárust mér þau leiðu tíðindi að tilnefndur dómari í keppnisflokki á sunnudag, Svafar Ragnarsson er forfallaður vegna veikinda.
Prófstjóri vonar að hann nái fullum bata sem fyrst.

Sú staða var komin upp að enginn starfandi íslenskur dómari fékkst með góðu móti til að hlaupa í skarðið.
Prófstjóri leitaði því til Ferdinand Hansen og falaðist eftir því að hann hlypi í skarðið.
Eftir að formlegt samþykki fékkst frá stjórn HRFÍ fyrir þessu féllst hann á að gera þetta fyrir okkur.

Það tilkynnist því hér með að dómarar í keppnisflokki á sunnudag verða Guðjón Arinbjörnsson og Ferdinand Hansen.
Það er ástæða til að fagna þessu innilega og við bjóðum Ferdinand velkominn til starfa.

Vilhjálmur Ólafsson

Öflug veiðiþrenning

Stjórn Vorstehdeildar býður Ferdinand Hansen fuglahundadómara velkominn aftur til starfa fyrir fuglahundasportið og vonum að Svafar nái heilsu sem fyrst.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.