Gleðilegt Vorsteh-ár!

Á næstu dögum verður kynnt spennandi dagskrá á vegum deildanna í tegundarhópi 7 þ.e. Vorstehdeildar, Fuglahundadeildar og Irsk setter deildar. Að venju verða opin hús í Sólheimakoti á laugardögum á vorönn með fjölbreyttri dagskrá. Nýjir umsjónaraðilar að Sólheimakoti eru fyrrnefndar deildir auk Retrieverdeildar og vinna þær í náinni samvinnu við deildir og stjórn HRFÍ.  Mikið mun mæða á félagsmönnum við uppbyggingu Sólheimakots sem hefur hýst okkur undanfarin uþb. 15 ár, bæði við opin hús, veiðipróf, námskeið, fyrirlestra, fundi  ofl. ofl. Margt má þar betur fara og eru tillögur um umbætur vel þegnar sem og öll aðstoð.

Veiðiprófadagskrá ársins liggur fyrir og verður kynnt í dagskránni innan skamms.  Menn og konur hafa farið á heiðina undanfarið með misjöfnum árangri enda allar útgáfur af veðri verið í boði.

 

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.