Líflandssækiprófið var haldið um helgina

Líflandssækipróf Vorstehdeildar var haldið nú um helgina 25 – 26 júní. Átta unghundar og þrír hundar í opnum flokk voru skráðir til þátttöku. Á laugardeginum var prófið haldið við gamla Þingavallarveginn (Kóngsveginn) og á Hafravatni, á sunnudeginum var prófið haldið í nágrenni Sólheimakots og á Hafravatni. Dómarar helgarinnar voru þau Guðni Stefánsson og Unnur Unnsteinsdóttir. Engin sumarblíða var í boði hvorugan daginn en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Úrslit helgarinnar voru eftirfarandi:

Laugardagur – unghundaflokkur

Huluhóla Arctic Mýra 1. einkunn – leiðandi Alti Ómarsson

Ljósufjalla Vera – 3. einkunn – leiðandi G. Stefán Marshall

Ice Artemis Skuggi – 2. einkunn – leiðandi Hannes Blöndal

Ice Artemis Aríel – 2. einkunn – leiðandi – Arnar Már Ellertsson

Laugardagur – opin flokkur

Hlaðbrekku Irma – 1. einkunn – Leiðandi G. Stefán Marshall

Ice Artemis Dáð – 2. einkunn – Leiðandi Leifur Einar Einarsson

Sunnudagur – unghundaflokkur

Hulduhóla Atctic Mýra – 1. einkunn – Leiðandi Alti Ómarsson

Ice Artemis Ariel – 2. einkunn – Leiðandi Arnar Már Ellertsson

Ljósufjalla Heiða – 2. einkunn – Leiðandi Friðrik Þór Hjartarson

Sunnudagur – opin flokkur

Ice Artemis Dáð – 2. einkunn – Leiðandi Leifur Einar Einarrson

Hundar helgarinnar voru í unghundaflokki, Hulduhóla Arctic Mýra sem var með 1. einkunn báða dagana, leiðandi Atli Ómarsson og í opnum flokki var það Ice Artemis Dáð sem var með 2. einkunn báða dagana, leiðandi Leifur Einar Einarsson.

Stjórn deildarinnar þakkar dómurum prófsins þeim Unni Unnsteinsdóttur og Guðna Stefánssyni kærlega fyrir að dæma fyirir okkur prófið. Suðningaðilum deildarinnar Líflandi og Vínness fyrir ómetanlegan stuðning og ekki sýst þátttakendum fyrir skemmtilega samveru um helgina. Næsta sækipróf verður helgina 24 – 25 júli á vegum Fuglahundadeildar.

Þátttakendur í lok dags á laugardeginum

Guðni, Leifur, Dáð og Unnur.

Guðni, Hannes, Skuggi og Unnur

Guðni, Stefán, Irma og Unnur

Guðni, Arnar, Aríel og Unnur

Ice Artemis gengið.
Unnur, Arnar, Aríel og Guðni

Unnur Leifur og Dáð og Guðni. Dáð var hundur helgarinnar í opnum flokk.
Unnur, Atli, Mýra og Guðni. Mýra var hundur helgarinnar í unguhunda flokk.
Unnur, Friðrik, Heiða og Guðni.

Guðni, Stebbi, Vera og Unnur

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.