LEIÐBEININGAR FYRIR BRÁÐ Á SÆKIPRÓFUM.

Líkt og í Noregi hefur hér heima verið samþykkt undanþága frá núverandi veiðiprófsreglum fyrir sækipróf, þessi undanþága verður svo endurskoðuð á næsta ári. 

Tekið skal fram að allt sem gilti áður er enn í gildi, þetta er einungis viðbót sem stendur þátttakendum til boða.

Breytingarnar fela í sér eftirfarandi:

  1. Auk ferskra eða afþýddra fugla verða sömuleiðis þurrkaðir og frosnir fuglar leyfðir. Fuglar mega vera án bringu en þá þarf að fylla í staðinn með einhverju sem við á svo bráðin haldi lögun.
  2. Við vatnasókn er heimilt að nota dummy með fjöðrum/vængjum af þeim fuglategundum sem leyfilegt er að veiða. Ef notað er dummy þarf það að vera þakið fiðri/vængjum svo það líkist sem mest fugli, sjá myndir neðst.
  3. Heimilt er að nota net utan um fugla í vatnavinnu en einungis á þurrkaða fugla, fugla án bringu og á dummy. Ekki er leyfilegt að nota net í öðrum þrautum.
  4. Mælt er með því að nota ferska eða afþýdda fugla sem dráttarfugl í spori. Ekki er krafa um að sama tegund sé notuð til að draga sporið og lögð er á endann.
  5. Eins og áður eru allar þær fuglategundir sem heimilt er að veiða leyfðar í öllum greinum.
  6. Fuglarnir skulu vera heilir, en heimilt er að leyfa að ákveðna líkamshluta vanti (svo sem annan fótinn eða höfuð) sem eðlilega getur fallið af við haglabyssuskot.
  7. Dómari þarf að samþykkja það sem nýtt er til sóknar.

Í stuttu máli: allt sem var í gildi í fyrra er enn í gildi í ár. Auk þess má nota þurrkaðan fugl, frosinn fugl og ferskan fugl án bringu sem hefur verið skipt út fyrir eitthvað annað við hæfi. Í vatnavinnu er leyfilegt að nota dummy sem skal vera hulið með fjöðrum/vængjum.

Eftir prufutímabilið verður endurmetið hvaða bráð verður leyfileg frá og með 2023 og hvaða reglum verður endanlega breytt við endurskoðun veiðiprófsreglna 1.1.2024.

Reglurnar eru til þess gerðar að nýta bráðina betur. Þurrkaður fugl endist lengur og hægt er að endurnýta fuglinn aftur eftir að bringurnar eru teknar úr og notaðar í mat.

Þessi undanþága hefur verið kynnt stjórnum deilda og fengið samþykki stjórnar HRFÍ. Undanþágan gildir frá og með 22.6.2022.

Mikilvægt er að dömmyið sé alveg hulið vængjum / fiðri.
Með því að þurka vængina í ofni við 50 gráður rotna þeir ekki og hægt að nota þá aftur og aftur.
Best er að festa vængina á dömmýið með rafnmagsteipi.

Þetta dömmy er með of fáum vængjum og því ekki löglegt í próf.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.