Fyrsta heiðarpróf haustsins haldið um helgina

Fyrsta heiarpróf haustsins var haldið nú um helgina, 17 – 18 september á vegum Norðanhunda. Dómari prófsins var Guðjón Arinbjarnarson, prófsvæðið var Vaðlaheiðin. Á laugardeginum var opni flokkur og þeir sem hlutu einkunn þann daginn voru Brentonarnir, Klaki og Hríma, leiðandi Dagfinnur Smári, Blika og Bylur leiðandi Stefán Karl með 1. einkunn og jafnframt var Klaki valinn besti hundur prófs. Bretoninn Tindur leiðandi Eydís Eva fékk 3. einkunn. Ensku setterarnir, Orka leiðandi Eyþór Þórðarson og Snerpa leiðandi Þorsteinn Friðriksson fengu báðar 1, einkunn.

Huti einkunnahafa á laugardeginum ásamt dómara. Mynd, Norðanhundar

Í dag sunnudag náðu eftirtaldir hunda einkunn í Blika (Breton) 1.einkunn, Orka 2. einkunn (Enskur setter), Hríma 1. einnkunn og besti hundur prófs (Breton), Klaki 1. einkunn (Breton), Bylur 1. einkunn (Breton), Tindur 2. einkunn Breton), og Snerpa 3. einkunn (Enskur setter).

Þátttakendur við upphafs prófs sunnudaginn 18.september. Mynd:Norðanhundar

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.