Fyrsti dagur í Líflandsprófi Vorstehdeildar í dag.

Fyrsti dagur af þremur í Líflandsprófi Vorstehdeildar var í dag. Í dag mættu 7 hundar allir í opnum flokk. Það ringdi vel á menn og hunda fyrri hluta dagsins, en töluvert var af flugli og áttu allir hundar áttu möguleika á fugli í dag. Dómari dagsins var Tore Chr Røed, fulltrúi HRFÍ var Svafar Ragnarsson. Þrjár einkunnir komu í hús.

Kaldbaks Vaskur – enskur setter og Þorsteinn Friðriksson fengu 2. einkunn

Kaldbaks Orka – enskur setter og Eyþór Friðriksson fengu 3. einkunn

Ice Artemis Dáði – strýhærður Vorsteh og Einar Leifur Einarsson fengu 3. einkunn

Á morgun, laugardagin 1.október verður prófið sett í Sólheimakoti kl.09:00.

Einkunnahafar dagsins ásamt dómara.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.