Annar dagur í Líflandsprófinu í dag.

Annar dagur af þremur í Líflandsprófi Vorstehdeildar var í dag. Í dag mættu níu hundar í opin flokk og þrír hundar í unghundaflokk. Dómari dagsins var Tore Chr Røed og fulltrúi HRFÍ var Pétur Alan Guðmundson. Ein einkunn kom í hús í dag í opnum flokk, það var hún Oreo / Legacyk Got Milk og Friðrik G. Friðriksson sem fengu 3. einkunn.

Á morgun sunnudag er kepnnisflokkur og verður hann settur kl. 09:00 á bílastæðinu við Gljúfrastein (hús skáldsins).

Friðrik og Oreo ásamt dómaranum
Tore Chr Røed
Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.