Lokadagur í Líflandspórfinu í dag.

Í dag fór fram lokadagurinn í Líflandspróf Vorstehdeildar og nú var komið að keppnisflokk. Sex hundar tók þátt. Dómarar dagsins voru Tore Chr Røed  og Pétur Alan Guðmundsson sem var jafnframt fulltúri HRFÍ. Það var norðanmaðurinn Dagfinnur Smári Ómasson sem átti daginn en þau tvö sæti sem náðust í dag voru hans, Almkullens Hrima hlaut 1. sæti og Rypleja’s Klaki  hlaut 2. sæti.

Stjórn Vorstehdeildar vill þakka þátttakendum, dómurunum Tore Chr Røed, Pétri Alani Guðmundssyni, og Svafari Ragnarssyni sem var fulltrúi HRFÍ kærlega fyrir samveruna um helgina.

Þökkum styrktaraðilnum okkar Líflandi og Vínnesi fyrir að styrkja okkur.

Næsta próf verður haldið á vegum Fuglaundadeildar en það er Meginlandspróf sem fer fram 15 – 16 október nk.

Dagfinnur, Hrima og Klaki ásamt dómurum dagsins,
Tore Chr Røed og Pétri Alan Guðmyndssyni.
Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.