Fyrirlestur á opnu húsi laugardag – Ellaprófið Skráningarfrestur

Á næsta opna húsi sem haldið verður laugardaginn 10. mars mun Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ halda fyrirlestur um skyndihjálp hunda.  Fyrirlesturinn hefst kl. 9.30 og verður bakkelsi á boðstólnum. Að fyrirlestri loknum verður spjallað og spekúlerað og skundað svo á heiðina til æfinga.  Þáttökugjald á fyrirlesturinn er kr. 1.000,-. sem rennur óskertur til dýrahjálpar.

Einnig minnum við á að skráningarfrestur á Ella-prófið rennur út n.k. sunnudaginn 11. mars).

Ellaprófið verður haldið 17. mars.  Prófað verður í unghunda- og opnum flokki.  Dómari verður Pétur Alan Guðmundsson og prófstjóri Sigþór Bragason s: 899-9787 sem veitir jafnframt allar frekari upplýsingar um prófið.  Besti hundur í Opnum flokk hlýtur til varðveislu í eitt ár farandstyttuna Náttúrubarnið sem er til minningar um Erlend Jónsson veiðiprófsdómara og var gefin af félögum hans.
Eins og í fyrra þá er ekki hægt að skrá í gegnum heimasíðu HRFÍ og verður því að millifæra á reikning og senda kvittun í tölvupósti.  Kennitala HRFÍ er 680481-0249, banki 0515-26-707729.  Prófið er nr. 501203.

Senda skal kvittun á hrfi@hrfi.is  Munið að senda allar upplýsingar um hundinn og hver verður leiðandi.  Einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ til föstudagsins 9. mars.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur á opnu húsi laugardag – Ellaprófið Skráningarfrestur

Æfingagöngur deildanna þriðjudaga og fimmtudaga

Æfingagöngur deildanna byrja í þessari viku og verða á þriðjudögum og fimmtudögum.  Farið verður frá Sólheimakotsafleggjaranum kl. 18. Reynt verður að hafa vana menn til að leiðbeina nýliðum.
Allir velkomnir með eða án hunda.
Minnum einnig á opnu hús deildanna laugardaga kl. 10 þaðan sem verður farið að ganga eftir kaffi og spjall.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur deildanna þriðjudaga og fimmtudaga

Opið hús í Sólheimakoti laugardag kl. 10

Laugardaginn 3. mars verður opið hús í Sólheimakoti frá kl. 10 til uþb 12
Spjall um þjálfun og allt sem við kemur fuglaveiðihundum. Eftir opna húsið verður farið út að þjálfa og leiðbeina þeim sem þess óska. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir með eða án hunda.
Vorsteh- og Fuglahundadeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti laugardag kl. 10

Kaldaprófið 13-15 apríl

ISFtCh Esjugrundar Spyrna

Kaldaprófið verður haldið helgina 13-15 apríl í Eyjafirði. Á föstudegi og laugardegi verður prófað í UF og OF en á sunnudeginum verður KF. Það verða tveir erlendir dómarar Glenn Olsen og Cato Jonassen (kynning kemur von bráðar)  prófstjóri er Kristinn Ingi Valsson. Í álíka stóru og umsvifamiklu prófi sem Kaldaprófið er þá þarf að vera yfir aðstoðarprófstjóri sem er eins og í fyrra Hrafn Jóhannesson.

Kaldaprófið er orðið að margra mati skemmtilegasta próf vetrarins þar sem alltaf hefur verið mikið af fugli og skemmtileg stemmning á meðal manna og hunda. Eins og undanfarin ár þá verður farið í heimsókn í Bruggsmiðjuna og mönnum gefin næring í fljótandi formi. Karra Kalda Cup heldur svo áfram en það var Hrímþoku Sally Vanity sem vann Karran eftirsótta í fyrra.

Búið er að taka frá þá bústaði sem voru í boði, sem þýðir að það eru laus pláss fyrir 10-12 manns. Kostnaði við gistingu verður haldið í algjöru lágmarki eða um 8-12.000 kr pr/man fyrir 3 nætur og topp aðstöðu. Skráning þarf að gerast sem allra fyrst og verður frestur gefin til miðvikudagsins 7.mars. Ef mikil eftirspurn verður í gistinguna þá verður stuðst við ”fyrstur kemur fyrstur fær”.  Skráning berist prófstjóra á kvalsson@hotmail.com. Þeir sem skrá verður gefin upp endanlegur kostnaður að frestinum loknum og beðnir um að borga, eða þá geta menn bakkað út. Gistingin fæst ekki endurgreidd, nema að einhver komi og fylli í skarðið. Þessi stutti frestur er að ósk Sportferða og prófstjóra. Við vonumst við til að menn séu búnir að læra það að það þarf ekki að vera hræddur og bíða fram á síðustu stundu að skrá sig í Kaldaprófið, því það er alltaf allt frábært fyrir norðan!

Eins og undanafarin ár þá gilda ákveðnar reglur um hunda á svæðinu sem verðurað fara eftir. Hundarnir mega aldrei vera lausir, hvorki úti, né inni í húsunum.

Við öll húsin er heitur pottur og grill, fyrir utan alla aðra hefbundna sumarbústaðaaðstöðu að sjálfsögðu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega prófi sem hefur hingað til boðið uppá þægilegt magn af fugli og fjölda skemmtilegra atvika mega gjarnan senda tölvupóst á prófstjóra prófsins á kvalsson@hotmail.com eða í síma 8479039 nema að ef menn ætla að kvarta, þá er það bara tölvupóstur sem gildir.

Koma svo karlar og konur, ungir og eldri, fjölmennum á Ytri Vík og höfum gaman.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldaprófið 13-15 apríl

Úrslit hjá snögghærðum og strýhærðum Vorsteh

Úrslit hunda á alþjóðlegri sýningu HRFÍ í Klettagörðum má sjá á meðfylgjandi myndum.

Besti hundur í snögghærðum Vorsteh: Heiðnabergs Bylur von Greif

Besti hundur í strýhærðum Vorsteh: Stormur

Því miður náðu hvorki Bylur né Stormur sæti í úrslitum í tegundarhópnum.  Vorstehdeild óskar  eigendum og sýnendum til hamingju með flotta árangra

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit hjá snögghærðum og strýhærðum Vorsteh

Úrslit á sýningunni í dag

Í dag var alþjóðleg hundasýning HRFÍ í dag.  Helstu úrslit eru meðfylgjandi en frekari úrslit og myndir koma síðar.  Hvorki snögghærður né strýhærður vorsteh náðu sætum í tegundarhópnum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit á sýningunni í dag

Verðlaun fyrir bestu Vorstehhundana

Bestu hundar tegundar í snögghærðum og strýhærðum Vorstehhundum á sýningunni um helgina hljóta glæsilega verðlaunabikara og fóður frá Belcando (Vetis) styrktaraðila Vorstehdeildar.  Sjá nánar um Belcando á  www.vet.is

Einnig verða í þriðja skipti veittir Berettubikararnir fyrir bestu snögghærðu tíkina og hundinn sem hafa veiðiprófsárangur. Bikararnir eru farandbikarar og voru gefnir til minningar um ISCh. C.I.B. ISFtCh Gæfu Berettu.

Berettubikararnir

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Verðlaun fyrir bestu Vorstehhundana

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ um helgina

Vorstehhundar verða sýndir á morgun laugardag á alþjóðlegu sýningu HRFÍ skv. eftirfarandi:
Snögghærður Vorsteh kl. 10:56 (9 hundar)
Strýhærður Vorsteh kl. 12:20 (3 hundar)
Dómari Marja Talvitie frá Finnlandi

Hvetjum alla áhugasama um tegundina til að mæta og kynna sér hundana

Vorstehdeild óskar öllum sýnendum góðs gengis á sýningunni og birtir úrslit eins fljótt og auðið er

ATH. NÝTT SÝNINGARSVÆÐI að Klettagörðum 6 (Sundahöfn) Sjá nánar á www.hrfi.is

Högdalia's Ymir BOS og QLM Rugdelias Lucienne BOB og TH-1 á síðustu sýningu HRFÍ

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning HRFÍ um helgina

Vorstehdeild vantar aðstoð á sýningunni um helgina!

Deildin þarf að útvega nokkra aðila um helgina til að aðstoða á sýningunni í nýja húsnæðinu að Klettagörðum bæði laugardag og sunnudag 1-3 klst. hver aðili. Einnig vantar aðila til að taka niður sýninguna á sunnudag.
Öll aðstoð vel þegin.
Vinsamlegast hafið samband við formann deildarinnar Gunnar í s:893-3123

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorstehdeild vantar aðstoð á sýningunni um helgina!

Úrslit úr veiðiprófi 501202

Úrslit úr veiðiprófinu sem haldið var s.l. laugardag eru eftirfarandi:

Heiðnabergs Bylur von Greif – snögghærður Vorsteh: 2. einkunn í unghundaflokki

Vatnsenda Kara – Pointer: 2. einkunn í unghundaflokki og besti hundur prófs

Aðrir fengu ekki einkunn.  Nánari upplýsingar má sjá á www.fuglahundadeild.is og eru umsagnir komnar í gagnagrunninn

Til hamingju einkunnahafar með flottan árangur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr veiðiprófi 501202