





Haustpróf Vorsteh deildar verður haldið dagana 10-12 október. Prófið verður þriggja daga próf. Dómarar koma frá Noregi en þeir eru Tore Kallekleiv og Andreas Björn Dómarakynning og nánari upplýsingar um prófið koma inn í næstu viku.
Næstkomandi sunnudag verður FHD með opið hús í Sólheimakoti. Húsið opnar klukkan 10:00. Prófstjóri Royal Canins prófsins á staðnum og svarar spurningum. Eftir lauflétt spjall og kaffibolla verður farið í heiðina til æfinga. Allit hjartanlega velkomnir