Mánaðarsafn: ágúst 2015
Ice Artemis Freyja
Ice Artemis Freyja býr í Noregi, eigandi hennar er Monica Sawicz, þær stöllur eru búnar að fara í fimm sækipróf í sumar og landa 1.einkunn í þeim öllum og fengu fullt hús stiga í síðasta prófinu eða 20 stig. Ræktandi … Halda áfram að lesa
Royal Canin prófið FHD í Áfangafelli 12-14. sept.
Nú styttist í Royal Caninprófið/Áfangafellsprófið margrómaða sem haldið er á heiðunum við Blöndulón. Prófið er víðfrægt fyrir töluvert magn af rjúpu, frábært einkunnahlutfall og skemmtilega samveru í Áfangafellsskálanum. Royal Caninprófið verður haldið dagana 12.-14. September (athugið laugardag, sunnudag og mánudag) … Halda áfram að lesa
ISFtCh Zeta
Veiðimeistarinn ISFtCh Zeta er farin á hinar eilífu veiðilendur. Zeta eignaðist sjö hvolpa m.a. SCh CIB Zetu Jöklu og SCh CIB Zetu Krapa. Zeta átti farsælan ferli í veiðiprófum, sýningum og við veiðar. Við færum Steinari og Jónínu okkar innilegustu … Halda áfram að lesa
ISVCH Ljóssins Björt Skotta.
Íslenski veiðimeistarinn ISVCH Ljóssins Björt Skotta er farin á hinar eilífu veiðilendur. Skotta gaf okkur efnilega vorsteh-hunda inn í íslenska stofninn eins og Heiðnabergs Gátu, Byl og Gleipni. Við færum Jóni Hákoni okkar innilegustu samúðarkveðjur.



