Bendispróf úrslit

Bendispróf Vorstehdeildar fór fram helgina 1-3 okt.

Dómari Róbert Gill
Dómaranemi Einar Örn
Fulltrúi HRFÍ Guðjón Arinbjarnar
Prófstjóri Óskar Hafsteinn

Á föstudeginum var farið í grjótborgirnar niður af „Gumma Bogg stæðinu“ og Draumalandið.
Það var Kaldbaks Orka sem var sú eina sem fékk einkunn eftir daginn,
1. einkunn í OF, og við óskum Eyþóri innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Á laugardaginn var farið upp í Skálafell.
Aðstæður voru erfiðar, mikill vindur og mikið af erfiðum fugli, en allir í góðum gír.
Allir hundar átti séns á fugli en enginn náði að landa einkunn.

Á sunnudag var farið á sama svæði og á föstudeginum.
Hundar og leiðendur voru að gera góða hluti og frábær stemning í hópnum.
Það náðist ein einkunn þennan daginn og það var Ásgeir Heiðar með Langlandsmpens Black Diamond sem fékk 2. einkunn í OF. Við óskum þeim innilega til hamingju 🙂

Við viljum þakka keppendum innilega fyrir þátttökuna og gaman að sjá nýliðana gera góða hluti.
Einnig viljum við þakka styrktaraðilum Bendi og Vínnes innilega fyrir stuðninginn, án þeirra væri þetta ekki hægt.

Eyþór og Orka með dómurum.
Ásgeir Heiðar og
Black Diamond með dómurum.
Styrktaraðilarnir ….. ómetanlegt
Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.