Heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2022

Á ársfundi deildarinnar sem haldinn var þann 28. febrúar fór fram heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2022. Í unghundaflokki var það Veiðimela Klemma sem er í eigu Brynjars S. Sigurðssonar, í opnum flokk var það Ice Artemis Dáð sem er í eigu Leifs Einars Einarssonar og „Over All“ titilinn hlaut Ice Artemis Aríel sem er í eigu Arnars Más Ellertssonar.
Stjórn óskar eigendum og leiðendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur hundanna.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.