Nýir meistarar

Fjórir Vorsteh hundar fengu nýjar meistara nafnbætur nýlega.
Bendishunda Saga – Þoka varð Íslenskur veiðimeistari (ISFtCh) og Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Munkefjellets Mjöll varð Íslenskur veiðimeistari ( IsFtCh) og Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)

Ice Artemis Mjölnir varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Veiðimela Jökull varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Heiðnabergs Bylur von Greif varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)

Þannig að það lengist enn í ættbókarnafninu hjá þessum flottu hundum.
Við óskum eigendum innilega til hamingju 🙂 Mikil vinna að baki þessum árangri.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýir meistarar

Fjallatinda Freyr …. og Díana að gera góða hluti :-)

Vinnuhundadeildin hélt hlýðnipróf um helgina í reiðskemmu Sprettara á Hattarvöllum.
Sex mættu í Bronsprófið og skemmst frá því að segja að Fjalltinda Freyr og Díana Sigurfinns urðu stigahæst. Vel gert og til hamingju 🙂 Vorsteh, bestur í heimi 😉

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fjallatinda Freyr …. og Díana að gera góða hluti :-)

Ellapróf FHD

Um helgina var haldið Ellaprófið á vegum FHD.
Það var unghundurinn Veiðimela BJN Frosti sem hélt uppi heiðri Vorsteh í þessu prófi og náði 3. einkunn. Hundur sem á framtíðina fyrir sér og á eflaust eftir að gera góða hluti.
Óskum Inga og Frosta innilega til hamingju.

Mynd fengin að láni úr frétt FHD

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ellapróf FHD

Veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda


Nú hafa veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda sem deildir í tegundahópi 7 hafa unnið við að þýða úr norskum reglum um nokkurt skeið tekið gildi.

VEIÐIPRÓFAREGLUR FYRIR STANDANDI FUGLAHUNDA (Gilda frá: 01.03.2021)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda

Prófi aflýst

Vorprófi Vorstehdeildar 2-4 apríl verður aflýst.
Engu að síður er nægt framboð á prófum í vor, og hvetjum við alla til að taka þátt í prófunum hjá hinum deildunum.
-Stjórnin-

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófi aflýst

Kynning á grunnþáttum í hlýðni – breytt tímasetning

Vorstehdeild mun bjóða upp á kynningu á grunnþáttum í hlýðni fimmtudagskvöldið 18.febrúar.

Farið verður í gegnum grunnþætti eins og: stöðugleiki, ganga við hæl, sitja liggja, bíða, flautustopp, halda á dummy og annað sem ykkur langar að fá hjálp með. Þetta er góður vettvangur til að hittast, þjálfa saman og kynnast. Allir hjartanlega velkomnir, sérstaklega þeir sem eru að byrja og þurfa hjálp til að komast af stað. Alltaf skemmtilegra að hitta aðra og þjálfa saman. Þar sem við búum enn við samkomutakmarkanir viljum við biðja ykkur að láta vita ef þið hafið hug á  að mæta með því að melda ykkur inn á viðburðinn í gegnum fb HÉR.

Staðsetning: Blíðubakkahúsið í Mosfellsbæ.

Tímasetning: Þriðjudaginn 23. febrúar kl.20:00

Koma með: hundinn, nammi fyrir hundinn, gleðina og nóg af þolinmæði.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynning á grunnþáttum í hlýðni – breytt tímasetning

Veiðiprófareglur hafa verið sendar til stjórnar HRFÍ

Nefnd sem stjórnir deilda í Tegundahópi 7 fól að sjá um þýðingu og aðlögun norskra veiðiprófaregla hefur lokið verkinu og sent inn til stjórnar HRFÍ til samþykktar.

Félagsmönnum voru birtar reglurnar og gafst kostur á að koma að athugasemdum. Nefndin vann úr þeim athugasemdum og hér má sjá þær breytingar sem voru gerðar samkvæmt þeim ásamt meistarareglum sem voru kynntar nýlega.

Veiðiprófareglur með breytingum eftir innsendar athugasemdir félagsmanna

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðiprófareglur hafa verið sendar til stjórnar HRFÍ

Ársfundur Vorstehdeildar var haldinn 2.febrúar 2021

Ný stjórn var kosin og er hún skipuð eftirfarandi mönnum:
Guðni Stefánsson formaður
Gunnar Páll Jónsson gjaldkeri
Óskar Hafsteinn Halldórsson veiðiprófsnefnd
Sigurður Arnet Vilhjálmsson
Eiður Gísli Guðmundsson

Vefsíðunefnd: Guðmundur Pétursson
Nýliðanefnd: Diana Sigurfinnsdóttir

Afhent voru verðlaun fyrir stigahæstu hunda Vorstehdeildar þar sem Jökull og Oreo gerðu gott mót með eigendum sínum Friðriki og Hildu Björk. Innilega til hamingju með góðan árangur.

Fundargerðin er komin á sinn stað hér á vefnum ásamt ársskýrslu formanns.



Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar var haldinn 2.febrúar 2021

Kynning á meistarareglum

Stjórnir allra deilda í Tegundarhóp 7 hafa endurskoðað Meistarareglur fyrir íslenskan veiðimeistara. Endurskokðunarnefnd setur svo reglurnar inn í regluverkið. Hér eru nýju reglurnar meðfylgjandi:

10. Íslenskur veiðimeistari ISFtCh

Til að verða íslenskur veiðimeistari (ISFtCh) þarf hundur að hafa náð einu af eftirfarandi:

1x MS eða 2x vMS í KF
eða 1. Einkunn í OF í Alhliðaprófi

Auk þess þarf hundur: 

Að hafa náð 25 stigum samkvæmt stigatöflu hér að neðan.

Að hundur hafi að lágmarki náð Very good á viðurkenndri hundasýningu eftir að hundurinn er orðinn fullra 24 mánaða.

Örmerktur skv. reglum HRFÍ.

Stigatafla til útreikninga á stigum til íslensks veiðimeistara ISFtCh:

MS/vMS: 2 Stig

1. einkunn UF: 2 stig.

1. einkunn UF Alhliðapróf:  4 stig

1.einkunn OF: 3 stig.

1.einkunn OF Alhliðapróf : 5 stig.

1.einkunn OF-S: 1stig

Keppnisflokkur KF: Sæti í KF gefa stig sem eru breytileg eftir fjölda hunda sem taka þátt hverju sinni skv. meðf. töflu:

Erlendur veiðimeistari þarf einu sinni að ná 1. sæti með MS eða vMS í KF á Íslandi til að hljóta titilinn ISFtCh.

11. Íslenskur Alhliða veiðimeistari ISCFtCh

3 X 1. Einkunn í OF eða 3 x sæti í KF

1 x 1. Einkunn í OF sækipróf á sama keppnistímabili og ein af einkunnum/sætum í OF/KF Heiði er náð.

Að lámarki Very good á sýningu e. 24 mánaða.

Örmerktur skv. reglum HRFÍ.

Áunnin réttindi til veiðimeistara haldast á þeim hundum sem fæddir eru fyrir 01.03.2021

Skammstafanir:

MS: Íslenskt Veiðimeistarastig
vMS: Vara Íslenskt Veiðimeistarastig
UF: Unghunda flokkur
OF: Opinn flokkur
KF: Keppnis flokkur
OF-S: Opinn flokkur í sækiprófi

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynning á meistarareglum

Ársfundur Vorstehdeildar 2021

Ársfundur Vorstehdeildar verður haldinn í SÓLHEIMAKOTI 2.febrúar 2021 kl 19.30

Verkefnið eru hefðbundin ársfundarstörf.

Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir 2020
Heiðrun stigahæstu hunda 2020
Kosið til stjórnar Vorstehdeildar.
Að þessu sinni eru 4 sæti laus. Þrjú til tveggja ára og eitt til eins árs.
Önnur mál.

Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð 5 stjórnarmeðlimum. Að þessu sinni eru það sæti Guðmundar Péturssonar, Sigrúnar Guðlaugardóttur og Sigurðar Arnet Vilhjálmssonar sem eru laus til tveggja ár. Sæti Eydísar Grétu Guðbrandsdóttur er laust til eins árs

Við hvetjum áhugasama að bjóða sig til starfa í stjórn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar 2021