Skráning hafin fyrir Belcandopróf Vorstehdeildar

Simply HDR_1552740375840

Skráning er nú hafin í Belcandopróf Vorstehdeildar 5-7 april.
Dómari verður Alexander Kristiansen frá Noregi.
Boðið verður upp á UF  á föstudeginum.
Á laugardeginum verður blandað partý UF/OF
Á sunnudeginum verður blandað partý UF/OF
Prófstjóri er Guðni Stefánsson.
Prófið verður sett í Sólheimakoti og svo verða prófsvæðin á SV horninu.
Hvetjum alla til að vera með og skrá sem fyrst, sér í lagi er upplagt að fá ungundana á föstudaginn,  en skráningarfrestur er til miðnættis 1.april

Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er:
Prófsnúmerið, sem er 501902,
Nafn eiganda,
nafn hunds,
ættbókanúmer hunds,
og nafn leiðanda.

Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf“ 

Sjáumst í góða skapinu :-)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning hafin fyrir Belcandopróf Vorstehdeildar

Dómarakynning Belcandopróf Vorstehdeildar

Alexander Kristiansen

My name is Alexander Kristiansen and I come from the west coast of Norway. I have been hunting as long as I can remember and I have been competing with dogs for about the last 18-19 years. I have been judging field trials for the last 4 years and water trials for the last 15 years. I am also at the board of water trials, (Dommerutvalg for kombinertprøver) the organization educating the water trial judges in Norway. For many years I have been producing hunting films like “Rypejakt med Ingvar Rødsjø”, “Den komplette fuglehund 1 & 2”, “Drømmejakten» and “Jaktgal med Arild Dahl“ which was partially shot here on Iceland. We filmed goose hunting and grouse in the mountains. My best memory from competing with pointing dogs is from 2008 when I became Norwegian champion with the german wirehaired pointer Indie, together with the german wirehaired team. I also have a kennel in Norway called Rypesteggens, which has bred many german short haired pointerchampion titles and also to Norwegian champions.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning Belcandopróf Vorstehdeildar

Dagskrá veiðiprófa 2019

Dagskrá veiðiprófa, eins og hún lítur út núna fyrir árið 2019 er svona:

Heiðarpróf
23-24 mars DESÍ
5-7 apríl Vorsteh
19-21 apríl DESÍ
26-28 apríl FHD
27-28 apríl Svæðafélag Norðurlands
10-12 mai IRSK
14-15 september DESÍ
21-22 september FHD / alhliðapróf
4-6 október Vorsteh
12–13 október Svæðafélag Norðurlands

Meginlandshundapróf:
19-20 október FHD

Sóknarpróf:
22-23 júní Vorsteh
6-7 júlí DESÍ
27-28 júlí FHD

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá veiðiprófa 2019

Ársfundur 2019

Vorstehdeild heldur ársfund 25.mars kl 19:30 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kosning í stjórn (3 laus sæti til tveggja ára).
Heiðrun stigahæstu hunda.
Önnur mál.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur 2019

Stigahæstu hundar Vorstehdeildar 2018

20181005_125738 Laki

Stigakeppni Vorstehdeildar 2018 er haldin ár hvert.
Stigahæsti hundur í KF var Veiðimela Jökull með 41 stig.
Stigahæsti hundur í OF var Veiðimela Jökull með 26 stig.
Og það er skemmst frá því að segja að Veiðimela Jökull sigrar einnig Over all með 50 stig 😊
Friðrik og Jökull hafa gert það gott í fjölmörgum viðburðum í Tegundarhóp 7 og mokað inn stigum.
Fuglahundadeild heiðrar svo stigahæsta hund tegundarhópsins og það var einnig Veiðimela Jökull.

Stigahæsti unghundur er Sångbergets Jökulheima Laki með 15 stig 😊

Báðir þessir hundar tóku þátt í öllum tegundum viðburða sem telja í stigakeppninni, það er heiðaprófum, sækiprófum og sýningum 😊

Við óskum Friðriki og Unni innilega til hamingju með flotta hunda.
Vel gert !!

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigahæstu hundar Vorstehdeildar 2018

Norðurljósasýning HRFÍ

Tiur 2.BIG     Strý

Um helgina fór fram Norðurljósasýning HRFÍ.
Í snögghærðum Vorsteh var það Rugdelias ØKE Tiur sem sigraði og varð besti hundur tegundar.  Hann náði svo líka þeim árangri að verða Norðurljósameistari. Tiur fór svo í úrslit í Grúbbu 7 og lenti þar í 2.sæti sem er frábær árangur 🙂
Besta tík var dóttir hans Zeldu BST Nikíta.
Nánari úrslit má finna HÉR

Í strýhærðum Vorsteh sigraði Gyvel sem er nýinnflutt ungliðatík 🙂
Besti rakki tegundar varð Ice Artemis Mjölnir
Nánari úrslit má finna HÉR

Bæði snögghærða tíkin Nikita og sú strýhærða Gyvel voru of ungar til að fá CACIB

Við óskum öllum innilega til hamingju með einkunnir og sæti 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósasýning HRFÍ

Flott grein í MBL :-)

Alltaf gaman að því þegar hundar og hundafólk rata í blöðin og hvað þá félagar okkar og tegundin 🙂
Kjartan Antonsson og Eydís Gréta Guðbrandsdóttir veittu Kristínu blaðamanni á MBL viðtal og afraksturinn er HÉR 🙂   Hægt er að hægri klikka á greinina til að opna í nýjum flipa, þá er hægt að stækka þetta upp 😉
48382174_10215373809392013_5390291901893050368_o

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Flott grein í MBL :-)

Winter Wonderland sýning HRFÍ – úrslit

Tiur og NitaHera 2Djörf

Um síðustu helgi fór fram Winter Wonderland sýning HRFÍ
Á föstudeginum var hvolpasýning,  og í Strýhærðum Vorsteh varð besti hvolpur sýningar Ice Artemis Djörf 🙂
Sjá nánar HÉR
Á laugardag urðu úrslitin í Snögghærðum Vorsteh þannig að besti hundur tegundar varð Rugdelias ØKE Tiur og besta tík tegundar varð Zeldu BST Nikíta  … sem er dóttir Tiurs 🙂
Besti ungliði og annar besti hundur tegundar varð Zeldu BST Fálki aðeins 9 mánaða.
Sjá nánar HÉR
Í
 Strýhærðum Vorsteh varð Ice Artemis Hera besti hundur tegundar og hún varð önnur best í Tegundarhóp 7, vel gert 🙂
Sjá nánar HÉR

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýn á áframhaldandi ræktun Vorsteh með þessar umsagnir í vasanum 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Winter Wonderland sýning HRFÍ – úrslit

ISFtCh Veiðimela Karri allur.

golden-cross-and-candle-in-dark-surroundings   43248197_631157637281827_7583603237488427008_o
Í dag kvaddi Veiðimela Karri þennan heim eftir veikindi 🙁  Karri var orðinn veiðimeistari og vann sér einmitt inn seinna meistarastigið sitt á haustprófi Vorstehdeildar nú fyrr í haust.
Við vottum Pétri Alan samúð okkar á erfiðum tímum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ISFtCh Veiðimela Karri allur.

Íslensk útrás

Gaman að segja frá því að íslenskur hundur Ice Artemis Freyja er í Strýhærða Vorsteh liðinu í NM Lavland um næstu helgi.
Lárus Eggertsson ræktaði  Freyju undan Yrju og Krageborg Mads.
Við sendum góða strauma í strýhærða liðið og höldum með okkar íslensku hundum 🙂
Smellið á myndina…
NM Lavland

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Íslensk útrás