Úrslit Ljósmyndakeppninar

Þá er skemmtilegri ljósmyndakeppni lokið. Margar flottar myndir bárust og þökkum við fyrir það. Gaman að þessu.
Óháður aðili var fenginn til að dæma, en það var Stein Ole Hagen , norskur ljósmyndari og veiðihundakall 🙂
Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sætin, en það er fóður frá Heiðaspor, og við þökkum kærlega fyrir þann stuðning.
Stein skrifaði smá texta ( á norsku ) um hverja mynd … og við látum ykkur um að þýða það.
Hægt er að smella á myndirnar til að fá þær aðeins stærri.

1.Verðlaun hlýtur Þorsteinn Friðriksson
1

Nydelig ekte bilde ( presise ES ) rein jakt sitvasjon !

 
2.verðlaun hlýtur Hannes Bjarnason
2

Stram fin stad , nydelig vinkel for foto

 

3. verðlaun hlýtur Guðmundur Pétursson

3

Igjen jakt mangler litt på stram stand . Muligens unghunden ? Fin dybde og komposisjon i bildet .

 

4. verðlaun hlýtur Bjarnþóra María Pálsdóttir

4

Et veldig fint bilde . Men jeg synes kyllingen ( trost ?) kan få fred ?

 

5. verðlaun hlýtur Guðni Stefánsson
5
En ekte jakt sene ( muligens anspent jeger ) Høy sansynelig fotografert i Norge ?

Stjórn þakkar öllum þáttökuna og ljóst að það verður sett í gang önnur keppni áður en langt um líður 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit Ljósmyndakeppninar

Örstutt samantekt – IRSK prófið

Á fyrsta degi prófs náði Enski pointerinn Vatnsenda Karma 1.einkunn í unghundaflokki. Veiðimela Karri ( Vorsteh ) náði 3.einkunn í Opnum flokki. Aðrir náðu ekki einkunn þann daginn.
Á öðrum degi náði svo Vatnsenda Karma 2.einkunn í UF og og varð besti hundur prófs í UF. Vorstehhundarnir Veiðimela Yrja og Veiðimela Karri náðu 3.einkunn í OF og varð Karri valinn besti hundur prófs í OF.
Við óskum einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Á þriðja degi var svo Keppnisflokkur. 1.sæti hreppti Enski pointerinn Vatnsenda Kjarval og í 2.sæti varð Heiðnabergs Bylur ( Vorsteh ) Aðrir náðu ekki sæti.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
Þannig að það voru Enskur pointer og Vorsteh sem gerðu það gott um helgina 🙂

Kjarval

Kjarval sem hvolpur 🙂 Af litlum neista verður oft mikið bál 😉


Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Örstutt samantekt – IRSK prófið

Breytingar á reglum um ættbókarskráningu.

Kynning á breytingum á „reglugerð um skráningu í ættbók“ sem stjórn HRFÍ samþykkti nýverið er hægt að lesa HÉR
Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að kynna sé þær.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Breytingar á reglum um ættbókarskráningu.

Vorpróf DESÍ – úrslit helgarinnar

Vorsteh gerði gott mót um helgina í Vorprófi DESÍ 🙂
Á laugardeginum var það Lárus Eggertsson með Munkefjellets Mjöll (strýhærður Vorsteh ) sem landaði 1.einkunn og varð besti hundur prófs, og við óskum Lalla til hamingju með það.
Svo á sunnudeginum náði Unnur Unnsteinsdóttir með snögghærða vorstehhundinn Veiðimela Kröflu 1.einkunn og Guðni Stefánsson með strýhærða vorstehhundinn GG Sef 2.einkunn. Innilega til hamingju með árangurinn bæði tvö.
Farandgripurinn Rjúpan var svo veittur besta hundi helgarinnar sem var Munkefjellets Mjöll.
Dómari var Guðjón Arinbjarnarson.
Flott próf hjá DESÍ, nóg af fugli og fínt veður 🙂
Hér eru myndir af vinningshöfum helgarinnar og hægt er að smella á þær til að stækka.

17886880_1662062347154621_770481765_o    17887198_1662062190487970_1000436311_o    17886706_1662062110487978_902046976_o

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf DESÍ – úrslit helgarinnar

RIUS Námskeið

RIUS námskeið
Stjórn Vorstehdeildar hefur ákveðið að halda RIUS námskeið. Námskeiðið miðar að því að ná fram ró við uppflug og skot og verður notast við dúfur og kastara.
Allar hundategundir velkomnar 🙂
Það er takmarkað pláss og gildir prinsippið fyrstur kemur fyrstur fær.
Verðið er 1000kr
Guðni Stefánsson kennir og sýnir eftir norskri fyrirmynd.
Hittingur við Sólheimakot Laugardaginn 1.April kl 10:00
Skráning á vorsteh@vorsteh.is
Með von um góða skráningu 🙂
Kveðja,
Stjórn Vorsteh

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við RIUS Námskeið

Vorpróf DESÍ

Dagana 8-9 apríl verður DESÍ með Heiðapróf í nágrenis höfuðborgarsvæðisins. Prófað verður í unghundaflokki, opnum flokki og verður boðið upp á blandað partý.

Dómari prófsins verður okkar ástkæri Guðjón Arinbjarnarson.enskur-setter

Skráningarfrestur í prófið er til og með 29.mars og fer skráning fram á skrifstofu HRFÍ.
Hvað þarf að fylgjaskráningu og hvernig á að bera sig að er hægt að nálgast hér.

Skráningargjald fyrir 1 dag er 5.000.- og 2 daga 7.500.-

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við prófstjórann Kristinn Þór Einarsson s: 895-6850

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf DESÍ

Óformlegur stjórnarfundur

Stjórnin hittist stutt á óformlegum fundi í síðustu viku.
Komu fram vissar áhyggjur eins og áður um sundrung í sportinu vissar og leiðir til að þjappa fólki saman.
*Apríl prófið væri fallið niður (sem þýðir tapaðar tekjur fyrir deildina)
*Hversu mikilvægt það væri að hafa góða skráningu fyrir Október prófið (þar sem deildin er með sjálfstæðan fjárhag fyrir prófin)

Það var rætt að viku fyrir aðalfund var gengið munnlega frá því við Tore Kallekleiv að hann myndi koma og dæma haustprófið ásamt öðrum erlendum dómara. Núverandi stjórn fannst það geta orðið til þess að þar sem Tore hefur komið hér nokkrum sinnum áður, er vinamargur á Íslandi og er tengdur ræktunarlínum að eitthvað umtal yrði og fólk myndi jafnvel sleppa því að vera með, að skráning gæti orðið of lítil, að það væri betra fyrir deildina að fá tvo ferska og góða dómara sem ekki hafa komið áður.

Útfrá fundinum var talað við Grétu sem sat í stjórn og hafði verið sambandi við Tore fyrir hönd Vorstehdeildarinnar, fannst henni þetta miður en skildi sjónarmið nýju stjórnarinnar.
Farið var þá í það að hringja í Tore sem skildi málið fullkomlega og vildi koma þeim skilaboðum til deildarinnar og deildanna að hætta þessu leikskóladrama, staðinn fyrir að eyða tímanum í niðurrif að eyða honum í hundinn og sameinast að því sem máli skiptir, þ.e. hundunum, því lífið væri of stutt til að eyða í rifrildi. Svo óskaði hann öllum góðs gengis.

Einnig var sent bréf á Tore þar sem þetta var útskýrt aftur, og í leiðinni honum þakkað fyrir frábær störf fyrir okkur íslendinga í gegnum tíðina, sem prófdómari, fyrirlesari, og ýmsa aðra aðstoð sem hann hefur veitt okkur.
Því var komið algerlega til skila að þetta snérist ekki um neitt annað en að koma í veg fyrir mögulegar tengslaumræður af einhverjum hætti.
Það er því okkar von að deildarmeðlimir og aðrir sýni því skilning þegar reynt er að fylgja þeirri stefnu að fá hér tvo nýja erlenda dómara í hvert próf til þess eins að þeir sem taka þátt í prófum Vorstehdeildar fái í hvert skipti möguleika á umsögn dómara sem ekki hefur komið hér áður.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Óformlegur stjórnarfundur

Væntanleg got

Nánar á síðunni „Væntanleg og/eða staðfest got“ hér á síðunni undir „Vorsteh hundurinn“

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Væntanleg got

Úrslit Norðurljósasýningar HRFÍ

17022391_1873872332886034_3416015067564401596_n
Ice Atrtemis Mjölnir nær Sigrúnu og Ice Artemis RW-16 Hera. sem var í 4. sæti í Tegundarhóp 7
Snögghærður Vorsteh
Opin flokkur rakkar
Veiðimela Jökull Exelent m. Efni 1.sæti
Vinnuhunda flokkur rakkar
Veiðimela Karri Exelent m. Efni 1.sæti Íslensk m stig caib 1. Sæti BOS
Ungliða flokkur tíkur
Rampen‘s Nína Good
Vinnuhundaflokkur tíkur
Veiðimela Krafla Exelent, m. Efni Íslenskt meistarastig, cacib 1.sæti BOB

Strýhærður Vorsteh
Vinnuhundaflokkur rakkar
Ice Artemis Mjölnir Exelent, m efni, íslenskt meistarastig Cacib BOS
Opin flokkur Tíkur
RW-16 Ice Artemis Hera Exelent, m efni, íslenskt meistarastig Cacib BOB
RW-16 Ice Artemis Hera varð í 4 sæti í grúppuni

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn 🙂
Birt með fyrirvara um villur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit Norðurljósasýningar HRFÍ

Ný stjórn Vorstehdeildar – verkaskipting

Nýkjörin stjórn Vorstehdeildar hefur skipt með sér verkum á eftirfarandi hátt, þrátt fyrir að stefnan sé að vinna saman, allir sem einn 🙂
Guðmundur Pétursson formaður
Gunnar Pétur Róbertsson varaformaður og ritari
Lárus Eggertsson gjaldkeri
Guðni Stefánsson meðstjórnandi
Sigurður Arnet Vilhjálmsson meðstjórnandi.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar – verkaskipting