Vinna deildarinnar við sýningu HRFÍ í mars

Kæru deildarmeðlimir.
Nú er komið að þeirri sýningu ársins sem Vorstehdeild á að útvega fólk til vinnu og höfum við alltaf staðið okkur með prýði. Vinsamlegast skráið ykkur í vinnu í kommentum við sambærilega frétt á Facebooksíðu Vorstehdeildar.  Í viðhenginu má sjá hvenar fólks er þörf.
A.T.H. Sérþekkingar á sýningum er ekki þörf, við fögnum öllum þeim sem eru tilbúnir að vinna undir merkjum deildarinnar
Margar hendur vinna létt verk  

Vinnuplanið 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vinna deildarinnar við sýningu HRFÍ í mars

Ný stjórn Vorstehdeildar

Ný stjórn Vorstehdeildar var kosin samhljóða á aðalfundi deildarinnar í gær.
Það voru þeir Gunnar Pétur, Lárus Eggertsson og Sigurður Arnet Vilhjálmsson sem voru kosnir til tveggja ára og Guðni Stefánsson sem var kosinn til eins árs.
Út úr stjórn stigu þau Birgir Örn Arnarson, Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Hlynur Þór Haraldsson sem höfðu setið í tvö ár, og Sigríður Oddný Hrólfsdóttir sem þurfti að hætta af persónulegum ástæðum eftir eitt ár.
Við þökkum þeim frábært og óeigingjarnt starf á liðnum árum.
Stjórn 2017
Stjórn Vorstehdeildar 2017
Frá vinstri: Guðni, Sigurður, Lárus, Gunnar og Guðmundur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar

Verðaunaafhending stigahæstu hunda

Á Aðalfundi Vorstehdeildar 2017 voru stigahæstu hundar ársins 2016 heiðraðir. Það voru eins og áður sagði eftirfarandi hundar sem hlutu verðlaun:
Í Keppnsiflokk sigraði Heiðnabergs Bylur von Greif með 32 stig
Við óskum Jóni Garðari til hamingju með glæsilegan árangur.
Í Opnum flokk gerðist það að þrír hundar voru jafnir í fyrsta sæti með 14 stig. Það voru Bendishunda Saga (Þoka) , Ice Artemis Blökk, og Heiðnabergs Gleipnir von Greif sem deila með sér fyrsta sætinu eftir mikla baráttu.
Við óskum Guðmundi, Björgvini og Jóni Svan til hamingju.
Í Unghundaflokk var það Veiðimela Karri sem sigraði með 14 stig,
og við óskum Pétri Alan til hamingju með árangurinn.

Glösin
Glæsileg áletruð glös voru að þessu sinni verðlaunagripirnir.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Verðaunaafhending stigahæstu hunda

Minnum á aðalfund deildarinnar á morgun 15. febrúar!

Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar kl.20:00

Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundastörf

Heiðrun stigahæstu hunda

Vekjum athygli á að þrjú sæti eru laus í stjórn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Minnum á aðalfund deildarinnar á morgun 15. febrúar!

Fuglahundur ársins hjá FHD

 

 

Fuglahundadeild HRFÍ var að krýna fuglahund ársins 2016.
Titilinn hlaut vorstehhundurinn Heiðnabergs Bylur von Greif
Við óskum Jóni Garðari innilega til hamingju með árangurinn

JG og Bylur

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fuglahundur ársins hjá FHD

Sýningarþjálfanir

Sýningaþjálfanir DESÍ og Vorstehdeildar verða 14., 21. og 28. feb klukkan 19 í Gæludýr.is á Korputorgi.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningarþjálfanir

Aðalfundur Vorstehdeildar 15. febrúar

Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar kl.20:00

Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundastörf

Heiðrun stigahæstu hunda

Vekjum athygli á að þrjú sæti eru laus í stjórn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar 15. febrúar

Deildarfundur

Vorstehdeild heldur deildarfund í húsi HRFÍ Síðumúla 15 á miðvikudaginn 1.febrúar kl 20:00
Farið verður yfir dagskrá vetrarins , starf deildarinnar og önnur mál.
Allir velkomnir.
Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Deildarfundur

Vorprófið

Í ljósi þess að prófadagskráin í vor er þétt, jafnvel of þétt, og fyrirvarinn til að ná í eftirsótta dómara og góð flugverð orðinn of stuttur, og annara ástæðna, hefur stjórn Vorstehdeildar ákveðið að halda ekki vorpróf árið 2017. Ákveðið er að halda sem fyrr glæsilegt haustpróf 6-8. okt. og svo vorpróf á næsta ári. Það ætti að vera nægt framboð af prófum í vor samt sem áður. Nú er kominn tími til að koma hundunum í form og vera með í æfingagöngum og taka þátt 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorprófið

Alþjóðleg sýning HRFÍ í mars.

Tekið af síðu HRFÍ:
Fyrsta sýningahelgi ársins verður i byrjun mars n.k. og hefst hún á hvolpasýningu og keppni ungra sýnenda föstudagskvöldið 3. mars. Laugardaginn 4. mars og sunnudaginn 5. mars verður alþjóðleg sýning. Dómarar helgarinnar eru Attila Czeglédi (Ungverjaland), Carl Gunnar Stafberg (Svíþjóð), Hannele Jokisilta (Finnlandi),  Johnny Andersson (Svíþjóð) og Kitty Sjong (Danmörk).

​​Skráningafrestur á gjaldskrá 1 rennur út í lok dags þann 20. janúar n.k.  Þá er jafnframt lokadagur til að skila umskráningum og gotskráningum vegna hunda á sýningunum.

Skráningafrestur á gjaldskrá 2 rennur út í lok dags þann 3. febrúar n.k.

Sýningastjórn hefur ákveðið að nefna dómara fyrir nokkrar tegundir. Fyrirvari er gerður að því leyti, að forfallist dómari, eru aðrir auglýstir dómarar til vara, auk þess sem sýningastjórn HRFÍ áskilur sér rétt til að fjölga dómurum, einnig til vara, ef fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.

Tegundahópar munu skiptast eftirfarandi:
Laugardagur 4. mars: 1, 2, 3, 4/6, 7 og 10
Sunnudagur 5. mars: 5, 8 og 9

 

Tegundahópur 7:
Enskur setter: Hannele Jokisilta
Gordon setter: Hannele Jokisilta
Írskur setter: Hannele Jokisilta
Ungversk vizla, snöggh.: Hannele Jokisilta
Vorsteh (báðar feldgerðir): Hannele Jokisilta
Weimaraner, snöggh.: Hannele Jokisilta

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg sýning HRFÍ í mars.