Æfingagöngur hefjast á ný
Stigakeppni Vorstehdeildar
Fyrsta viðburði ársins sem gefur stig í stigakeppni Vorstehdeildar er lokið. Stigin hafa verið færð inn, og er hægt að skoða stöðuna á heimasíðu deildarinnar undir „Deildin / Stigakeppni“.
Það er rétt að ítreka það, að nú eru þeir sem vilja vera með í keppninni ábyrgir fyrir að senda inn skorblöðin sín til þess að stigin telji. Sjá nánar á síðunni.
Ábendingar og skorblöð má senda á vorsteh@vorsteh.is
http://www.vorsteh.is/?page_id=1095
Áfram Vorsteh
Stigahæstu hundar ársins 2015
Á aðalfundi deildarinar þann 10. febrúar síðastliðinn, voru stigahæstu hundar heiðraðir þeir Ice Artemis Mjölnir í unghundaflokki og Ice Artemis Úranus Arkó í opnum flokki.
Eigandi Ice Artemis Mjölnis er Lárus Eggertsson og er einnig ræktandi. Ice Artemis Úranus Arkó er í eigu Valdimars Bergstað og ræktandi Lárus Eggertsson.
Stjórn Vorstehdeildar HRFÍ óskar eigendum og ræktanda til hamingju með frábæran árangur.
Lárus með Ice Artemis Úranus Arkó (mynd til vinstri) og Ice Artemis Mjölnir (mynd til hægri)
Aðstoð við sýningu
Kæru félagar Vorstehdeildar HRFÍ.
Núna styttist óðum í sýninguna, og er okkar deild ein af nokkrum sem kemur að uppsetningu, miðasölu/dyrum og frágangi.
Allir félagsmenn sem sjá sér fært að leggja hönd á plóg geta haft samband á vorsteh@vorsteh.is
Fimmtudagur 25/2 kl 19:00 – Uppsetning sýningar í Víðidal
Sunnudagur 28/2 kl 12:00 miðasala/dyrum
Kl 16:00 frágangur eftir sýningu ( Gengið frá teppum og margt fleira)
Með fyrirfram þökk
Stjórn Vorstehdeildar
Ný stjórn Vorstehdeildar 2016 – 2017
Ný stjórn hélt sinn fyrsta stjórnarfund eftir aðalfund deildarinnar.
Úr stjórn gengu Díana Sigurfinnsdóttir og Jón Svan Grétarsson. Í stjórn gengu Sigríður Oddný Hrólfsdóttir og Guðmundur Pétursson.
Stjórn skipti með sér verkum.
Formaður Birgir Örn Arnarson biggihunter@yahoo.no S: 891 – 8898
Varaformaður Sigríður Oddný Hrólfsdóttir sigga@bendir.is S: 697 – 7016
Gjaldkeri/Heimasíða Guðmundur Pétursson gudmundurp@simnet.is S: 892 – 6328
Ritari/Heimasíða Hlynur Þór Haraldsson hlynurgolf@gmail.com S: 866 – 7565
Gagnavörður Eydís Gréta Guðbrandsdóttir greta@zelda.is S: 860 – 7274
Dagskrá Alþjóðlegrar hundasýningar HRFÍ 27-28 febrúar
Dagskrá sýningar er hægt að skoða inni á vef HRFÍ:
http://www.hrfi.is/freacutettir/dagskra-syningar
Vinna við sýninguna 27. og 28. febrúar
Óskum eftir sjálfboðaliðum í að setja upp, vinna við og taka niður Alþjóðlegu sýningu HRFÍ 27 og 28 febrúar.
Setja þarf sýnnguna upp á fimmtudag og taka niður á sunnudag. Einnig þarf Vorstehdeild að skaffa 2 starfsmenn á sýningunni sjálfri. Hjálpumst við að að gera sýninguna glæsilega og leggjum hönd á plóg, margar hendur vinna létt verk 🙂
Aðalfundur Vorstehdeildar.
Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 10.febrúar kl.20:00
Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla15.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundastörf
Heiðrun stigahæstu hunda
Vekjum athygli á að tvö sæti eru laus í stjórn.
Dómarakynning.
Í veiðiprófi Vorstehdeildar sem haldið verður 1 -3 apríl nk. verða tveir erlendir dómarar þeir Kjetil Kristiansen frá Noregi og Birger Knutsson frá Svíþjóð.
Kjetil Kristiansen er 53 ára og býr í Stavanger í Noregi. Kjetil hefur átt Vorsteh hunda sl. 20 ár verið þátttkandi í veiðipórfum undanfarin 15 ár.
Í dag er Kjetil með tvo hunda, Haugtuns DPB Phønix og Rugdelias PME Vega. Phønix hefur náð um 30 verðlaunum í unghunda, opnum og keppnisflokki.
Kjetil hefur nú dregið sig í hlé í þátttöku í prófum þar sem dómarastöfin hafa tekið við, en fyrir 5 árum fékk Kjetil dómararéttindi sem sækiprófsdómari og fyrir 3 árum fór hann að læra til dómara fyrir veiðipróf á fjalli og útskrifaðist í ágúst 2015. Kjetil dæmt í fjölmörgum prófum síðan haustið 2015.
Birger Knutsson er 66 ár og býr Alingsons í Svíþjóð. Birger hefur verið dómari sl.30 ár og hefur dæmt yfir 1000 hunda á því tímabili í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Birger var í rúm 15 ár formaður dómararáðs í Svíþjóð. Birger á í dag fjóra hunda, pointer, snögghærðan vorsteh, og tvo mínka hunda. Árlega er Birger með um 2500 fugla (fashana og hænsfugla) á landinu sínu þar sem hundaeigendur geta komið og þjálfað, veitt og haldið próf.Í október nk. mun Birigr skipulegga “Sweden Championship for English Birddogs”.