Breyting á dómaraskipan í Bendisprófi Vorstehdeildar

Ástæða þess að við höfum ekki getað gefið upp fyrr hver dæmir hvaða flokk hvaða dag er sú að annar dómarinn, Birger Knutsson, er búinn að vera veikur og við vorum að fá að vita það í gær að hann forfallast.
Annar dómari var fenginn í staðinn og er það Angelica Hammars. Kynning á henni kemur fljótlega.
Angelica Hammars dæmir OF á föstudaginn 1.april og UF á laugardaginn 2.april, og Kjetil Kristiansen dæmir UF á föstudaginn 1.april og OF á laugardeginum 2.april. Þau dæma svo saman KF á sunnudeginum 3.april.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Breyting á dómaraskipan í Bendisprófi Vorstehdeildar

Bendispróf 2016

12278262_10154002811697630_73675168_n

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf 2016

Æfingagöngur hefjast á ný

Æfingagöngur hefjast á ný

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur hefjast á ný

Stigakeppni Vorstehdeildar

Fyrsta viðburði ársins sem gefur stig í stigakeppni Vorstehdeildar er lokið. Stigin hafa verið færð inn, og er hægt að skoða stöðuna á heimasíðu deildarinnar undir „Deildin / Stigakeppni“.
Það er rétt að ítreka það, að nú eru þeir sem vilja vera með í keppninni ábyrgir fyrir að senda inn skorblöðin sín til þess að stigin telji. Sjá nánar á síðunni.
Ábendingar og skorblöð má senda á vorsteh@vorsteh.is
http://www.vorsteh.is/?page_id=1095

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigakeppni Vorstehdeildar

Áfram Vorsteh

Vorstehdeild HRFÍ óskar öllum hundum og eigendum/sýnendum góðs gengis á sýningu helgarinnar.
Áætlað er að strýhærður byrji kl. 10:45 á laugardag og sá snögghærði kl. 11:15 ca á laugardag.
Þessir tímar eru ekki heilagir og mælum við með að fólk mæti tímanlega.
Einnig er þetta tilvalið tækifæri fyrir áhugafólk um þessa glæsilegu hundategund að mæta og sjá með eigin augum hversu glæsilegir hundarnir eru.
Verslunin Bendir, einn af styrktaraðilum deildarinnar, gefur verðlaun fyrir alla Vorsteh hunda á sýningunni og kunnum við þeim Bendishjónum okkar bestu þakkir fyrir.
Allir félagsmenn í Vorstehdeild HRFÍ fá 20% afslátt af vörum í versluninni og hvetjum við alla til þess að versla við einn af okkar helstu styrktaraðilum.
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfram Vorsteh

Stigahæstu hundar ársins 2015

Á aðalfundi deildarinar þann 10. febrúar síðastliðinn, voru stigahæstu hundar heiðraðir þeir  Ice Artemis Mjölnir í unghundaflokki og Ice Artemis Úranus Arkó í opnum flokki.

Eigandi Ice Artemis Mjölnis er Lárus Eggertsson og er einnig ræktandi. Ice Artemis Úranus Arkó er í eigu Valdimars Bergstað og ræktandi Lárus Eggertsson.

Stjórn Vorstehdeildar HRFÍ óskar eigendum og ræktanda til hamingju með frábæran árangur.

 

LEarkoLEMjolnir

Lárus með Ice Artemis Úranus Arkó (mynd til vinstri) og Ice Artemis Mjölnir  (mynd til hægri)

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigahæstu hundar ársins 2015

Aðstoð við sýningu

 

Kæru félagar Vorstehdeildar HRFÍ.

Núna styttist óðum í sýninguna, og er okkar deild ein af nokkrum sem kemur að uppsetningu, miðasölu/dyrum og frágangi.

Allir félagsmenn sem sjá sér fært að leggja hönd á plóg geta haft samband á vorsteh@vorsteh.is

 

 

Fimmtudagur 25/2 kl 19:00 – Uppsetning sýningar í Víðidal

Sunnudagur 28/2 kl 12:00 miðasala/dyrum

Kl 16:00 frágangur eftir sýningu ( Gengið frá teppum og margt fleira)

 

 

Með fyrirfram þökk

Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðstoð við sýningu

Ný stjórn Vorstehdeildar 2016 – 2017

Ný stjórn hélt sinn fyrsta stjórnarfund eftir aðalfund deildarinnar.

Úr stjórn gengu Díana Sigurfinnsdóttir og Jón Svan Grétarsson. Í stjórn gengu Sigríður Oddný Hrólfsdóttir og Guðmundur Pétursson.

Stjórn skipti með sér verkum.

Formaður  Birgir Örn Arnarson   biggihunter@yahoo.no   S: 891 – 8898

Varaformaður  Sigríður Oddný Hrólfsdóttir    sigga@bendir.is   S: 697 – 7016

Gjaldkeri/Heimasíða  Guðmundur Pétursson gudmundurp@simnet.is S: 892 – 6328

Ritari/Heimasíða  Hlynur Þór Haraldsson    hlynurgolf@gmail.com S: 866 – 7565

Gagnavörður   Eydís Gréta Guðbrandsdóttir   greta@zelda.is   S: 860 – 7274

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar 2016 – 2017

Dagskrá Alþjóðlegrar hundasýningar HRFÍ 27-28 febrúar

Dagskrá sýningar er hægt að skoða inni á vef HRFÍ:
http://www.hrfi.is/freacutettir/dagskra-syningar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Alþjóðlegrar hundasýningar HRFÍ 27-28 febrúar

Vinna við sýninguna 27. og 28. febrúar

Óskum eftir sjálfboðaliðum í að setja upp, vinna við og taka niður Alþjóðlegu sýningu HRFÍ 27 og 28 febrúar.
Setja þarf sýnnguna upp á fimmtudag og taka niður á sunnudag. Einnig þarf Vorstehdeild að skaffa 2 starfsmenn á sýningunni sjálfri. Hjálpumst  við að að gera sýninguna glæsilega og leggjum hönd á plóg, margar hendur vinna létt verk 🙂

Birt í Forsíðufrétt, Sýningar | Slökkt á athugasemdum við Vinna við sýninguna 27. og 28. febrúar