Aðstoð við sýningu

 

Kæru félagar Vorstehdeildar HRFÍ.

Núna styttist óðum í sýninguna, og er okkar deild ein af nokkrum sem kemur að uppsetningu, miðasölu/dyrum og frágangi.

Allir félagsmenn sem sjá sér fært að leggja hönd á plóg geta haft samband á vorsteh@vorsteh.is

 

 

Fimmtudagur 25/2 kl 19:00 – Uppsetning sýningar í Víðidal

Sunnudagur 28/2 kl 12:00 miðasala/dyrum

Kl 16:00 frágangur eftir sýningu ( Gengið frá teppum og margt fleira)

 

 

Með fyrirfram þökk

Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðstoð við sýningu

Ný stjórn Vorstehdeildar 2016 – 2017

Ný stjórn hélt sinn fyrsta stjórnarfund eftir aðalfund deildarinnar.

Úr stjórn gengu Díana Sigurfinnsdóttir og Jón Svan Grétarsson. Í stjórn gengu Sigríður Oddný Hrólfsdóttir og Guðmundur Pétursson.

Stjórn skipti með sér verkum.

Formaður  Birgir Örn Arnarson   biggihunter@yahoo.no   S: 891 – 8898

Varaformaður  Sigríður Oddný Hrólfsdóttir    sigga@bendir.is   S: 697 – 7016

Gjaldkeri/Heimasíða  Guðmundur Pétursson gudmundurp@simnet.is S: 892 – 6328

Ritari/Heimasíða  Hlynur Þór Haraldsson    hlynurgolf@gmail.com S: 866 – 7565

Gagnavörður   Eydís Gréta Guðbrandsdóttir   greta@zelda.is   S: 860 – 7274

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar 2016 – 2017

Dagskrá Alþjóðlegrar hundasýningar HRFÍ 27-28 febrúar

Dagskrá sýningar er hægt að skoða inni á vef HRFÍ:
http://www.hrfi.is/freacutettir/dagskra-syningar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Alþjóðlegrar hundasýningar HRFÍ 27-28 febrúar

Vinna við sýninguna 27. og 28. febrúar

Óskum eftir sjálfboðaliðum í að setja upp, vinna við og taka niður Alþjóðlegu sýningu HRFÍ 27 og 28 febrúar.
Setja þarf sýnnguna upp á fimmtudag og taka niður á sunnudag. Einnig þarf Vorstehdeild að skaffa 2 starfsmenn á sýningunni sjálfri. Hjálpumst  við að að gera sýninguna glæsilega og leggjum hönd á plóg, margar hendur vinna létt verk 🙂

Birt í Forsíðufrétt, Sýningar | Slökkt á athugasemdum við Vinna við sýninguna 27. og 28. febrúar

Aðalfundur Vorstehdeildar.

Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 10.febrúar kl.20:00

Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla15.

Dagskrá

Venjuleg aðalfundastörf

Heiðrun stigahæstu hunda

Vekjum athygli á að tvö sæti eru laus í stjórn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar.

Dómarakynning.

Í veiðiprófi Vorstehdeildar sem haldið verður 1 -3 apríl nk. verða tveir erlendir dómarar þeir Kjetil Kristiansen frá Noregi og Birger Knutsson frá Svíþjóð.

Kjetil Kristiansen er 53 ára og býr í Stavanger í Noregi. Kjetil hefur átt Vorsteh hunda sl. 20 ár verið þátttkandi í veiðipórfum undanfarin 15 ár.

Í dag er Kjetil með tvo hunda, Haugtuns DPB Phønix og Rugdelias PME Vega. Phønix hefur náð um 30 verðlaunum í unghunda, opnum og keppnisflokki.

Kjetil hefur nú dregið sig í hlé í þátttöku í prófum þar sem dómarastöfin hafa tekið við, en fyrir  5 árum fékk Kjetil dómararéttindi sem sækiprófsdómari og fyrir 3 árum fór hann að læra til dómara fyrir veiðipróf á fjalli og útskrifaðist í ágúst 2015. Kjetil dæmt í fjölmörgum prófum síðan haustið 2015.

kjetil

Kjetil Kristiansen

Birger Knutsson er 66 ár og býr Alingsons í Svíþjóð. Birger hefur verið dómari sl.30 ár og hefur dæmt yfir 1000 hunda á því tímabili í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Birger var í rúm 15 ár formaður dómararáðs í Svíþjóð. Birger á í dag fjóra hunda, pointer, snögghærðan vorsteh, og tvo mínka hunda. Árlega er Birger með um 2500 fugla (fashana og hænsfugla) á landinu sínu þar sem hundaeigendur geta komið og þjálfað, veitt og haldið próf.Í október nk. mun Birigr skipulegga “Sweden Championship for English Birddogs”.

birgir

Birger Knutsson

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning.

Ný stigatafla Vorstehdeildar.

Stigatafla Vorstehdeildar

Veiðipróf OF og UF

Einkunn Stig
1. 3
2. 2
3. 1

Keppnisflokkur

Sæti Stig
1. 7
2. 6
3. 5
4. 4
5. 3
6

7.

2

1

Ms. 2

 

Vsm. 1

 

 

Sækipróf/Alhliðapróf OF og UF

Einkunn Stig
1. 3
2. 2
3. 1

 

Sýning

Umsögn Stig
Exellend 1
BIG 2
   

 

 

 

 

 

Útskýringar á stigagjöf fyrir alhliðapróf

Einkunn Flokkur Stigagjöf Stig
1.einkunn OF 184 eða hærra 3.stig
2.einkunn OF 145 – 183 2.stig
3.einkunn OF 88 – 144 1.stig
1.einkunn UF 148 eða hærra 3.stig
2.einkunn UF 117 -147 2.stig
3.einkunn UF 72 -116 1.stig

 

A.T.H. Hundar sem taka þátt í of og kf taka með sér sýningarstig í báða flokka

 

 

 

Stjórn vekur athygli á að á síðasta aðalfundi deildarinar þann 10/2 var samþykkt að eigendur hunda í deildinni sem taka þátt í viðburðum á vegum HRFÍ, veiðipróf/sýningum eru sjálfir ábyrgir fyrir því að koma gögnum áleiðis til gangavarðar deildarinar. Svo hægt sé að uppfæra stigagjöf í keppni stigahæstu hunda deildarinar eins fljótt og kostur er.

 

Eigendur hunda þurfa að senda inn skorblöð úr prófum og sýningum á vorsteh@vorsteh.is

Hægt er að skanna eða taka ljósmyndir af skor blaði.

 

 

Með fyrirfram þökk

Stjórn Vorstehdeidar

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stigatafla Vorstehdeildar.

Veiðpróf Vorstehdeildar á árinu 2016.

 

Jón Hákon og Heiðnabergs Gáta.

Á komandi ári mun deildin halda tvö veiðipróf á fjalli.

Fyrra prófið verður 1-3 apríl.

1. og 2. apríl, unghunda og opinflokkur.

3.apríl keppnisflokkur.

Dómarar í þessu prófi eru; Kjetil Kristiansen og Birger Knutsson.

Síðara prófið veður 30.sept – 2.okt.

30.sept og 1.okt unghunda og opinflokkur

2.okt keppnsiflokkur.

Tveir erlendir dómarar munu dæma þetta próf.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðpróf Vorstehdeildar á árinu 2016.

Stigahæstu hundar ársins 2015.

Stigahæstu hundar árið 2015.

Eins og einn meðlimur deildarinnar benti á er ekki talað um sækipróf í stigatöflunni sem er notast við heldur alhliðapróf. Áður en nýjar veiðiprórsreglur tóku gildi 1.janúar 2014 var talað um alhliðapróf og því stendur það þannig í stigatöflunni. Þegar nýjar veiðiprófsreglur tóku gildi hefði átt að breyta textanum í alhliðapróf/sækipróf en því miður gleymdist það og skrifast þau mistök á stjórn og biðjum við velvirðingar á því. Stjórn tekið þá ákvörðun að þeir hundar sem náðu sér í stig í sækiprófum í sumar haldi þeim. Við munum síðan kynna nýja stigatöflu sem tekur gildi 1.janúar 2016. Ef hlutaðeigandi hafa athguasemdir við þennan útreikning eða annað þá óskum við eftir að athugasemdir verið sendar á netfangið vorsthe@vorsthe.is en ekki inn á Facebook síðu deildarinnar.

Opinflokkur

Ice Artemis Arkó með 11 stig (sækipróf 8 stig + sýningar 3 stig)

Ice Artemis Blökk með 11 stig (veiðipróf 5 stig + sækipróf 6 stig)

Heiðnabergs Bylur von Greif með 11 stig (veiðipróf 8 stig + MS 1 stig + sýning 1 stig + sækipróf 1 stig)

Unghundaflokkur

Veiðimela Jökull með 10 stig (veiðipróf 3 stig + sækipróf 3 stig + sýningar 4 stig)

Veiðimela Karri með 8 stig (veiðipróf 5 stig + sýningar 3 stig)

Ice Artemis Mjölnir með 8 stig (veiðipróf 2 stig + sækipróf 6 stig)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigahæstu hundar ársins 2015.

Síðasta prófi ársins lokið.

Síðanst próf ársins fór fram á vegum FHD um helgina, prófið var haldið á Reykjanesinu í roki og rigningu.

í unghundaflokki landaði Veiðimela Karri 2.einkunn ásamt leiðanda sínum Jóni „afa“ Garðari, en eigandi Karra er Pétur Alan Guðmundsson

Í opnuflokki mætti Ice Artemis Blökk á græna landróvernum og nældi sér í 2.einkunn en það gerði einnig Bendishunda Moli og var hann valinn besti hundur prófs.

Við óskum Pétri, Björgvini og Hannesi til hamingju með árangurinn.

blökk á landróver

Blökk mætt á svæðið

 

hannesogbjörgvin

Hannes og Moli, Björgvin og Blökk ásamt dómara dagsins Pétri Alan.

 

karriogafi

Jón „afi“ og Karri ásamt dómara dagsins Guðjóni A.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Síðasta prófi ársins lokið.