Síðasta próf ársins á vegum FHD helgina 17-18 október.

Þátttökulisti í UF og OF laugardaginn 17.okt. og  í KF sunnudaginn 18.okt

UF:
Vindölas Ta-Kria Enskur setter
Veiðimela Krafla Vorsteh, snögghærður
Veiðmela Karri Vorsteh, snögghærður
Ice Artemis Líf Vorsteh, strýhærður

OF:
Karacanis Harpa Pointer
Fóellu Kolka B Breton
Bendishunda Mía Vorsteh, snögghærður
Bendishunda Moli Vorsteh, snögghærður
Ice Artemis Blökk Vorsteh, strýhærður

KF:
Fóellu Kolka Breton
Karacanis Harpa Pointer
ISFtCh Vatnsenda Kjarval Pointer
Midtvejs Assa Breton
C.I.B. ISFtCh, ISCh Heiðnabergs Bylur von Greif Vorsteh, snögghærður
Heiðnabergs Gáta von Greif Vorsteh, snögghærður
Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snögghærður

Bestu hundar í hverjum flokk fá verðlaunagrip frá Dýrheimum, umboðsaðilum Royal Canin og 1 flösku af Glenfiddich, single malt Scotch Whiskey.

Það eru vinsamleg tilmæli að þeir sem eru að æfa á svæðunum í kring sendi prófstjóra línu á villo@simnet.is í lok viku og segi hvað þeim finnst um bestu prófsvæðin.

Prófstjóri nýtir þær upplýsingar við val á svæðum.

Frekari upplýsingar um prófið verða settar inn á næstu dögum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Síðasta próf ársins á vegum FHD helgina 17-18 október.

Bendispróf Vorstehdeildar – úrslit

Bendispróf Vorstehdeildar var haldið um sl. helgi 2. – 4. október.

Föstudaginn 2. október voru skráðir til leiks 6. hundar í unghundaflokki og 10.hundar í opnuflokki

Dómarar voru norðmennirnir Rune Nedebro og Rune Mikalsen.

Ein einkunn kom í hús þennan dag, Ice Artemsi Blökk nældi sér í 2.einkunn í opnuflokki ásamt leiðanda sínum Björgvini Þórissyni.

Laugardaginn 3.október voru skráðir til 8. hundar í unghundaflokki og 12. í opnumflokki. Dómarar voru þeir sömu og fyrri daginn.

Tvær einkannir komi hús þann dag í unghundaflokki náði Veiðimela Freyja 2.einkunn ástamt leiðanda sínum Stefáni G. Rafnssyni.

Í opnum flokki náði Fjallatinda Alfa 1.einkunn ástamt leiðanda sínum Gunnar P. Róbertssyni.

Á sunnudeginum 4. október var fyrirhugað að halda keppnisflokk og voru 9. hundar skráðir til leiks, því miður voru veðurguðirninr ekki hliðhollir okkur þennan dag, úrhellis rigning og mikill vindur það fór því þannig að prófstjóri aflýsti prófi. Mikil vonbryggði en við stjórnum víst ekki veðrinu.

Dómarar prófins höfðu orð á því hve mikið væri um flotta hunda í prófinu og nefndu sérstaklega unghundaflokkinn, þeir áttu a.m.k. mjög ánægjulega daga með ykkur kæru þátttakendur og eru meira en til í að koma aftur til Íslands að dæma.

Við í stjórn deildarinnar og aðrir starfsmenn prófsins þökkum kærlega fyrir frábæra þátttöku og skemmtilega helgi. Án ykkar þátttöku værum við ekki að halda próf. Nú hefst vinna í að skipleggja næsta próf deildarinnar sem verður að öllum líkindum í mars á næsta ári.

Inn á Face Book síðu deildarinnar er fullt af myndum úr prófinu úr opna flokknum báða dagana, ef þið eigið myndir úr unghundaflokknum þá biðjum við ykkur endilega að deilda þeim á síðuna.

 

úrslit

Vinningshafar og dómarar 3.okt Rune M. Gunnar, Stefán og Rune N. Fjallatinda Alfa og Veiðimela Freyja

dómarar

Dómarar prófsins Rune Nederbo og Rune Mikalsen

blökk

Vinninshafar föstudagsins Ice Artemis Blökk, Björgvin og Rune N.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeildar – úrslit

Gleði og glaumur í Sólheimakoti á laugardagskvöldið.

Laugardagskvöldið 3.október ætlum við að hittast og borða saman og umfram allt gleðjast saman.

Sólheimakot kl.20:00

Allir mæti með eitthvað matarkynns á hlaðborðið.

Allir velkomnir hvort sem þeir eru að taka þátt í prófinum um helgina eða ekki.

Endilega farið á síðu Vorstehdeildar á Face Book og meldið ykkur og hvað þið ætlið að koma með.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og hafa gaman.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Gleði og glaumur í Sólheimakoti á laugardagskvöldið.

Þátttökulisti í Bendisprófi Vorstehdeildar 2.- 4.október nk.

Unghundaflokkur 2.okt.

Veiðimela Jökull – Vorsteh
Ice Artemis Mjölnir – Strýh. Vorsteh
Veiðimela Freyja – Vorsteh
Veiðimela Yrja – Vorsteh
Vindölas Ta-Kria – E-Setter
Ice Artemis Líf – Strýh. Vorsteh
Opinflokkur 2.okt.
Heiðnabergs Gleipnir von Greif – Vorsteh
Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku – E. Setter
Háfjalla Askja- E.Setter
Fóellu Kolka – Breton
Bendishunda Darri – Vorsteh
Hafrafells Zuper Caztro E.Setter
Fjallatinda Alfa – Vorsteh
Ice Artemis Blökk – Strýh. Vorsteh
Bendishunda Jarl – Vorsteh
Haugtun’s Hfe Siw – Vorsteh

Unghundaflokkur 3.okt.

Veiðimela Jökull – Vorsteh
Ice Artemis Mjölnir – Strýh. Vorsteh
Veiðimela Freyja – Vorsteh
Veiðimela Yrja – Vorsteh
Vindölas Ta-Kria – E. Setter
Veiðimela Karri – Vorsteh
Ice Artemis Líf – Strýh. VorstehVeiðimela Krafla – Vorsteh
Opinflokkur 3.okt.
Bendishunda Mía – Vorsteh
Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku – E.Setter
Rjúpnasels Funi – E. Setter
Rjúpnasels Þruma – E.Setter
Háfjalla Askja – E.Setter
Fóelu Kolka – Breton
Bendishunda Darri – Vorsteh
Hafrafells Zuper Caztro – E.Setter
Fjallatinda Alfa- Vorsteh
Haugtun’s Hfe Siw – Vorsteh
Heiðnabergs Gáta von greif – Vorsteh
Bendishunda Jarl – Vorsteh

Keppnisflokkur 4.okt
Álakvísar Marío – E.Setter
Heiðnabergs Gleipnir von Greif – Vorsteh
Fóellu Kolka – Breton
Háfjalla Parma – E.Setter
Háfjalla Týri – E.Setter
Midtvejs Assa – Breton
C.I.B. ISFtCh RW-13/14 ISCh Heiðnabergs Bylur von Greif
Heiðnabergs Gáta von greif – Vorsteh

ISFtCh Vatnsenda Kjarval
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti í Bendisprófi Vorstehdeildar 2.- 4.október nk.

Skráning í prófið – vinsamlega athugið.

Þar sem nokkur kortanúmer voru rangt skráð með skráningum í prófið og til að hægt sé að hleypa þeim greiðslum í geng þurfum við samkv. reglum að auglýsa lengri skráningarfrest í prófið, en hann er þá til kl.17:00 í dag.
Við viljum minn á að það er farsælast að skrá tímanlega í próf og ef ekki er millifært verður að passa að gefa upp rétt kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer til að allt gangi nú snuðrulaust fyrir sig. Annars lenda starfsmenn á skrifstofu HRFÍ í auka vinnu.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í prófið – vinsamlega athugið.

Nýjar húfur Vorstehdeildar.

húfahúfa.2

Það eru komnar nýjar Vorsteh – húfur.

Verð aðeins 1.000.- krónur

Verða til sölu í Bendi, í æfingagöngum.

Styrktarðili er Famous Grouse umboði á Íslandi.

Famous Grouse no 1

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýjar húfur Vorstehdeildar.

Bendisprófið – skráningu líkur á morgun miðvikudag, 23.sept.

 

bendirmynd

Minnum á að síðasti skráningardagur í Bendisprófið sem verður 2-4 október er á morgun miðvikudaginn 23.sept.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 eða í síma 588-5255 (opið kl. 10-15).

Prófnúmer er 501510.

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer.

Tiltakið ættbókarnúmer og nafn hunds sem og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í.

Verð fyrir einn dag er 4500,-, tvo daga 7000,- þrjá daga 9.500.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendisprófið – skráningu líkur á morgun miðvikudag, 23.sept.

Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið – árangur Vorsteh-hunda.

Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið var haldið dagana 12.-14 september. Fimm Vorsteh-hundar voru skráðir til leiks, í unghundaflokki voru það Veiðimela, Jökull, Ciara og Karri. Í keppnisflokki voru það Heiðnabergsbræðurnir Gleypnir og Bylur.

Á fyrsta degi náði enginn Vorsteh-hundur einkunn, á degi tvö náðu Veiðimela bærðurnir Karri og Jökull einkunn. Karri landaði 1.einkunn og Jökull náði 3. einkunn, Karri var valinn besti unghundur dagsins.

Á þriðja og síðasta degi prófsins náðu systkyninn Veiðimela Mía og Jökull bæði 2.einkunn. Mía var valinn besti unghundurinn þann dag. Yfir alla prófdagana var Veiðimela Karri valinn besti unghundurinn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið – árangur Vorsteh-hunda.

Alþjóðleg sýning HRFÍ 19.september.

 

kraflaogjokull

Veiðimela Krafla og Jökull. Mynd: Pétur Alan.

Snögghærður Vorsteh – úrslit.

Tíkur.

Unghundaflokkur.

Veiðimela Krafla, Excellent, meistaraefni, 1. sæti.ofl. Besta tík, ísl. meistarastig, CACIB, BOB og BIG-3

Veiðimela Freyja. Excellent, meistaraefni og 2. Sæti  í ofl. og 2 besta tík tegundar.

Opinn flokkur.

Fjallatinda Nala – Very Good.

Vinnuhundaflokkur.

RW-14 Bendishunda Saga – Excellent, meistaraefni 1.sæti í vinnuhundaflokki, 3ja besta tík tegundar.

Rakkar.

Ungliðaflokkur.

Veiðimela Jökull, Excellent, meistaraefni, 1. sæti ufl. Besti rakki, íslenskt meistarastig (fékk ekki CACIB þar sem hann var skráður í ungliðaflokk og gekk CACIB-ið því niður) BOS.

Opinn flokkur.

Bendishunda Funi Excellent, meistaraefni, 1. sæti í opnum flokk. 2. besti rakki tegundar, CACIB.

Vinnuhundaflokkur.

Bendishunda Móri Excellent, 1. sæti í vinnuhundaflokki og 3. besti rakki tegundar.

Bendishunda Jarl – Very Good.

Unghundaflokkur.
Veiðimela Karri, Very Good.

 

Mjöll

Munkefjellets Mjöll. Mynd: Lárus E.

Strýhærður Vorsteh – úrslit.

Munkefjellets Mjöll, Excellent, meistaraefni, 1. sæti, Besta tík, ísl. meistarastig, BOB.

Jökull, Krafla og Freyja fengu heiðursverðlaun sem ræktunarhópur en fengu ekki sæti í úrslitum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg sýning HRFÍ 19.september.

Bendispróf Vorstehdeildar 2.- 4. október.

bendirmynd

Bendispróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 2.-4. október.

Föstudaginn 2.október verður unghundaflokkur og opinflokkur.

Laugardaginn 3.október verður unghundaflokkur og opinflokkur.

Sunnudaginn 4.október verður keppnisflokkur.

Dómarar í prófinu koma frá Noregi og eru þeir Rune Nedreboe og Rune Mikalsen.

Prófsjórar eru þeir Gunnar Pétur Róbertsson og Lárus Eggertsson.

Fulltrúi HRFÍ; Guðjón Arinbjörnsson.

Prófið verðu haldið í nágrenni Reykjavíkur.

Föstudag og Laugardag veður prófið sett í Sólheimakoti kl.9:00 og á sunnudeginum kl.10:00.

Styrktaraðili prófsins er Bendir sem er sérvöruverslun með hundavörur. Bendir er til húsa í Hlíðarsmára 13 í Kópavogi og er verslunin opin daglega frá kl.10-18 og á laugardögum frá kl.11-15 og Famous Grouse umboðið á Íslandi.

Allir þeir sem ná einkunn í UF og OF og sæti í KF fá medalíu og verðlaun.

Besti hundur prófs veður ekki valinn.

Kynning á dómurum.

runeM.

Rune Mikalsen

Rune Mikalsen er sannkallaður norðmaður enda hefur maðurinn alið manninn í norður Noregi.

Rune er kvæntur og eiga þau hjón þrjú börn. Rune kemur frá Hammerfest sem er ekki langt frá Alta, til gamans ættu margir hverjir að kannast við þá víðfrægu laxveiðiá Alta svo norðanlega kemur maðurinn.

Undanfarinn 15 ár hefur hann búið í Tromsø og starfar þar sem framkvæmdarstjóri hjá Scanfish Norway, en það er fyrirtæki sérhæfir sig á útflutning af fiskmeti.

Þau hjón eiga í dag þrjá fuglahunda 2 Pointer og einn Vorsteh ( NJ(K)CH Howdmyras Sway.

En gefum Rune orðið:

Ég nota alla okkar hunda meira og minna allt árið í veiðar, veiðipróf og allt sem við kemur því að vera aktívur útvistamaður.

Hvað varðar Vorsteh hundinn minn þá höfum við verið meðal annars verið í úrslitum í bæði á fjalli og í skóglendi í Norwegian Championship.

Einnig hef ég verið 5 sinnum fulltrúi Vorsteh í liðakeppni. Þar sem hver tegund er með þrjá fulltrúa. (Gordon Setter, English Setter, Irish Setter, snögghærður Vorsteh, Strýhærður Vorsteh, Breton og Pointer).

runen.

Rune ásamt íslandsvininum Andreas B.

Rune Nedrebo er hinn dómarinn sem kemur að dæma hjá okkur í Bendisprófinu 2.- 4. október.

Rune N er 43 ára og á eina dóttur sem er tvítug.

Hann býr í Møre og Romsdal fylki nánar tiltekið í Molde. Fyrir 19 árum síðan stofnaði hann garðyrkjufyrirtæki sem hann rekur enn þann dag í dag.

Fyrir utan hundanna er hans helstu áhugamál meðal annars móturhjól, þá helst segist hann vera Harley Davidson maður, þar segist hann huga vel að Harley-inum sem er chooper hvort sem um ræðir að betrum bæta hjólið eða aka um strætin í Molde.

En yfir í mál málanna, um hundamálin segir Rune:

Ég keypti minn fyrsta snögghærða Vorsteh 2002. Síðan þá hef ég átt 7 Vorsteh hunda. Á heimilinu í dag er ég með 4 hunda.Fjórir af mínum hundum eru með sæti í keppnisflokki. (Vinnerklasse) og Årdalens Revolution er NJCH ( Norsk Jakt Champion).

Rune er með sína eingin ræktun og ber hún nafnið Tverregga.

Skráning í prófið.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 eða í síma 588-5255 (opið kl. 10-15).

Prófnúmer er 501510.

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer.

Tiltakið ættbókarnúmer og nafn hunds sem og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í.

Verð fyrir einn dag er 4500,-, tvo daga 7000,- þrjá daga 9.500.-

Síðasti skráningardagur er 23.september.

Bendir-logo_1

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeildar 2.- 4. október.