Skráningarfrestur í Vorstehprófið

Minnum á að skráningarfrestur á veiðipróf nr 501404 Vorstehdeildar sem haldið verður 4-6 apríl rennur út 26 mars.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ (Sjá nánar á www.hrfi.is)

Einnig er hægt að skrá sig með þvi að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifært eða gefa upp kreditkortanúmer. Tiltakið ættbókarnúmer hunds og nafn leiðanda í prófinu auk hvaða flokk á að skrá í.

Minnum á að greiða um leið og skráning fer fram.

Prófstjóri er Gunnar Pétur Róbertsson s: 893-3123,

Breytt fyrirkomulag er ákveðið og verða flokkarnir eins og hér segir

Opinn flokkur (OF) – 4 apríl

Unghunda flokkur (UF) – 5 apríl

Kefppnis flokkur (KF) – 6 apríl

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur í Vorstehprófið

Vorstehpróf 4-6 apríl – breytt fyrirkomulag

Stjórn Vorstehdeildar hefur ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á næsta Vorsteh prófi með fyrirvara um að menn verði ekki mótfallnir þessari aðstöðu, annars verður prófið haldið í þeirri mynd sem áður hefur verið auglýst.

Þetta próf er nr: 501404.

Fyrra fyrirkomulag var unghundur og opinn flokkur á laugardegi og keppnisflokkur á sunnudegi.

Nýtt fyrirkomulag er, og var dregið um hvorn daginn UF eða OF myndi lenda á föstudegi eða laugardegi.

OF er á föstudeginum 4.apríl, UF verður 5.apríl og KF verður 6.apríl.

Jørn – Tore Karlsen kemur til með að dæma OF, UF og KF ásamt Agli Bergmann.

Ef almenn sátt er um þetta fyrirkomulag þá fá allir flokkar að njóta norska dómarans.

 

Kær kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorstehpróf 4-6 apríl – breytt fyrirkomulag

Aðalfundur Vorstehdeildar

Einar Páll tók við verðlaunum fyrir eiganda Bendishunda Funa (UF)

 

Lárus tók við verðlaunum fyrir eiganda RW-13 Ice Artemis Arco (UF)

 

Jón Garðar tók við verlaunum fyrir RW-13 Heiðnabergs Byl (OF)

 

Jón Svan tók við verlaunum fyrir Heiðnabergs Gleypnir (OF)

Óskar Vorstehdeild þeim innilega til hamingju með árangurinn

 

Aðalfundur Vorstehdeildar var haldin í gær 20.03.2014

Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf, kosið í stjórn og stigahæstu hundar 2013 verðlaunaðir.

Út úr stjórn gengu Guðjón Snær Steindórsson og Vigfús Vigfússon og þakkar stjórn Vorstehdeildar þeim fyrir vel unnin störf.

Nýtt fólk var kosið í stjórn og þau eru Díana Sigurfinnsdóttir og Jón Svan Grétarsson. Óskar Vorstehdeild þeim til innilega til hamingju með að vera komin í stjórnina.

 

Stjórnin er þá þessi: Gunnar Pétur Róbertsson, Lárus Eggertsson, Kristjón Jónsson, Díana Sigurfinnsdóttir og Jón Svan Grétarsson.

 

Önnur mál voru rædd á fundinum og bar margt á góma og fór fundurinn vel.

 

Vorstehdeild þakkar því fólki sem mætti á fundinn fyrir komuna.

 

Ársskýrlsla 2013-2014 má finna hér!

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar

Rætunarstefna Vorsteh deildar.

Stjórn vorstehdeildar hefur ákveðið eftirfarandi ræktunarstefnu.

 

Þau ræktunardýr sem skal para hafi verið;

Mjaðmamynduð og greining sé A eða B (HD FRI).

Sýnd að minnsta kosti einu sinni á sýningu HRFÍ eða hjá öðrum félögum viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. Very Good  í OFL eða VFL .

Náð a.m.k. 2. Einkunni í opnum flokki í veiðiprófi á Íslandi eða sambærilegri einkunn hjá klúbbum erlendis viðurkenndum af FCI.

Ræktunarstjórn minnir ræktendur á ákvæði í grundvallarreglum HRFÍ um lágmarksaldur tíkur við pörun, 2 ár  og hámarksfjölda gota á tík 5.

 

Þessi ræktunarstefna gildir frá 18 mars 2014!

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rætunarstefna Vorsteh deildar.

Æfingagagöngur hefjast að nýju

Sameiginlegar æfingagöngur deildanna þriggja hefjast að nýju á morgun þriðjudaginn 18. mars kl. 18.00.

Mæting er við Sólheimakotsafleggjara.

Æfingagöngurnar verða svo framvegis á þriðjudögum og fimmtudögum á sama tíma þar til annað verður auglýst.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagagöngur hefjast að nýju

Prófi lokið

Prófi í opnum flokki lokið

15.3.2014
Stækka mynd
Opinn flokkur var prófaður í nágrenni Lyklafells í dag.  Vindasamt var á prófstað og lítið um fugl.  Aðeins ein fuglavinna hlaut dagsins ljós og var það enski setinn Háfjalla Týri sem landaði henni og hlaut verðskuldaða 2. einkunn og valinn besti hundur prófs.  Aðrir hundar hlutu )einkunn.

Fuglahundadeild og Vorstehdeild óskar Einari Guðnasyni og Háfjalla Týra til hamingju með árangurinn og hinum óskum við góðs gengis á næstu prófum.

Fuglahundadeild þakkar dómurum, prófstjóra og styrktaraðilunum Dýrheimum(Royal Canin) og Vífilfelli(Glenfiddich og Coke Cola) kærlega fyrir stuðninginn.

Mynd:  Vilhjálmur Ólafsson dómarnemi, Einar Guðnason og Háfjalla Týri, Pétur Alan Guðmundsson dómari.

 

 

Unghundaflokki lokið

15.3.2014
Stækka mynd
Prófi í unghundaflokki er nú lokið.  Prófið var haldið við Langavatn í mjög skaplegu veðri.  „Mökkur“ var af fugli á svæðinu að sögn prófstjóra og fengu allir hundar færi á fugli. Frábær vinna hjá unghundum í dag, fuglinn var afar laus og erfiður viðureignar en þrátt fyrir það stóðust unghundarnir allar þær  freistingar sem í boði voru og sást ekki til elts allan daginn.

Einu viðukenndu fuglavinnunni náði Bretoninn Fóellu Stekkur og hlaut hann verðskuldaða 3. einkunn og valinn besti hundur prófs í UF.  Fuglahundadeild og Vorstehdeild óskar Siggu og Stekk til hamingju með árangurinn og hinum sem ekki fengu einkunn gangi betur næst.

Á myndinni er Sigríður Aðalsteinsdóttir og Fóellu Stekkur ásamt dómara í UF Agli Bergmann.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófi lokið

Viljum minna á: Aðalfundur Vorstehdeildar – 2 stöður lausar í stjórn

Aðalfundur Vorstehdeildar verður fimmtudaginn 20 mars, kl 20:00.

Staðsetning er á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15.

Óskað er eftir 2 nýjum áhugasömum einstaklingum í stjórn.

 

Áhugasamir hafi samband við stjórnarmenn.

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf og kosning tveggja meðlima í stjórn.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Viljum minna á: Aðalfundur Vorstehdeildar – 2 stöður lausar í stjórn

Ellaprófið – þátttökulisti

Stækka mynd
Náttúrubarnið Erlendur Jónsson

Mjög góð þátttaka er í Ellaprófið sem haldið er árlega til minningar um Erlend Jónsson fuglahundadómara.
Besti hundur í opnum flokki hlýtur til varðveislu farandstyttuna Náttúrubarnið sem gefið var af félögum Erlends í sportinu til minningar um Ella heitinn.
Prófið verður haldið laugardaginn 15. mars 2014. Prófstjóri hefur kallað til Egil Bergmann sem dæmir unghundaflokkinn.
Þátttökulistinn er eftirfarandi:
Unghundaflokkur: Dómari Egill Bergmann
  1. Fóellu Stekkur Breton
  2. Fóellu Ari Breton
  3. Fjallatinda Alfa Snögghærður Vorsteh
  4. Karacanis Harpa Pointer
.
Opinn flokkur: Dómari Pétur Alan Guðmundsson sem jafnframt er fulltrúi HRFÍ, dómaranemi Vilhjálmur Ólafsson.
  1. Álakvíslar Mario Enskur seti
  2. Háfjalla Týri Enskur seti
  3. Háfjalla Parma Enskur seti
  4. Heiðnabergs Bylur von Greif Snögghærður vorsteh
  5. Snjófjalla Hroki Enskur seti
  6. Ismenningens B-Billi Breton
  7. Vatnsenda Kjarval Pointer
  8. Midtvejs XO Breton
  9. Fuglodden’s Rösty Írskur seti
  10. Heiðnabergs Gná Snögghærður vorsteh
Styrktaraðilar Fuglahundadeildar og prófsins eru Dýrheimar – Royal Canin og Vífilfell – Glenfiddich & Coca Cola
sem veita verðlaun fyrir bestu hunda í unghunda og opnum flokk.
.
Prófstjóri er Þorsteinn Friðriksson
.
Vorstehdeild og Fuglahundadeild óskar þátttakendum góðs gengis og bendir á að áhorfendur eru hjartanlega velkomnir.
Prófið verður sett kl. 09:00 laugardaginn 15. mars í Sólheimakoti
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ellaprófið – þátttökulisti

Skráningarfrestur að renna út

Minnum á að skráningarfrestur á veiðipróf Fuglahundadeildar 501403 sem haldið verður 15. mars rennur út miðvikudaginn 5. mars.

Prófað verður í unghunda og opnum flokki.

Dómari verður Pétur Alan Guðmundsson og prófstjóri Sigþór Bragason.

 

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ( sjá nánar á www.hrfi.is) .

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer. Tiltakið ættbókarnúmer hunds og nafn leiðanda í prófinu auk hvaða flokks á að skrá í.

 

Þátttakendum er bent á að dæmt verður eftir nýsamþykktum veiðiprófsreglum, sem tóku gildi 1. janúar sl. og er þeim jafnframt bent á að kynna sér þær.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur að renna út

Veiðiprófi FHD lokið

Ice Artemis Blökk var best í dag í unghundaflokki

 

Öðru veiðiprófi FHD er nú lokið.  Prófin voru haldin í blíðskaparveðri á Mosfellsheiði í nágrenni við Lyklafell.  Fantagóðir sprettir sáust bæði í unghunda og opnum flokki og nánast fuglar í öllum sleppum.
Í opnum flokki var Háfjalla Týri fremstur að meðal jafningja og gerði sér lítið fyrir og landaði 3 fuglavinnum í bók og hlaut verðskuldaða 1. einkunn og valinn besti hundur í opnum flokki.  Á hælum hans var enski setinn Álakvíslar Mario með eina fuglavinnur og hlaut einnig verðskuldaða 1. einkunn.  Aðrir hundar fengu ekki einkunni í opnum flokki.
Í unghundaflokki hlaut strýhærði Vorsteh hundurinn Ice Artemis Blökk ásamt Pointernum Karacanis Harpa verðskuldaða 3. einkunn og Blökk valinn besti hundur prófs í unghundaflokki.
Aðrir hundar í unghundaflokki hlutu ekki einkunn.
Vorstehdeild og Fuglahundadeild óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn.  Prófstjóra og dómurum þakkir fyrir vel unnin störf á vegum Fuglahundadeildar.
Kveðja Vorstehdeild
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðiprófi FHD lokið