Aðalfundur Vorstehdeildar – 2 stöður lausar í stjórn

Aðalfundur Vorstehdeildar verður fimmtudaginn 20 mars, kl 20:00.

Staðsetning er á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15.

Óskað er eftir 2 nýjum áhugasömum mönnum í stjórn.

 

Áhugasamir hafi samband við stjórnarmenn.

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf og kosning tveggja meðlima í stjórn.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar – 2 stöður lausar í stjórn

Garðheimar – vantar aðstoð

Vorstehdeild óskar eftir að fá Vorsteh hunda og eigendur þeirra til að vera með í stórhundasýningu í Garðheimum.

Verður næstkomandi helgi frá 13-17 bæði laugardag og sunnudag.

Kjörin aðtaða til að kynna tegundina og viljum við fá sem flesta til að vera með á þessari helgi.

 

Skráið ykkur fyrir mánudagskvöldið um hvort þið viljið vera með.

Hafið samband við einhverja í stjórn Vorstehdeildar. Sjá hér:

 

Kveðja Vorstedeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Garðheimar – vantar aðstoð

Skráning í næsta próf FHD

Tilkynning frá prófstjóra

 

Svafar Ragnarsson hefur verið kallaður inn af prófstjóra til að dæma í prófinu á morgun laugardag og mun hann dæma unghundaflokkinn en eins og áður var auglýst mun Guðjón Arinbjörnsson dæma opna flokkinn.

Vorstehdeild og Fuglahundadeild óskar þátttakendum góðs gengis í prófinu og vonast til að sjá sem flesta áhorfendur.

Prófið verður sett kl. 09:00 í Sólheimakoti

 

 

Alls eru 7 hundar skráðir í opinn flokk og 4 í unghundaflokk í næsta veiðipróf Fuglahundadeildar sem haldið verður laugardaginn 1. mars.

Dómari verður Guðjón Arinbjörnsson og prófstjóri er Bragi Valur Egilsson.

Neðangreindir hundar eru skráðir í prófið:

 

Opinn flokkur:

Vorsteh snögghærður   Heiðnabergs Bylur von Greif

Enskur setter    Háfjalla Týri

Enskur setter    Álakvíslar Mario

Írskur setter      Fuglodden‘s Rösty

Enskur setter    Snjófjalla Hroki

Pointer              Vatnsenda Kara

Enskur setter    Háfjalla Parma

 

Unghundaflokkur

Vorsteh strýhærður  Ice Artemis Blökk

Vorsteh snögghærður  Fjallatinda Alfa

Breton    Fóellu Stekkur

Pointer   Karacanis Harpa

 

Prófið verður sett stundvíslega kl. 9.00 í Sólheimakoti.

Þeir sem hafa áhuga að ganga með í prófinu eru hjartanlega velkomnir.


Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í næsta próf FHD

Úrslit hundasýningar 22-23 febrúar 2014

Strýhærður Vorsteh

ICE Artemis Arko

Ice Artemis Úranus – „Arkó“

Exellent 1 sæti BOB, CC, CACIB og 4 sæti í grúbbu 7


Snögghærður Vorsteh

Meistaraflokkur
RW-13 C.I.B ISCh Rugdelias QLM Lucienne
Exellent, m.efni og V-CACIB og svo 2 besta tík tegundar

Vinnuhundaflokkur

Heiðnabergs Gáta
Exellent , 1 sæti og 3 sæti tíkur

Bendishunda Móri og Mía BOB og BOS

Unghundaflokkur
Bendishunda Mía
Exellent, íslenskt m.stig, CACIB og Besta tík tegundar (BOS)

Haugtun´s Hfe Siw
Exellent og 2 sæti

Bendishunda Móri og Palli. 3 sæti í grúbbu 7

Unghundaflokkur
Bendishunda Móri
Exellent, 1 sæti, íslenskt m.stig, CACIB og Besti rakki tegundar (BOB)
3 sæti í grúppu 7

Bendishunda Funi
Exellent og 2 sæti

Bendishunda Darri
Very good og 3 sæti

Bendishunda Moli
Very good og 4 sæti

Bendishunda Jarl
Very good

Bendishunda Krapi Jr
Mætti ekki

Ungliðaflokkur

Fjallatinda Alfa
Exellent og 1 sæti

Fjallatinda Esja
Very good og 2 sæti

Fjallatinda Þoka
Very good og 3 sæti

Fjallatinda Nala
Very good og 4 sæti

 

Vill Vorstehdeild þakka sérstaklega Palla og Siggu hjá bendir.is fyrir frábæran stuðning.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit hundasýningar 22-23 febrúar 2014

Bráðvantar aðstoð við hundasýningu HRFÍ næstu helgi!

Næstkomandi laugardag og sunnudag vantar okkur góðar og hjálpsamar hendur til aðstoðar.

Þeir sem vilja aðstoða deildina vinsamlegast hafið samband við Gunnar eða Lárus

Nánari upplýsingar gefa: S:893-3123 (Gunni) og 861-4502 (Lalli)

Með fyrirfram þakkir fyrir góða aðstoð og hlökkum til að heyra frá ykkur.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bráðvantar aðstoð við hundasýningu HRFÍ næstu helgi!

Fyrsta veiðipróf ársins lokið

Fyrsta veiðiprófi ársins er lokið.  Prófið var haldið á Mosfellsheiði og var gengið út frá Klöppinni.  Veðrið lék við menn og hunda alla daginn, frábært veður.  Allir hundar voru að vinna feikivel og sumir hverjir látnir hlaupa í allt að 120 mín.  Slangur var af fugli og fengu allir hundar tækifæri á að sýna hvað í þeim býr.  Eftiraldir hundar hlutu einkunn:

1. einkunn Álakvíslar Marío og besti hundur prófs.

2. einkunn Heiðnabergs Bylur von Greif

2. einkunn Snjófjalla Hroki

3. einkunn Heiðnarberg Gleipnir von Greif

 

Vorstehdeild óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn.

 

Mynd fengin af heimasíðu fuglahundadeild.is

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta veiðipróf ársins lokið

Frábær mæting á nýliðakynningu

Nýliðakynning 13.02.2014

Það var virkilega gaman að sjá hvað mættu margir á nýliðakynninguna.

Það erum skemmtilegir tímar framundan í fuglahundasportinu.

Takk fyrir gott kvöld.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frábær mæting á nýliðakynningu

Þáttökulisti í fyrsta veiðipróf ársins

Heiðnabergs Gleipnir og Heiðnabergs Bylur

Ágætis skráning er í fyrsta veiðipróf ársins.  Alls er skráðir sex hundar í opnum flokki en unghundaflokkur fellur niður vegna ónægrar þáttaöku.

Vill Vorstehdeild hvetja þá sem eiga unghunda að skrá sig í næstu próf. Það er fátt skemmtilegra en að eiga góðan dag á heiðinni með ungum hundi.

Opinn flokkur:

Enskur setter  Álakvíslar Mario

Enskur setter  Háfjalla Parma

Enskur setter  Snjófjalla Hroki

Vorsteh          Heiðnabergs Bylur von Greif

Pointer           Vatnsenda Kara

Vorsteh          Heiðnabergs Gleipnir von Greif

Eins og áður hefur verið sagt er pófstjóri Daníel Kristinnsson og dómari Svafar Ragnarsson.

Prófið verður stundvíslega sett kl. 9.00 í Sólheimakoti.

Gangi öllum vel á prófinu.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti í fyrsta veiðipróf ársins

Nýliðakynning verður á fimmtudaginn 13 feb.

Nýliðakynning verður fimmtudaginn 13 febrúar kl 19:30

Kynningin verður á skrifstofu HRFÍ

Viljum við sérstaklega hvetja nýliða til að mæta á þennan fund og kynna sér starfið og það sem framundan er.

 

Kveðja Vorsthedeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýliðakynning verður á fimmtudaginn 13 feb.

Kynningu á nýjum veiðiprófareglum

Næstkomandi þriðjudagskvöld kl 19:30 verður kynning á veiðiprófareglum.

Staðsetning verður á skrifstofu HRFÍ

 

Kveðja Vorstedeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynningu á nýjum veiðiprófareglum