Samstarfs-samningur við Aflmark staðfestur.

Vorstehdeild hefur endurnýjað samning við Aflamark sem flytur inn ROBUR vörur.

Í tilefni samningsins býður Aflmark, meðlimum Vorstehdeildar 20% afslátt af öllu hundafóðri sem það selur út samningstímann.

Samingurinn gildir 2013-2016.

Kveðja V0rstehdeild

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Samstarfs-samningur við Aflmark staðfestur.

Frábær mæting í Sólheimakoti

Hvernig á að leiða unghund í veiðiprófi

 

Það var frábær mæting á fyrirlesturinn sem Jón Garðar hélt.

Fyrirlesturinn bar heitið: HVERNIG Á AÐ LEIÐA UNGHUND Í VEIÐIPRÓFI.

Þökkum Jóni Garðari fyrir góðan fyrirlestur og þökkum þeim sem mættu innilega fyrir að sýna þessu áhuga.

Það skiptir okkur miklu máli að sem flestum gangi vel í veiðiprófi.

Það er ekki til neitt betra en að eyða góðum degið með fullt af mönnum/konum sem hafa áhuga á þessu frábæra sporti.

Sjáumst hress í næsta prófi:)

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frábær mæting í Sólheimakoti

Fuglahundar Suðurnesja

 

Heiðnabergs Freyja – Mynd fengin af Facebook síðu „Fuglahundar Suðurnesja“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja, nú er komið að því!

Aðstaða til æfinga innanhús í vetur.  Höfum leigt litlu reiðhöllina í Reykjanesbæ á mánudagskvöldum klukkan 20.00.  Verður fyrsti hittingur  28.janúar 2013.

Við ætlum okkur að vera með ýmsar æfingar og almennt spjall um veiðihunda.   Ætlunin er að fá reynslubolta til að leiðbeina okkur í fuglahundasportinu, vera með ýmsa viðburði og æfingar.

Þar sem við leigjum reiðhöllina mun Þorleifur (gjaldkeri) rukka 500kr,- fyrir skiptið.

Þess má geta að aðeins er um 23 mín. akstur frá Hafnarfirði til Keflavíkur.

Allir velkomnir og vonumst til  að sjá sem flesta nýja og gamla með góða skapið, glennsið og hundana.

Allar nánari upplýsingar veitir.

Alfreð   S: 6507901

Kveðja

Fuglahundaklúbbur suðurnesja.

 

http://www.facebook.com/hundaklubbur

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fuglahundar Suðurnesja

Hvernig á að leiða unghund í veiðiprófi?

 

ISCh C.I.B. Skerðingsstaða Píla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Garðar Þórarinsson ætlar að tala um hvernig á að leiða unghund í veiðiprófi.

Mjög fræðandi fyrir byrjendur í hundasportinu.

Staðsetning: Sólheimakoti laugardaginn 26. Janúar. Kl:10:00
Allir nýliðar eru sérstaklega velkomnir og annað áhugasamt hundafólk.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvernig á að leiða unghund í veiðiprófi?

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 23-24. febrúar

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ verður haldin helgina 23-24. febrúar 2013

Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 25. janúar 2013.

Sjá nánar á www.hrfi.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 23-24. febrúar

Sólheimakot á laugardögum

Fyrsta opna hús vetrarins verður n.k. laugardag og opnar húsið kl. 10.

Hittumst í spjall og kaffi og förum síðan út að þjálfa.

Allir velkomnir

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sólheimakot á laugardögum

Gleðilegt Vorsteh-ár!

Á næstu dögum verður kynnt spennandi dagskrá á vegum deildanna í tegundarhópi 7 þ.e. Vorstehdeildar, Fuglahundadeildar og Irsk setter deildar. Að venju verða opin hús í Sólheimakoti á laugardögum á vorönn með fjölbreyttri dagskrá. Nýjir umsjónaraðilar að Sólheimakoti eru fyrrnefndar deildir auk Retrieverdeildar og vinna þær í náinni samvinnu við deildir og stjórn HRFÍ.  Mikið mun mæða á félagsmönnum við uppbyggingu Sólheimakots sem hefur hýst okkur undanfarin uþb. 15 ár, bæði við opin hús, veiðipróf, námskeið, fyrirlestra, fundi  ofl. ofl. Margt má þar betur fara og eru tillögur um umbætur vel þegnar sem og öll aðstoð.

Veiðiprófadagskrá ársins liggur fyrir og verður kynnt í dagskránni innan skamms.  Menn og konur hafa farið á heiðina undanfarið með misjöfnum árangri enda allar útgáfur af veðri verið í boði.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt Vorsteh-ár!

Gleðilega hátíð!

Sendum félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og velunnurum bestu óskir um

gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þakkir fyrir liðin.

Hlökkum til að sjá ykkur í starfinu á nýju ári.

Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Gleðilega hátíð!

Áhugaverð grein

Það var ekki lengi að koma ábending um frétt þar sem sagt er frá og þýddur hluti greinar um friðun og áhrif hennar á rjúpuna.  Skoðið endilega pistilinn á www.enskursetter.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áhugaverð grein

Rólegheit!

Nú eftir veiðitímabilið verður lítið um að vera hjá okkur fuglahundafólki í skipulagðri dagskrá enda jólaundirbúningur í fullum gangi hjá fólki.  Það verður lítið um fréttaflutning hér á síðunni næstu vikur. Félagsmenn eru þó hvattir til að senda myndir og pistla sem gætu birst á heimasíðunni.  Netfangið er vorsteh@vorsteh.is

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rólegheit!