Fyrirlestur í litlu reiðhöllinni í Reykjanesbæ
Góður fyrirlestur í Sólheimakoti
Flottur fyrirlestur og góð mæting í Sólheimakot umhverfisþjálfun og þjálfun unghunda.
Viljum við þakka Alberti fyrir góðan fyrirlestur.
Einnig virkilega gaman að sjá góða mætingu hjá fuglaáhugamönnum.
Kveðja Vorstehdeild
Hægt að skrá sig til 12 Feb, í annað próf ársins
Nú stendur yfir skráning í veiðipróf FHD sem haldið verður þann 16.02.2013.
Prófað verður í unghundaflokki og opnum flokki.
Dómarar verða Guðjón Arinbjarnarson sem dæmir UF og Egill Bergmann sem dæmir OF.
Prófstjóri er Þorsteinn Friðriksson.
Framlengd skráningu líkur 12.02.2013. (Var 08.02.13)
Prófið verður sett í Sólheimarkoti kl 09.00.
Eins og ávallt, þá er öllum velkomið að ganga með prófinu og fylgjast með.
Hægt er að skrá með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is eða símleiðis á opnunartíma skrifstofu HRFÍ.
Vegna athugasemda vegna öryggi kreditkorta hefur félagið ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu).
Félagsmönnum býðst einnig, á eigin ábyrgð, að senda skráningu á sýningu í gegnum tölvupóst með nafni hunds í ættbók og ættbókanúmeri (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu svo skráning sé tekin gild). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.
Kveðja Vorstehdeild
Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu.
Þorrablót fuglahundamanna/kvenna
Hið árlega Þorrablót Fuglahundadeildar verður haldið laugardagskvöldið 9. febrúar n.k. að þessu sinni munu Haukur og Kristín bjóða fluglahundafólk velkomið heim til sín.
Á boðstólnum verður þorramatur eins og hann gerist bestur frá Melabúðinni að sjálfsögðu.
Gert er ráð fyrir að gestir komi með eigin drykkjarföng.
Verð per mann er kr. 3000,- og skal panta sem fyrst hjá Hauki í e-mail thr.crew@icelandair.is Subject ÞORRI eða síma: 896-0685.
Greiða skal inn á reikning 0537-26-500054 kt. 090665-3599.
Staðfesta skal í síðasta lagi miðvikudaginn 6. febrúar.
Blótið hefst kl. 20:00 í Víðgrund 53 Kópavogi.
Mikilvægi umhverfisþjálfunar – Fyrirlestur
Næstkomandi laugardag 9.febrúar í Sólheimakoti, stundvíslega kl:10.00 verður fyrirlestur um mikilvægi umhverfisþjálfunar.
Það verður hundaþjálfarinn Albert Steingrímsson sem mun vera með þennan fyrirlestur.
Eftir fyrirlesturinn verður video með Anders Landin um grunnþjálfun hvolpa.
Viljum hvetja alla til að mæta og ekki síst nýliða.
Heitt á könnunni 🙂
Svo verður farið á heiðina að æfa á eftir fyrirlestrinum og videoinu.
Þeir sem vilja kynna sér þetta sport, eru hjartanlega velkomnir í góðan félagsskap.
Kveðja Vorstehdeild
Hér er kort af leiðinni að Sólheimakoti.
Skráning í annað veiðpróf ársins
Nú stendur yfir skráning í veiðipróf FHD sem haldið verður þann 16.02.2013.
Dómarar verða Guðjón Arinbjarnarson sem dæmir UF og Egill Bergmann sem dæmir OF.
Skráningu líkur 08.02.2013.
Prófið verður sett í Sólheimarkoti á keppnisdegi kl 09.00
Æfing hjá fuglahundum Suðurnesja
Minnum á æfingu í litlu reiðhöllinni í Reykjanesbæ á Mánudögum kl.20.00.
Fuglahundur Suðurnesja er hópur fólks sem á fuglahunda á Suðurnesjum og hafa leigt litlu reiðhöllina í Reykjanesbæ.
Það kostar 500 kr. og er það aðeins vegna leigu á höllinni.
Nú er tækifærið meðan veðrið er ekki sem best og æfa með hundunum okkar innanhúss.
Kveðja
Fuglahundar Suðurnesja.
Úrslit í fyrsta veiðiprófi ársins.
Unghundaflokkur
Engin sem náði einkunn.
Opinn flokkur
Snjófjalla Hroki, enskur setter náði 3. einkunn og besti hundur prófs.
Kveðja Vorstehdeild
Veiðiprófið fært fram á sunnudag.
Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur veiðiprófið sem halda átti á morgun laugardaginn 2. febrúar verið fært til sunnudagsins 3. febrúar.
Prófið verður sett kl. 9.00 í Sólheimakoti
Skráning í næsta veiðipróf
Skráning í fyrsta próf ársins hjá fuglahundadeild.
Unghundaflokkur
Ice Artemis Blökk, vorsteh str.
Kópavogs Dimma, vorsteh sn.
Stangarheiðar Bogi, vosteh sn.
Álakvíslar Mario
Opinn flokkur
Heiðnabergs Freyja von Greif, vorsteh sn.
Snjófjalla Hroki, enskur setter
Elding, enskur setter
Vatnsenda Kara
Gangi ykkur vel.
Kveðja Vorstehdeild















