Skráning í annað veiðpróf ársins

Mynd af Strýhærðum Vorsteh Mynd:Lárus

Nú stendur yfir skráning í veiðipróf FHD sem haldið verður þann 16.02.2013.
Dómarar verða Guðjón Arinbjarnarson sem dæmir UF og Egill Bergmann sem dæmir OF.
Skráningu líkur 08.02.2013.

Prófið verður sett í Sólheimarkoti á keppnisdegi kl 09.00

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í annað veiðpróf ársins

Æfing hjá fuglahundum Suðurnesja

Fuglahundar Suðurnesja

Minnum á æfingu í litlu reiðhöllinni í Reykjanesbæ á Mánudögum kl.20.00.

Fuglahundur Suðurnesja er hópur fólks sem á fuglahunda á Suðurnesjum og hafa leigt litlu reiðhöllina í Reykjanesbæ.

Það kostar 500 kr.  og er það aðeins vegna leigu á höllinni.

Nú er tækifærið meðan veðrið er ekki sem best og æfa með hundunum okkar innanhúss.

 

Kveðja

Fuglahundar Suðurnesja.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing hjá fuglahundum Suðurnesja

Úrslit í fyrsta veiðiprófi ársins.

Unghundaflokkur

Engin sem náði einkunn.

 

Opinn flokkur

Snjófjalla Hroki, enskur setter  náði 3. einkunn og besti hundur prófs.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit í fyrsta veiðiprófi ársins.

Veiðiprófið fært fram á sunnudag.

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur veiðiprófið sem halda átti á morgun laugardaginn 2. febrúar verið fært til sunnudagsins 3. febrúar.

Prófið verður sett kl. 9.00 í Sólheimakoti

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðiprófið fært fram á sunnudag.

Skráning í næsta veiðipróf

Kragborg Mads

Skráning í fyrsta próf ársins hjá fuglahundadeild.

 

Unghundaflokkur

Ice Artemis Blökk, vorsteh str.

Kópavogs Dimma, vorsteh sn.

Stangarheiðar Bogi, vosteh sn.

Álakvíslar Mario

 

Opinn flokkur

Heiðnabergs Freyja von Greif, vorsteh sn.

Snjófjalla Hroki, enskur setter

Elding, enskur setter

Vatnsenda Kara

 

Gangi ykkur vel.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í næsta veiðipróf

Staðfest got á leiðinni í Noregi.

ISCh C.I.B Esjugrundar Stígur

 

KV, Steinbudalens Ats Stilla 13541/08

 

Þær frábæru fréttir voru að berast frá Noregi að  KV, Steinbudalens Ats Stilla 13541/08 er hvolpafull.

Það væri nú ekki í frásögu færandi nema vegna þess að notað var frosið sæði úr íslenska Vorsteh-hundinum, ISCh C.I.B Esjugrundar Stíg.

Þess má geta að þetta er ekki eina tíkin sem fær sæði úr Stíg, heldur bara sú fyrsta í röðinni.

Það er gaman að finna áhugann hjá erlendum ræktendum á Íslenska stofninum, en það sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið hér heima með okkar stofn þótt lítill sé.

Þess má geta að þetta er í fyrsta skiptið sem frosið sæði er flutt út frá Íslandi.

 

Vorstehdeild óskar Gunnari Pétri Róbertssyni og fjölskyldu, innilega til hamingju með þennan frábæra hund.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Staðfest got á leiðinni í Noregi.

Framlengdur skráningarfrestur á veiðipróf FHD

Töfra Hekla

Vegna álags á skrifstofu HRFÍ í kringum alþjóðlegu hundasýninguna hefur skráningarfrestur á veiðipróf Fuglahundadeildar verið færður til þriðjudagsins 29. janúar. Prófið sjálft er haldið 2. febrúar og prófað verður í unghunda og opnum flokki.  Dómarar eru Egill Bergmann og Pétur Alan Guðmundsson.  Prófstjóri er Þorsteinn Friðriksson. Hægt er að skrá með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is eða símleiðis á opnunartíma skrifstofu HRFÍ.

Vegna athugasemda vegna öryggi kreditkorta hefur félagið ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu).

Félagsmönnum býðst einnig, á eigin ábyrgð, að senda skráningu á sýningu í gegnum tölvupóst með nafni hunds í ættbók og ættbókanúmeri (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu svo skráning sé tekin gild).  Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.
Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu.

 

Sjá einnig á www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Framlengdur skráningarfrestur á veiðipróf FHD

Samstarfs-samningur við Aflmark staðfestur.

Vorstehdeild hefur endurnýjað samning við Aflamark sem flytur inn ROBUR vörur.

Í tilefni samningsins býður Aflmark, meðlimum Vorstehdeildar 20% afslátt af öllu hundafóðri sem það selur út samningstímann.

Samingurinn gildir 2013-2016.

Kveðja V0rstehdeild

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Samstarfs-samningur við Aflmark staðfestur.

Frábær mæting í Sólheimakoti

Hvernig á að leiða unghund í veiðiprófi

 

Það var frábær mæting á fyrirlesturinn sem Jón Garðar hélt.

Fyrirlesturinn bar heitið: HVERNIG Á AÐ LEIÐA UNGHUND Í VEIÐIPRÓFI.

Þökkum Jóni Garðari fyrir góðan fyrirlestur og þökkum þeim sem mættu innilega fyrir að sýna þessu áhuga.

Það skiptir okkur miklu máli að sem flestum gangi vel í veiðiprófi.

Það er ekki til neitt betra en að eyða góðum degið með fullt af mönnum/konum sem hafa áhuga á þessu frábæra sporti.

Sjáumst hress í næsta prófi:)

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frábær mæting í Sólheimakoti

Fuglahundar Suðurnesja

 

Heiðnabergs Freyja – Mynd fengin af Facebook síðu „Fuglahundar Suðurnesja“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja, nú er komið að því!

Aðstaða til æfinga innanhús í vetur.  Höfum leigt litlu reiðhöllina í Reykjanesbæ á mánudagskvöldum klukkan 20.00.  Verður fyrsti hittingur  28.janúar 2013.

Við ætlum okkur að vera með ýmsar æfingar og almennt spjall um veiðihunda.   Ætlunin er að fá reynslubolta til að leiðbeina okkur í fuglahundasportinu, vera með ýmsa viðburði og æfingar.

Þar sem við leigjum reiðhöllina mun Þorleifur (gjaldkeri) rukka 500kr,- fyrir skiptið.

Þess má geta að aðeins er um 23 mín. akstur frá Hafnarfirði til Keflavíkur.

Allir velkomnir og vonumst til  að sjá sem flesta nýja og gamla með góða skapið, glennsið og hundana.

Allar nánari upplýsingar veitir.

Alfreð   S: 6507901

Kveðja

Fuglahundaklúbbur suðurnesja.

 

http://www.facebook.com/hundaklubbur

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fuglahundar Suðurnesja