Nýinnflutt snögghærð vorstehtík

Nýlega kom hingað til lands frá Noregi, snögghærð vorstehtík Haugtun’s hfe Siw.  Þess má geta að móðir hennar er NJCh Haugtun’s dpb Fri sem var langstigahæsti vorstehhundurinn á síðasta ári.

Hægt er að sjá allt um árangra Fri á þessum tengli

http://www.vorsteh.no/medlem/vorsteh.php?regnr=08170%2F07

Einnig á þessum tengli þar sem Fri var valin veiðihundur ársins í Noregi 2012

http://www.vorsteh.no/artikkel/les/1189/30_%C3%85rets+Jakthund+2012+p%C3%A5+de+nordiske+jakt-+og+fiskedagene/

Faðir Siw er Extrem Herak og kemur frá Króatíu en ræktandi hans hefur ræktað marga meistara þar meðtalið heimsmeistara og veiðir hann sjálfur með hundum og fálkum.

Stjórn Vorstehdeildar óskar eigendum til hamingju með þessi nýju spennandi gen á Íslandi

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýinnflutt snögghærð vorstehtík

Síðasta próf ársins – skráningarfrestur

Minnum á að skráningarfrestur á n.k. veiðpróf Fuglahundadeildar, sem haldið verður helgina 20. – 21. október rennur út 14. okóber ef skráð er á vefnum.

Á laugardeginum verður prófað í unghunda- og opnum flokki en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Prófstjóri Vilhjálmur Ólafsson veitir nánari upplýsingar um prófið í síma 845 3090 eða villo@aflmark.is
Ekki er vitað um dómara þegar þetta er ritað. Prófnúmer er 501212
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ (síðasti skráningardagur þar er föstudagurinn 13. október kl. 09-13). Einnig er hægt að skrá sig til 14. október með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer+gildistíma. Gjald er kr. 4500 fyrir einn dag en 7000 fyrir tvo daga.

Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og hvaða flokka á að skrá í og hvaða dag(a) Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Síðasta próf ársins – skráningarfrestur

Nokkrar myndir frá Vorstehprófinu og kvöldverðinum

Vorstehdeild hélt glæsilega veislu að kvöldi laugardags í Vorstehprófinu. Afhentar voru dómaragjafir og starfsmönnum þakkað þeirra framlag. Nokkrar myndir hér fyrir neðan frá laugardeginum.

Svafar, Egill, Dagfin og Reidar dómarar gera sig klára

Hluti verðlauna prófsins

Hluti þátttakenda á laugardeginum

Henning prófstjóri, Gunnar form.Vorstehdeildar, Dagfin, Reidar, Svafar og Egill dómarar

Reykt hrefna m/piparrótarrjóma

Hreindýrafile og heiðagæsabringur

Dagfin heldur tölu

Skrafað yfir matnum

Súkkulaðikaka og jarðarber m/rjóma

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nokkrar myndir frá Vorstehprófinu og kvöldverðinum

Þriðji dagur Roburprófs Vorstehdeildar

Í dag var Keppnisflokkur haldinn í Skálafelli.  Skemmst er frá því að segja að því miður náði enginn hundur  sæti.

Flestir höfðu möguleika á fugli bæði sem fælingu eða makkers fælingu, einn fór of stórt og einn fór út fyrir að vera of órólegur í fugli.  Þátttakendur og dómarar fengu allar gerðir af íslensku veðurfari, sól, rigningu, rok, log, slyddu, éljagang og jólasnjókomu.

Stjórn Vorstehdeildar þakkar þátttakendum, dómurum og öðrum starfsmönnum prófs kærlega fyrir þátttökuna og drengilega framkomu sem og styrktaraðilunum, Aflmarki umboðsaðila Robur, Haugen Group umboðsaðila Famous Grouse og Nordic Deli framleiðanda gæða samlokna.

Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen báðu fyrir kærar kveðjur og þakklæti fyrir sig.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þriðji dagur Roburprófs Vorstehdeildar

Annar dagur Roburprófs Vorstehdeildar

Aðeins einn hundur fékk einkunn í dag.  Kópavogs Arí hlaut í dag 2. einkunn í unghundaflokki. Enginn hundur í opnum flokki fékk einkunn og enginn sæti í keppnisflokki. Nokkrir höfðu þó möguleika á fugli en það voru fáir.

Keppnisflokkur verður settur í Sólheimakoti kl. 11 á  þriðja degi prófsins.

Stjórn Vorstehdeildar óskar eigendum Arí til hamingju

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Annar dagur Roburprófs Vorstehdeildar

Úrslit fyrsta dags Roburprófs Vorstehdeildar

Fyrsta degi Roburprófs Vorstehdeildar er lokið.  Sól og blíða var í dag, hægur andvari og eitthvað var af fugli.

Prófið á laugardag verður haldið í nágrenni Reykjavíkur og verður sett í Sólheimakoti kl. 09:00

Úrslit voru eftirfarandi i dag:

Unghundaflokkur:

Háfjalla Askja. 1. einkunn með heiðursverðlaunum

Kópavogs Dimma. 0. einkunn

Kópavogs Arí. Mætti ekki

Gagganjunets Von. 0. einkunn

Stangarheiðar Frigg. 0. einkunn

Opinn flokkur:

Vatnsenda Kara. 1. einkunn

Midtvejs XO. 3. einkunn

Belle von Trubon. 0. einkunn

Bláskjárs Skuggi. 0. einkunn

Þúfa. 0. einkunn

Kaldalóns Doppa 0. einkunn

Vorstehdeild óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar þátttökuna

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit fyrsta dags Roburprófs Vorstehdeildar

Sameiginlegt grill laugardagskvöld

Laugardagskvöldið 6. okt. verður sameiginleg grillveisla í veiðihúsinu við Elliðaárnar með norsku dómurunum.

Komið með eigin grillmat (heyrst hefur að menn komi með villibráð) og drykkjarföng.  Tímasetning tilkynnt síðar.

ALLIR VELKOMNIR

Tilkynnið þátttöku til Péturs  í s: 896-2696, Lárusar í s: 861-4502 eða Gunnars í s:893-3123

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sameiginlegt grill laugardagskvöld

Fyrsti dagur vorstehprófs færður á Suðurnes

Fyrsti dagur Roburprófs Vorstehdeildar  verður settur í Reiðhöll Mána á suðurnesjum kl. 09:00 föstudaginn 5. október

Farið er út úr síðasta hringtorginu áður en komið er að flugstöð Leifs Eiríkssonar, í áttina að Garði.  Þaðan í næsta hringtorg og er reiðhöll Mána þar sem prófið verður sett á vinstri hönd í hesthúsahverfinu.

Þátttakendur geta sameinast í bíla en verða að hafa samband innbyrðis.

Frekari upplýsingar gefur Henning Aðalmundsson prófstjóri í s:840-2164

Áhorfendur eru velkomnir.  Þátttakendur í prófinu á laugardag og sunnudag eru beðnir að fylgjast með fréttum um hvar prófið verður haldið.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsti dagur vorstehprófs færður á Suðurnes

Friðun svæða fyrir Roburpróf Vorstehdeildar

Prófstjóri biðlar til fuglahundafólks að æfa ekki á heiðinni í kringum Borgarhólana, á afleggjara „Gumma Bogg“ auk Skálafells fimmtudag og prófdagana.  Einnig að æfa ekki á Sandgerðisheiðinni.

Með þökk,

Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Friðun svæða fyrir Roburpróf Vorstehdeildar

Þátttökulisti fyrir Roburpróf Vorstehdeildar 5-7. okt.

Próf 501211
Dags
5.10.2012
Flokkur Nafn Ættbókarnr. Fæðingard. Tegund Eigandi
Unghunda Kópavogs Arí
IS16031/11
6.5.2011 Vorsteh, snögghærður Guðjón Snær
Unghunda Kópavogs Dimma IS16032/11 6.5.2011 Vorsteh, snögghærður Sæþór Steingrímsson/Leið Gunnar Pétur
Unghunda Stangarheiðar Frigg IS16402/11 16.6.2011 Vorsteh, snögghærður Rafnkell Jónsson
Unghunda Háfjalla Askja IS16121/11 27.5.2011 Enskur setter Birna Árnadóttir/Leið. Guðmundur Arnar Ragnarsson
Unghunda Gagganjunis Von IS16232/11 23.10.2010 Írskur setter Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir
Opinn Midtvejs Xo IS12265/08 23.10.2007 Breton Sigurður Ben. Björnsson
Opinn Þúfa IS12646/08 7.6.2008 Írskur setter Guðjón Sig. Arinbjarnarson
Opinn Huldu Bell von Trubon IS15339/10 15.8.2010 Weimaraner, snögghærður Kristín Jónasdóttir
Opinn Kaldalóns Doppa IS10990/07 16.4.2007 Enskur setter Sigþór Bragason
Opinn Bláskjárs Skuggi Jr. IS12998/09 2.1.2009 Weimaraner, snögghærður Arnar Hilmarsson
Opinn Vatnsenda Kara IS15062/10 1.4.2010 Enskur pointer Ásgeir Heiðar
6.10.2012
Unghunda Stangarheiðar Frigg IS16402/11 16.6.2011 Vorsteh, snögghærður Rafnkell Jónsson
Unghunda Kópavogs Arí
IS16031/11
6.5.2011 Vorsteh, snögghærður Guðjón Snær
Unghunda Háfjalla Parma IS16119/11 27.5.2011 Enskur setter Kristinn Einarsson
Unghunda Háfjalla Askja IS16121/11 27.5.2011 Enskur setter Birna Árnadóttir/Leið. Guðmundur Arnar Ragnarsson
Unghunda Gagganjunis Von IS16232/11 23.10.2010 Írskur setter Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir
Unghunda Stangarheiðar Bogi IS16401/11
Vorsteh, snögghærður
Kristjón Jónsson
Opinn Heiðnabergs Gáta von Greif IS14606/10 3.3.2010 Vorsteh, snögghærður Jón Hákon Bjarnason
Opinn Huldu Bell von Trubon IS15339/10 15.8.2010 Weimaraner, snögghærður Kristín Jónasdóttir
Opinn Þúfa IS12646/08 7.6.2008 Írskur setter Guðjón Sig. Arinbjarnarson
Opinn Bláskjárs Skuggi Jr. IS12998/09 2.1.2009 Weimaraner, snögghærður Arnar Hilmarsson
Opinn Vatnsenda Kjarval IS15067/10 1.4.2010 Enskur pointer Ólafur E. Jóhannsson
Keppnis Zetu Jökla IS10950/07 6.5.2007 Vorsteh, snögghærður Pétur Alan Guðmundsson
Keppnis Esjugrundar Stígur IS09779/06 14.4.2006 Vorsteh, snögghærður Gunnar Pétur Róbertsson
Keppnis Kragsborg Mads IS16141/11 11.7.2010 Vorsteh, strýhærður Steinarr Steinarrsson/Leið. Lárus Eggertsson
Keppnis Yrja IS11776/08 31.8.2007 Vorsteh, strýhærður Lárus Eggertsson
Keppnis Vatnsenda Kara IS15062/10 1.4.2010 Enskur pointer Ásgeir Heiðar
Keppnis Barentsvidda’s B Hardy Du Cost’ Lot IS12968/09 23.7.2008 Enskur pointer Jón Ásgeir Einarsson
Keppnis Kaldalóns Doppa IS10990/07 16.4.2007 Enskur setter Sigþór Bragason
Keppnis Midtvejs Xo IS12265/08 23.10.2007 Breton Sigurður Ben. Björnsson
7.10.2012
Keppnis Heiðnabergs Bylur von Greif IS14609/10 3.3.2010 Vorsteh, snögghærður Jón Garðar Þórarinsson
Keppnis Zetu Jökla IS10950/07 6.5.2007 Vorsteh, snögghærður Pétur Alan Guðmundsson
Keppnis Esjugrundar Spyrna IS09782/06 14.4.2006 Vorsteh, snögghærður Svafar Ragnarsson
Keppnis Esjugrundar Stígur IS09779/06 14.4.2006 Vorsteh, snögghærður Gunnar Pétur Róbertsson
Keppnis Gruetjenet’s G-Ynja IS14197/10 20.5.2009 Vorsteh, snögghærður Gunnar Pétur Róbertsson/Steinþór Gunnarsson
Keppnis Kragsborg Mads IS16141/11 11.7.2010 Vorsteh, strýhærður Steinarr Steinarrsson/Leið. Lárus Eggertsson
Keppnis Vatnsenda Kara IS15062/10 1.4.2010 Enskur pointer Ásgeir Heiðar
Keppnis Midtvejs Xo IS12265/08 23.10.2007 Breton Sigurður Ben. Björnsson

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti fyrir Roburpróf Vorstehdeildar 5-7. okt.