Prófstjóri biðlar til fuglahundafólks að æfa ekki á heiðinni í kringum Borgarhólana, á afleggjara „Gumma Bogg“ auk Skálafells fimmtudag og prófdagana. Einnig að æfa ekki á Sandgerðisheiðinni.
Með þökk,
Stjórn Vorstehdeildar
Prófstjóri biðlar til fuglahundafólks að æfa ekki á heiðinni í kringum Borgarhólana, á afleggjara „Gumma Bogg“ auk Skálafells fimmtudag og prófdagana. Einnig að æfa ekki á Sandgerðisheiðinni.
Með þökk,
Stjórn Vorstehdeildar



| Próf 501211 | ||||||
| Dags | ||||||
| 5.10.2012 | ||||||
| Flokkur | Nafn | Ættbókarnr. | Fæðingard. | Tegund | Eigandi | |
| Unghunda | Kópavogs Arí |
IS16031/11
|
6.5.2011 | Vorsteh, snögghærður | Guðjón Snær | |
| Unghunda | Kópavogs Dimma | IS16032/11 | 6.5.2011 | Vorsteh, snögghærður | Sæþór Steingrímsson/Leið Gunnar Pétur | |
| Unghunda | Stangarheiðar Frigg | IS16402/11 | 16.6.2011 | Vorsteh, snögghærður | Rafnkell Jónsson | |
| Unghunda | Háfjalla Askja | IS16121/11 | 27.5.2011 | Enskur setter | Birna Árnadóttir/Leið. Guðmundur Arnar Ragnarsson | |
| Unghunda | Gagganjunis Von | IS16232/11 | 23.10.2010 | Írskur setter | Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir | |
| Opinn | Midtvejs Xo | IS12265/08 | 23.10.2007 | Breton | Sigurður Ben. Björnsson | |
| Opinn | Þúfa | IS12646/08 | 7.6.2008 | Írskur setter | Guðjón Sig. Arinbjarnarson | |
| Opinn | Huldu Bell von Trubon | IS15339/10 | 15.8.2010 | Weimaraner, snögghærður | Kristín Jónasdóttir | |
| Opinn | Kaldalóns Doppa | IS10990/07 | 16.4.2007 | Enskur setter | Sigþór Bragason | |
| Opinn | Bláskjárs Skuggi Jr. | IS12998/09 | 2.1.2009 | Weimaraner, snögghærður | Arnar Hilmarsson | |
| Opinn | Vatnsenda Kara | IS15062/10 | 1.4.2010 | Enskur pointer | Ásgeir Heiðar | |
| 6.10.2012 | ||||||
| Unghunda | Stangarheiðar Frigg | IS16402/11 | 16.6.2011 | Vorsteh, snögghærður | Rafnkell Jónsson | |
| Unghunda | Kópavogs Arí |
IS16031/11
|
6.5.2011 | Vorsteh, snögghærður | Guðjón Snær | |
| Unghunda | Háfjalla Parma | IS16119/11 | 27.5.2011 | Enskur setter | Kristinn Einarsson | |
| Unghunda | Háfjalla Askja | IS16121/11 | 27.5.2011 | Enskur setter | Birna Árnadóttir/Leið. Guðmundur Arnar Ragnarsson | |
| Unghunda | Gagganjunis Von | IS16232/11 | 23.10.2010 | Írskur setter | Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir | |
| Unghunda | Stangarheiðar Bogi | IS16401/11 |
|
Kristjón Jónsson | ||
| Opinn | Heiðnabergs Gáta von Greif | IS14606/10 | 3.3.2010 | Vorsteh, snögghærður | Jón Hákon Bjarnason | |
| Opinn | Huldu Bell von Trubon | IS15339/10 | 15.8.2010 | Weimaraner, snögghærður | Kristín Jónasdóttir | |
| Opinn | Þúfa | IS12646/08 | 7.6.2008 | Írskur setter | Guðjón Sig. Arinbjarnarson | |
| Opinn | Bláskjárs Skuggi Jr. | IS12998/09 | 2.1.2009 | Weimaraner, snögghærður | Arnar Hilmarsson | |
| Opinn | Vatnsenda Kjarval | IS15067/10 | 1.4.2010 | Enskur pointer | Ólafur E. Jóhannsson | |
| Keppnis | Zetu Jökla | IS10950/07 | 6.5.2007 | Vorsteh, snögghærður | Pétur Alan Guðmundsson | |
| Keppnis | Esjugrundar Stígur | IS09779/06 | 14.4.2006 | Vorsteh, snögghærður | Gunnar Pétur Róbertsson | |
| Keppnis | Kragsborg Mads | IS16141/11 | 11.7.2010 | Vorsteh, strýhærður | Steinarr Steinarrsson/Leið. Lárus Eggertsson | |
| Keppnis | Yrja | IS11776/08 | 31.8.2007 | Vorsteh, strýhærður | Lárus Eggertsson | |
| Keppnis | Vatnsenda Kara | IS15062/10 | 1.4.2010 | Enskur pointer | Ásgeir Heiðar | |
| Keppnis | Barentsvidda’s B Hardy Du Cost’ Lot | IS12968/09 | 23.7.2008 | Enskur pointer | Jón Ásgeir Einarsson | |
| Keppnis | Kaldalóns Doppa | IS10990/07 | 16.4.2007 | Enskur setter | Sigþór Bragason | |
| Keppnis | Midtvejs Xo | IS12265/08 | 23.10.2007 | Breton | Sigurður Ben. Björnsson | |
| 7.10.2012 | ||||||
| Keppnis | Heiðnabergs Bylur von Greif | IS14609/10 | 3.3.2010 | Vorsteh, snögghærður | Jón Garðar Þórarinsson | |
| Keppnis | Zetu Jökla | IS10950/07 | 6.5.2007 | Vorsteh, snögghærður | Pétur Alan Guðmundsson | |
| Keppnis | Esjugrundar Spyrna | IS09782/06 | 14.4.2006 | Vorsteh, snögghærður | Svafar Ragnarsson | |
| Keppnis | Esjugrundar Stígur | IS09779/06 | 14.4.2006 | Vorsteh, snögghærður | Gunnar Pétur Róbertsson | |
| Keppnis | Gruetjenet’s G-Ynja | IS14197/10 | 20.5.2009 | Vorsteh, snögghærður | Gunnar Pétur Róbertsson/Steinþór Gunnarsson | |
| Keppnis | Kragsborg Mads | IS16141/11 | 11.7.2010 | Vorsteh, strýhærður | Steinarr Steinarrsson/Leið. Lárus Eggertsson | |
| Keppnis | Vatnsenda Kara | IS15062/10 | 1.4.2010 | Enskur pointer | Ásgeir Heiðar | |
| Keppnis | Midtvejs Xo | IS12265/08 | 23.10.2007 | Breton | Sigurður Ben. Björnsson |
Hið glæsilega Robur-haustpróf Vorstehdeildar verður helgina 5-7. október. Skráningarfrestur rennur út 28. sept. ef skráð er á skrifstofu HRFÍ en 30. sept. ef skráð er á netinu.
Tveir norskir og tveir íslenskir dómarar dæma prófið sem er eftirfarandi:
5. október: Unghunda (hundar að 2ja ára aldri) og opinn flokkur (hundar eldri en 2ja ára). Dómarar: Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen frá Noregi
6. október: Keppnisflokkur (þeir hundar sem hafa náð 1. Einkunn í OF). Dómarar: Dagfin eða Reidar og Egill Bergmann. Blandað partý UF/OF: Dómarar, Dagfin eða Reidar og Svafar Ragnarsson
7. október: Keppnisflokkur. Dómarar: Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen
Hundar geta fengið heiðursverðlaun í prófinu.
Prófsetning verður í Sólheimakoti kl. 09:00 föstudag og laugardag en kl. 11:00 sunnudag
Bestu hundar í hverjum flokki hvern dag fá glæsilegan verðlaunaskjöld frá Vorstehdeild,
fóðurpoka frá Robur og whiskeyflösku frá Famous Grouse
Þátttakendum verður boðið upp á gómsætar samlokur frá Nordic Deli.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ (síðasti skráningardagur þar er föstudagurinn 28. Sept. kl. 09-13). Einnig er hægt að skrá sig til 30. Sept. með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer+gildistíma. Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og hvaða flokka á að skrá í og hvaða dag(a) Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249
Verð er 4500 fyrir einn dag, 7000 fyrir tvo daga og 9500 fyrir þrjá daga
Vinsamlegast sendið cc á prófstjóra í henning@lhg.is
Prófnúmer er 501211, fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjörnsson
og prófstjóri er Henning Aðalmundsson s: 840-2164
Styrktaraðilar Roburprófsins eru Aflmark, innflytjandi Roburfóðursins, Haugen Group, umboðsaðili Famous Grouse whiskey og Nordic Deli, samlokur.
Dómarakynningu má sjá neðar á heimasíðu deildarinnar www.vorsteh.is
Vorstehdeild minnir á Roburpróf Vorstehdeildar sem haldið verður 5-7. október í nágrenni Reykjavíkur
5. og 6. október verða Unghundaflokkur og Opinn flokkur.
6. og 7. október verða Keppnisflokkur.
Egill Bergmann mun dæma Keppnisflokk ásamt norskum dómara 6. október.
Svafar Ragnarsson mun dæma blandaðan hóp unghunda- og opinn flokk 6. október ásamt norskum dómara.
Skráningarfrestur rennur út 30. september. Nánari upplýsingar koma síðar.
Tveir dómarar koma frá Noregi þeir Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen. Kynningu á þeim má sjá hér fyrir neðan:
Dagfin Fagermo býr í Bodø. Hann hefur tekið þátt í prófum í 30 ár og dæmt fuglahunda í 20 ár. Einnig stundar Dagfin veiðar í ám og vötnum auk fuglaveiða.
Hann hefur tvisvar dæmt úrslit í norskum keppnum. Hann hefur átt strýhærða vorstehhunda frá aldamótaárinu og hefur tvisvar verið í þriðja sæti í norsku meistarastigs liðakeppnunum síðast 2011. Tvisvar hefur hann náð fjórða sætinu sjálfur. Nú á hann tvo strýhærða vorsteh og er annar þeirra Albert norskur sýningarmeistari, norskur alhliðameistari og veiðimeistari en sá yngri Fai er óskrifað blað ennþá.
Reidar Nilsen er 47 ára og vinnur sem HVAC engineer. Reidar hefur stundað skot- og fiskveiðar frá æsku og veiðar með fuglahundum hefur ávallt verið í forgangi hjá honum. Það var tilviljunin ein sem réði því að hann fékk enskan seta sem hefur verið hans tegund síðan. Við veiðar hefur hann kynnst öllum helstu tegundunum sem og í prófum. Hann hefur verið dómari síðan 2005 og dæmt víða í Noregi og einnig í hluta Svíþjóðar.
Þess má geta að Reidar dæmir í dag (sunnudaginn 23. sept.) úrslit í Keppnisflokki Trippelprófsins á Kongsvold í Noregi.
Egil Bergmann þekkja menn af fyrri störfum hans hér.
Fæddir eru snögghærðir Vorstehhvolpar undan C.I.B. ISCh Rugdelias QLM Lucienne og ISCh Zetu Krapa.
Fæddir eru snögghærðir Vorstehhvolpar undan Goðheima Nótt og Nagla
Sjá nánar undir Vorsteh hundurinn -> væntanleg og/eða staðfest got
Vorstehdeild óskar eigendum til hamingju með hvolpana
Sama rjúpnaveiðitímabil í ár og í fyrra þ.e. níu dagar og byrjar veiðin 26. okt.
Sjá nánar á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/21/obreytt_rjupnaveidi_i_ar/
Óskum fuglahundafólki sem og öðrum til lukku með þessa ákvörðun umhverfisráðherra og þökkum fyrir það
Keppnisflokki þeim sem var frestað í Áfangafelli og halda átti á morgun laugardag hefur verið aflýst og geta þátttakendur fengið flutt á annað próf eða endurgreitt að frádregnum 20% prófgjalds. Vinsamlegast hafið samband við prófstjóra.
Stjórn Vorstehdeildar mun fara í Borgarfjörðinn laugardaginn 15. sept. til að velja væntanleg prófsvæði fyrir próf deildarinnar sem haldið verður 5-7. okt.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta og þjálfa hundana sína í leiðinni er velkomið að mæta í Baulu söluskálann í Borgarfirðinum á hádegi laugardag. Athugið að sauðfé getur verið á svæðinu.
Menn geta sameinast í bíla frá Reykjavík og hafi þá samband við neðangreinda
Frekari upplýsingar gefa Gunnar í s: 893-3123, Lárus í s:861-4502 og Pétur í s:896-2696
Allir velkomnir
Keppnisflokknum sem halda átti á morgun laugardag hefur verið frestað aftur af óviðráðanlegum orsökum. Halda á hann næstu helgi 22. eða 23. sept. að öllu óbreyttu. Nánar síðar.