Hittingur verður við Snorrastaðatjarnir kl. 19 í kvöld
Hittingur í kvöld á Suðurnesjum
Spor á fimmtudagsæfingunni
Spor verður dregið á sameiginlegu æfingu FHD og Vorstehdeildar fyrir sækiprófið sem verður 23. júní. Farið verður frá Sólheimakotsafleggjaranum kl. 19.
Allir velkomnir en athugið að spor er ekki dregið fyrir hunda í unghundaflokki
Sækiæfing þriðjudagskvöld á Suðurnesjum kl. 19
Sækiæfingar verða á Suðurnesjum við Snorrastaðatjarnir kl. 19 þriðjudagskvöld. Sjá leiðbeiningar neðar á síðunni
Úrslit sýningarinnar um helgina
Það var ISCh. C.I.B. Rugdelias Lucienne sem var besti hundur tegundar í snögghærðum vorsteh á sumarsýningu HRFÍ um helgina og var hún jafnframt í öðru sæti í tegundarhópnum.
Úrslit voru eftirfarandi:
Ungliðaflokkur Rakkar:
Stangarheiðar Bogi: Excellent, meistaraefni, Ísl. meistarastig, besti karlhundur, B.O.S. (Best of Opposide sex: besti hundur gagnstæðs kyns)
Opinn Flokkur Rakkar:
Hvammsbrekkur Spori: Mætti ekki
Ungliðaflokkur Tíkur:
Kópavogs Arí: Excellent, meistaraefni, keppnisflokkur tíkur 3. sæti,
Opinn flokkur Tíkur:
Heiðnabergs Gáta von Greif: Excellent, meistaraefni, ísl. meistarastig, keppnisflokkur tíkur 2. sæti
Heiðnabergs Gná:Excellent, meistaraefni, keppnisflokkur tíkur 4. sæti
Meistaraflokkur Tíkur:
C.I.B. ISCh. Rugdelias Qlm Lucienne: excellent, meistaraefni, keppnisflokkur tíkur 1. sæti, BOB (Best of Breed, besti hundur tegundar), TH-2
Enginn strýhærður vorsteh var sýndur á þessari sýningu.
Vorstehdeild óskar eigendum og sýnendum til hamingju með árangurinn.
Sýning á Korputorgi um helgina ATH. Ný staðsetning
Meistarastigssýning Hundaræktarfélags Íslands verður 2-3. júní að Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Fuglahundar (tegundarhópur 7) verða á sunnudeginum 3. júní
Hringur 4. Dómari Sean Delmar
Tími: Tegund (fjöldi)
09:00 Írskur setter (4)
09:16 Enskur setter (2)
09:24 Vorsteh, snöggh. (6) Því miður er enginn strýhærður á þessari sýningu
09:48 Weimaraner, snöggh.(5)
10:08 Ungversk vizsla (2)
Sjá nánar á www.hrfi.is
Sækiæfing í kvöld kl. 19
Í kvöld verður farið hnitmiðað í vatnavinnu þar sem fugli verður kastað frá bát og líkt eftir prófi. Einnig er stefnt að því að fara í leita/sækja og spor. Þeir sem tök hafa á eru beðnir um að hafa með sér máfa eða rjúpu.
Mæting er við Sólheimakotsafleggjarann kl. 19 þaðan sem farið verður að Hafravatni. Þessar sækiæfingar eru sérsniðnar fyrir þá sem hafa hug á að fara í sækiprófin í sumar eða síðar og þá vilja kynna sér hvernig þau fara fram.
Allir eru að sjálfsögðu velkomnir með eða án hunda. Munið eftir flugnanetunum!
Sækiæfing þriðjudagskvöld á Suðurnesjum
Þriðjudagskvöld kl.19 verða sækiprófsæfingar á Suðurnesjum. Það eru Suðurnesjamenn sem halda þessar æfingar við Snorrastaðatjarnir. Fljótlega eftir að keyrt er inn á Grindavíkurafleggjarann kemur skilti sem á stendur Seltjörn og aflegjari á hægri hönd. Til að komast að Snorrastaðatjörnum skal fara slóða til vinstri (Ath. ekki beygja til hægri) til enda og er þá komið að Snorrastaðatjörnum. Frekari upplýsingar gefur Alfreð í síma: 822-7901
Allir velkomnir hvort sem menn fara í próf eða ekki
Minnum menn og konur á nesti og FLUGNANET
Sækiæfingar verða þriðjudaga og fimmtudaga
Fram að sækiprófinu í júní verða æfingar eftirfarandi:
Þriðjudaga kl. 19 á suðurnesjum
Fimmtudaga kl. 19, mæting við Sólheimakotsafleggjarann
Nánar verður auglýst fyrir hverja æfingu.
Aðalfundur HRFÍ
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands var haldinn í gærkvöldi á Grand Hótel. Samtals mættu 103 félagsmenn á Akureyri og Reykjavík. Ýmsar lagabreytingar voru bornar fram og kosið var í nefndir og ráð. Í stjórn HRFÍ voru þrír nýjir aðilar í framboði og fóru Delia Howser og Ólafur E. Jóhannnsson í aðalstjórn og Guðmundur A. Guðmundsson í varastjórn.
Óskar Vorstehdeild þeim velfarnaðar í starfi fyrir félagið okkar sem og allri stjórn félagsins
Aðalfundur HRFÍ í kvöld miðvikudag kl.20
Minnum á aðalfund Hundaræktarfélags Íslands í kvöld miðvikudaginn 23. maí kl. 20 á Grand Hótel Reykjavík og á Akureyri. Í framboði til stjórnar eru þau Ólafur E. Jóhannsson fyrrum formaður FHD, Delía Howser, retrieverdeild og Guðmundur A. Guðmundsson fyrrum formaður Retrieverdeildar og núverandi stjórnarmaður deildarinnar.
Sjá nánar í tilkynningu HRFÍ hér fyrir neðan. Mætum öll og sýnum félaginu okkar og tilvonandi stjórnarmönnum stuðning.
Nánar um lagabreytingartillögur og önnur mál má sjá á heimasíðu HRFÍ sem og ársskýrslu stjórnar HRFÍ: www.hrfi.is
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands
í Reykjavík og á Akureyri
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 23. maí kl. 20:00 og á Akureyri gegnum fjarfundabúnað, á vegum Svæðafélags Akureyrar.
Á Akureyri verður fundurinn haldinn á verkstæðinu Bútur, Draupnisgötu 9 og hafa félagsmenn á þeim fundi kosningarétt.
Aðrir sem búa út á landi geta óska eftir að fylgjast með fundinum með fjarfundabúnaði en þeir hafa ekki kosningarétt.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda
og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram
til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál
Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár
sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.